Aflausn án innistæðu Sigríður Jónsdóttir skrifar 2. október 2019 11:00 Sjaldan má sjá leikara tala saman, heldur tala þeir til áhorfenda, segir í dómnum. Mynd/Steve Lorenz Húh! Best í heimi er byggt á sönnum sögum úr lífi leikaranna með það að leiðarljósi að skoða samfélagið út frá mannlegum brestum. Leikhópurinn RaTaTam, sem skoðað hefur ýmsa afkima samfélagsins síðustu misseri, frumsýndi sína þriðju sýningu í Borgarleikhúsinu síðasta föstudag. Hið persónulega er pólitískt og samskipti einstaklingsins við samfélagið skapar þjóð. Reynsluheimur einstaklingsins sem þátttakanda í þessari beygluðu væntingaveröld endurspeglar oftar en ekki bresti samfélagsins. Í leikskrá er einmitt gefið til kynna að sýningin fjalli um stærri samfélagsleg mál en Húh! snertir bara á yfirborði einstaklingsins í stað þess að kafa ofan í hyldýpið. Efniviður RaTaTam er hrár og áhugaverður, hér má finna persónulegar sögur af áföllum, skömm og grímunum sem við berum öll. Vandinn er að allar sögurnar hafa sama tón, framvindan er lítil, ferðalagið stutt og úrvinnslan engin. Í stað þess að frásagnir sýningarinnar hafi upphaf, miðju og endi er bara hækkað í tilfinningum í hverri senu fyrir sig. Húh! Best í heimi endar þannig á sama stað og það byrjaði. Handritið, skrifað af hópnum, virkar ekki. Hér er hvorki verið að draga úr mikilvægi frásagnanna né tilfinningalegu gildi þeirra heldur hvernig unnið er með þær. Charlotte, sem leikstýrir, nær ekki að setja saman heildarmynd úr þessari tilfinningalegu ringulreið. Samspil leikara fellur í skugga einstakra frásagna, sjaldan má sjá leikara tala saman, heldur tala þeir til áhorfenda. Halldóra og Hildur spila alltaf á sömu tilfinningalegu nóturnar þar sem stórar tilfinningar trompa þær hversdagslegu. Einstaka atriði kveikja þó líf, samspil Guðmundar og Alfreðs í söng um skömm virkar nokkuð vel. Saga Guðmundar af Saab-eltingarleiknum og ferðalag Alberts til Þýskalands standa líka upp úr. Eftir stendur Guðrún sem nær af og til að brjóta niður þennan bergmálsklefa stórra tilfinninga en stendur ávallt fyrir utan bæði leikhópinn og sýninguna. Litla svið Borgarleikhússins er kjörið fyrir tilraunir og leikmynd Þórunnar Maríu er gott dæmi um tækifærin sem rýmið býður upp á. En búningarnir bera sama óreiðukeim og sýningin sjálf. Formleg klæði í bland við retró íþróttaföt og pulsubúningur gefa sýningunni lítið. Tónlistin samin af hópnum í samvinnu við Helga Svavar á við sama vandamál að stríða; hún bætir litlu við, þó er öskurgrátur Alberts ágætlega útfærður. Myndbrotin sem má sjá fyrir ofan sviðið, hönnuð af Aroni Martin, þjóna hlutverki undirtexta en yfirleitt er notast við sama brandaraformið sem verður fljótt þreytt. Einnig er myndbandið í byrjun alveg á skjön við restina af sýningunni. Eðlilegt er að kátína sé kreist fram þegar leikarar á sviði dubba sig upp í litskrúðuga búninga eða dúndra fram óritskoðuðum hugsunum. En fjörið er fallvalt og jafnvel innantómt því breiddin er lítil. Að opna fyrir allar tilfinningar er ekki hið sama og einlægni eða vilji til að rannsaka sjálfið. Leiksýningar eiga að gefa, ekki einungis taka, áhorfendur eru ekki ílát fyrir hugleiðingar leikhópsins um lífið og tilveruna heldur verður leiklistarformið að skapa samtal þar á milli og sýningin að vekja fólk til umhugsunar. Hingað til hefur RaTaTam unnið með sögur og skáldskap frá öðrum, sett þær saman af alúð og framsett í forvitnilegum sýningum. Húh! Best í heimi skellir öllu á borðið; óskipulega, óritskoðað og á endanum óáhugavert.Niðurstaða: Húh! Best í heimi skortir formfestu, framvindu og úrvinnslu. Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Húh! Best í heimi er byggt á sönnum sögum úr lífi leikaranna með það að leiðarljósi að skoða samfélagið út frá mannlegum brestum. Leikhópurinn RaTaTam, sem skoðað hefur ýmsa afkima samfélagsins síðustu misseri, frumsýndi sína þriðju sýningu í Borgarleikhúsinu síðasta föstudag. Hið persónulega er pólitískt og samskipti einstaklingsins við samfélagið skapar þjóð. Reynsluheimur einstaklingsins sem þátttakanda í þessari beygluðu væntingaveröld endurspeglar oftar en ekki bresti samfélagsins. Í leikskrá er einmitt gefið til kynna að sýningin fjalli um stærri samfélagsleg mál en Húh! snertir bara á yfirborði einstaklingsins í stað þess að kafa ofan í hyldýpið. Efniviður RaTaTam er hrár og áhugaverður, hér má finna persónulegar sögur af áföllum, skömm og grímunum sem við berum öll. Vandinn er að allar sögurnar hafa sama tón, framvindan er lítil, ferðalagið stutt og úrvinnslan engin. Í stað þess að frásagnir sýningarinnar hafi upphaf, miðju og endi er bara hækkað í tilfinningum í hverri senu fyrir sig. Húh! Best í heimi endar þannig á sama stað og það byrjaði. Handritið, skrifað af hópnum, virkar ekki. Hér er hvorki verið að draga úr mikilvægi frásagnanna né tilfinningalegu gildi þeirra heldur hvernig unnið er með þær. Charlotte, sem leikstýrir, nær ekki að setja saman heildarmynd úr þessari tilfinningalegu ringulreið. Samspil leikara fellur í skugga einstakra frásagna, sjaldan má sjá leikara tala saman, heldur tala þeir til áhorfenda. Halldóra og Hildur spila alltaf á sömu tilfinningalegu nóturnar þar sem stórar tilfinningar trompa þær hversdagslegu. Einstaka atriði kveikja þó líf, samspil Guðmundar og Alfreðs í söng um skömm virkar nokkuð vel. Saga Guðmundar af Saab-eltingarleiknum og ferðalag Alberts til Þýskalands standa líka upp úr. Eftir stendur Guðrún sem nær af og til að brjóta niður þennan bergmálsklefa stórra tilfinninga en stendur ávallt fyrir utan bæði leikhópinn og sýninguna. Litla svið Borgarleikhússins er kjörið fyrir tilraunir og leikmynd Þórunnar Maríu er gott dæmi um tækifærin sem rýmið býður upp á. En búningarnir bera sama óreiðukeim og sýningin sjálf. Formleg klæði í bland við retró íþróttaföt og pulsubúningur gefa sýningunni lítið. Tónlistin samin af hópnum í samvinnu við Helga Svavar á við sama vandamál að stríða; hún bætir litlu við, þó er öskurgrátur Alberts ágætlega útfærður. Myndbrotin sem má sjá fyrir ofan sviðið, hönnuð af Aroni Martin, þjóna hlutverki undirtexta en yfirleitt er notast við sama brandaraformið sem verður fljótt þreytt. Einnig er myndbandið í byrjun alveg á skjön við restina af sýningunni. Eðlilegt er að kátína sé kreist fram þegar leikarar á sviði dubba sig upp í litskrúðuga búninga eða dúndra fram óritskoðuðum hugsunum. En fjörið er fallvalt og jafnvel innantómt því breiddin er lítil. Að opna fyrir allar tilfinningar er ekki hið sama og einlægni eða vilji til að rannsaka sjálfið. Leiksýningar eiga að gefa, ekki einungis taka, áhorfendur eru ekki ílát fyrir hugleiðingar leikhópsins um lífið og tilveruna heldur verður leiklistarformið að skapa samtal þar á milli og sýningin að vekja fólk til umhugsunar. Hingað til hefur RaTaTam unnið með sögur og skáldskap frá öðrum, sett þær saman af alúð og framsett í forvitnilegum sýningum. Húh! Best í heimi skellir öllu á borðið; óskipulega, óritskoðað og á endanum óáhugavert.Niðurstaða: Húh! Best í heimi skortir formfestu, framvindu og úrvinnslu.
Birtist í Fréttablaðinu Leikhús Menning Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira