Það er í blóði KR-inga að ætlast til að vinna titla Kristinn Páll Teitsson skrifar 1. október 2019 09:00 KR-ingar fagna Íslandsmeistaratitli. Fréttablaðið Samkvæmt árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna verða KR-ingar Íslandsmeistarar sjöunda árið í röð en spáin var opinberuð í gær. KR hefur haft heljartak á meistaratitlinum í karlaflokki undanfarin ár og unnið meistaratitilinn síðustu sex ár og níu sinnum á síðustu fjórtán árum. KR fékk vænan liðsstyrk í sumar þegar bræðurnir Jakob Örn og Matthías Orri Sigurðarson, Brynjar Þór Björnsson og Michael Craion komu aftur í KR. Pavel Ermolinskij er horfinn á braut og leikur með nágrannafélaginu Val í vetur en ljóst er að KR hefur á að skipa gríðarlega sterku liði sem er byggt upp af heimamönnum sem þekkja vart neitt annað en að taka á móti Íslandsmeistaratitli á vorin. „Það er í blóðinu í KR að ætlast til að vinna titla og við þekkjum ekkert annað. Þetta kemur í raun ekkert á óvart,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, aðspurður út í árlegu spána sem var birt í gær. „Það verða öll lið deildarinnar vel mönnuð sem er afleiðing Bosman-reglunnar. Það styrkir deildina svakalega, gæðin eru orðin meiri og um leið kröfurnar. Ég á ekki von á því að eitthvert eitt lið verði í sérflokki í vetur þó svo að umræðan sé svoleiðis,“ segir Ingi sem segir enn hungur í mönnum eftir sigurgöngu síðustu ára. „Það er mikið hungur í hópnum og metnaður fyrir því að ná í Íslandsmeistaratitilinn í vor. Það er auðvelt að detta í þægindaramma og gleyma sér en þessi leikmannahópur mun ekki leyfa því að gerast.“ Ef spáin rætist munu nýliðarnir í Þór Akureyri og Fjölnir kveðja deildina í vor eftir stutt stopp. Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Álftanes - KR | Ögurstund fyrir heimamenn? Í beinni: Stjarnan - Haukar | Toppur og botn en allt getur gerst Í beinni: Njarðvík - Höttur | Geta unnið fjórða í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Sjá meira
Samkvæmt árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna verða KR-ingar Íslandsmeistarar sjöunda árið í röð en spáin var opinberuð í gær. KR hefur haft heljartak á meistaratitlinum í karlaflokki undanfarin ár og unnið meistaratitilinn síðustu sex ár og níu sinnum á síðustu fjórtán árum. KR fékk vænan liðsstyrk í sumar þegar bræðurnir Jakob Örn og Matthías Orri Sigurðarson, Brynjar Þór Björnsson og Michael Craion komu aftur í KR. Pavel Ermolinskij er horfinn á braut og leikur með nágrannafélaginu Val í vetur en ljóst er að KR hefur á að skipa gríðarlega sterku liði sem er byggt upp af heimamönnum sem þekkja vart neitt annað en að taka á móti Íslandsmeistaratitli á vorin. „Það er í blóðinu í KR að ætlast til að vinna titla og við þekkjum ekkert annað. Þetta kemur í raun ekkert á óvart,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, aðspurður út í árlegu spána sem var birt í gær. „Það verða öll lið deildarinnar vel mönnuð sem er afleiðing Bosman-reglunnar. Það styrkir deildina svakalega, gæðin eru orðin meiri og um leið kröfurnar. Ég á ekki von á því að eitthvert eitt lið verði í sérflokki í vetur þó svo að umræðan sé svoleiðis,“ segir Ingi sem segir enn hungur í mönnum eftir sigurgöngu síðustu ára. „Það er mikið hungur í hópnum og metnaður fyrir því að ná í Íslandsmeistaratitilinn í vor. Það er auðvelt að detta í þægindaramma og gleyma sér en þessi leikmannahópur mun ekki leyfa því að gerast.“ Ef spáin rætist munu nýliðarnir í Þór Akureyri og Fjölnir kveðja deildina í vor eftir stutt stopp.
Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Toppleikur á Króknum Í beinni: Álftanes - KR | Ögurstund fyrir heimamenn? Í beinni: Stjarnan - Haukar | Toppur og botn en allt getur gerst Í beinni: Njarðvík - Höttur | Geta unnið fjórða í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Sjá meira