Heiðar Austmann pælir ekki í hvað öðrum finnst Stefán Árni Pálsson skrifar 1. október 2019 20:00 Heiðar Austmann segist gera viðlíka hluti aðeins fyrir sig sjálfan og álit annarra skiptir hann minna máli. „Ég fór í meðferð sem heitir á fræðimálinu Tear through en í stuttu máli er þessi meðferð til þess fallin að minnka djúpar andlitslínur og gera mann ferskari í útliti,“ segir útvarpsmaðurinn góðkunni Heiðar Austmann sem skellti sér í einskonar fegrunarmeðferð á dögunum. Heiðar starfar hjá K100 útvarpsstöðinni og var um árabil hjá FM957. Í umræddri meðferð er komið fyrir fylliefni undir augun. Heiðar segir að meðferðin hafi ekki beint verið sársaukafull. „Ég viðurkenni að það var ekkert sérstök tilfinning að horfa á manneskju stinga nál í andlitið á mér og svona nálægt augunum en merkilegt nokk þá var þetta minna vont en ég hélt. Hef aldrei verið neitt brjálæðislega hrifinn af nálum í gegnum tíðina en þetta reyndist sársaukaminna en ég hélt og konan sem sá um mig algjör fagmaður.“Vildi minnka þreytu pokana Hann segir að svona meðferð eigi að eyða andlitslínum eða minnka til muna. „Þetta á að sparka hrukkum burt úr andlitinu og gera húðina unglegri og ferskari. Í mínu tilfelli vildi ég minnka aðeins þreytu pokana undir augunum á mér eftir mikið álag síðustu vikna og ég sá strax mun á mér eftir meðferðina og reyndar aðrir í kringum mig líka.“Heiðar rétt fyrir meðferð.Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú ákvaðst að fara í svona meðferð? „Eftir að hafa lesið mig til um þessa meðferð þá ákvað ég að prófa og taka augnsvæðið sérstaklega fyrir. Eins og ég sagði hér fyrr þá var ég á sjáanlega þreyttur í andlitinu eftir mikið andlegt álag, kviðslitsaðgerð sem gekk illa, álag í vinnu og svo framvegis þannig að ég ákvað að skella mér í svona meðferð og sé alls ekki eftir því. Pokarnir minnkuðu, augnsvæðið varð ferskara og ég einhvern veginn sjálfur ferskari í útliti eftir heimsóknina.“ Heiðar segist hafa liðið nokkuð vel strax eftir meðferðina.Full virkni eftir eina til tvær vikur „Þetta var nánast sársaukalaust með öllu, ég var stunginn með nál í andlitið á nokkrum stöðum og vöðvaslakandi efni sett í kinnarnar á mér og kinnbeinin sem dreifðist síðan eins og það átti að gera. Það kom eðlilega smá roði fyrst til að byrja með en á 1-2 dögum voru engin ummerki eftir í andlitinu á mér. Meðferðin náði síðan fullri virkni á 1-2 vikum.“ Hann segist mæla hiklaust með svona meðferð.Efninu er sprautað rétt undir augsvæðið.„Ég er ekki einn þeirra aðila sem pæli í hvað öðrum finnst, heldur læt bara vaða ef ég tel það rétta ákvörðun fyrir mig,“ segir heiðar. „Ég tók sénsinn og prófaði þetta og var svo sem ekkert hrópandi af húsþökum að ég ætlaði að fara í svona meðferð en eftir að árangurinn lét ekki á sér standa þá mæli ég með. Það eru til milljón og ein aðferð þarna úti til að reyna minnka andlitslínur og augnpokasvæði en þessi meðferð er sú sem hefur virkað best fyrir mig.“Er algengara en fólk heldur að karlmenn fari í svona? „Samkvæmt því sem ég heyrði á Húðlæknastöðinni eru karlmenn að fara í svona meðferðir en þeir/við erum ekkert að hafa hátt um það virðist vera. Ætli ótti við að gert sé grín að manni spili ekki stórt hlutverk þar inni þó að það sé auðvitað fáránlegt,“ segir Heiðar. „Ég fékk alveg pillur frá 1-2 manneskjum eftir þetta af því ég sýndi örstutt frá meðferðinni á Instagram hjá mér en þegar fólk sá árangurinn þá gat það lítið sagt. Snýst allt um hvernig þú sérð sjálfan þig. Ef þú ert að gera þetta fyrir þig til að þér líði vel þá skiptir álit annarra ekki máli. Í mínu tilfelli fannst mér ég þurfa á þessu að halda og ég er mjög ánægður með útkomuna.“ Lýtalækningar Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Ég fór í meðferð sem heitir á fræðimálinu Tear through en í stuttu máli er þessi meðferð til þess fallin að minnka djúpar andlitslínur og gera mann ferskari í útliti,“ segir útvarpsmaðurinn góðkunni Heiðar Austmann sem skellti sér í einskonar fegrunarmeðferð á dögunum. Heiðar starfar hjá K100 útvarpsstöðinni og var um árabil hjá FM957. Í umræddri meðferð er komið fyrir fylliefni undir augun. Heiðar segir að meðferðin hafi ekki beint verið sársaukafull. „Ég viðurkenni að það var ekkert sérstök tilfinning að horfa á manneskju stinga nál í andlitið á mér og svona nálægt augunum en merkilegt nokk þá var þetta minna vont en ég hélt. Hef aldrei verið neitt brjálæðislega hrifinn af nálum í gegnum tíðina en þetta reyndist sársaukaminna en ég hélt og konan sem sá um mig algjör fagmaður.“Vildi minnka þreytu pokana Hann segir að svona meðferð eigi að eyða andlitslínum eða minnka til muna. „Þetta á að sparka hrukkum burt úr andlitinu og gera húðina unglegri og ferskari. Í mínu tilfelli vildi ég minnka aðeins þreytu pokana undir augunum á mér eftir mikið álag síðustu vikna og ég sá strax mun á mér eftir meðferðina og reyndar aðrir í kringum mig líka.“Heiðar rétt fyrir meðferð.Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú ákvaðst að fara í svona meðferð? „Eftir að hafa lesið mig til um þessa meðferð þá ákvað ég að prófa og taka augnsvæðið sérstaklega fyrir. Eins og ég sagði hér fyrr þá var ég á sjáanlega þreyttur í andlitinu eftir mikið andlegt álag, kviðslitsaðgerð sem gekk illa, álag í vinnu og svo framvegis þannig að ég ákvað að skella mér í svona meðferð og sé alls ekki eftir því. Pokarnir minnkuðu, augnsvæðið varð ferskara og ég einhvern veginn sjálfur ferskari í útliti eftir heimsóknina.“ Heiðar segist hafa liðið nokkuð vel strax eftir meðferðina.Full virkni eftir eina til tvær vikur „Þetta var nánast sársaukalaust með öllu, ég var stunginn með nál í andlitið á nokkrum stöðum og vöðvaslakandi efni sett í kinnarnar á mér og kinnbeinin sem dreifðist síðan eins og það átti að gera. Það kom eðlilega smá roði fyrst til að byrja með en á 1-2 dögum voru engin ummerki eftir í andlitinu á mér. Meðferðin náði síðan fullri virkni á 1-2 vikum.“ Hann segist mæla hiklaust með svona meðferð.Efninu er sprautað rétt undir augsvæðið.„Ég er ekki einn þeirra aðila sem pæli í hvað öðrum finnst, heldur læt bara vaða ef ég tel það rétta ákvörðun fyrir mig,“ segir heiðar. „Ég tók sénsinn og prófaði þetta og var svo sem ekkert hrópandi af húsþökum að ég ætlaði að fara í svona meðferð en eftir að árangurinn lét ekki á sér standa þá mæli ég með. Það eru til milljón og ein aðferð þarna úti til að reyna minnka andlitslínur og augnpokasvæði en þessi meðferð er sú sem hefur virkað best fyrir mig.“Er algengara en fólk heldur að karlmenn fari í svona? „Samkvæmt því sem ég heyrði á Húðlæknastöðinni eru karlmenn að fara í svona meðferðir en þeir/við erum ekkert að hafa hátt um það virðist vera. Ætli ótti við að gert sé grín að manni spili ekki stórt hlutverk þar inni þó að það sé auðvitað fáránlegt,“ segir Heiðar. „Ég fékk alveg pillur frá 1-2 manneskjum eftir þetta af því ég sýndi örstutt frá meðferðinni á Instagram hjá mér en þegar fólk sá árangurinn þá gat það lítið sagt. Snýst allt um hvernig þú sérð sjálfan þig. Ef þú ert að gera þetta fyrir þig til að þér líði vel þá skiptir álit annarra ekki máli. Í mínu tilfelli fannst mér ég þurfa á þessu að halda og ég er mjög ánægður með útkomuna.“
Lýtalækningar Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira