Ein skæðasta haustflugan í sumar Karl Lúðvíksson skrifar 5. október 2019 11:15 Autumn Hooker Það er alltaf svolítið sérstakt að upplifa að lax vilji taka eina flugu betur en aðra og þetta sést sérstaklega vel á haustinn. Undirritaður hefur verið iðinn við haustveiði síðustu 25 ár og framan af var það Rauður Frances á gylltum krók og Undertaker á gylltum krók, báðar í stærðum 16-18#, sem voru alltaf nokkuð öruggar undir og eftir því veiðnar. Þetta hefur aðeins breyst með árunum en ekki nema að því leiti að Rauði Francesinn hefur fengið hvíld. Í dag þegar ég hugsa um þær flugur sem ég veiði best á síðsumars og á haustinn er ég eiginlega bara að nota þrjár flugur. Ég var spurður af lesanda í sumar af hverju ég væri að ljóstra upp leyniflugunum og það er einfalt svar við því. Ég vill og vona að allir sem eyða tíma við árnar veiði vel og upplifi góða daga með veiðifélögum sínum og auðvitað veiði vel. Þannig að til að uppljóstra því hverjar þessar flugur sem ég nota mest eru þá er það ekki bara ég sem nota þær mikið. Það eru nokkuð margir í mínu vinamengi leiðsögumanna sem eiga þessar þrjár alltaf tilbúnar í boxinu og þar má telja leiðsögumenn sem eru við ár um allt land og við erum nokkuð sammála um að þessar þrjár þarftu að hnýta eða kaupa og eiga í boxinu fyrir næsta sumar nema þú eigir einhvern veiðitúr eftir. Þessar þrjár flugur eru Undertaker, Thunder and Lighting og síðast en ekki síst sú sem ég hef tekið smá ástfóstri við eftir magnaða veiði á hana í haust en það er Autumn Hooker flugan hans Nils Folmer. Það liggur við að segja að síðustu 14 dagana sem ég var við leiðsögn í Langá hafi mínar viðskiptavinir ekki notað annað og það veiddu allir mjög vel en Autumn Hooker fær smá meira lof því ég setti í þrjá stóra laxa á hana en landaði þó ekki nema einum en það var 12. sept í Kerstapafljóti í Langá þegar væn hrygna reif svo vel í hana að hún átti aldrei séns. Henni var sleppt að lokinni viðureign og afkvæmi hennar vonandi eftir 6 ár (þá vonandi líka 2 ára laxar) eiga eftir að taka jafnvel og þessi flotta hrygna. Stangveiði Mest lesið Pistill: Eldisfiskur veiðist um allt land Veiði Pistill: Stórvirk kvíaeldi hafa varanlega eyðilagt margar ár Veiði Hofsá ein af dómkirkjum stangveiðinnar Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Laxárdalurinn frábær áskorun í stóra urriða Veiði Klakveiði í Langadalsá og Hvannadalsá Veiði Döpur veiði seinniparts sumars í Krossá Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði 38 laxar á land í fyrsta hollinu í Hítará Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði
Það er alltaf svolítið sérstakt að upplifa að lax vilji taka eina flugu betur en aðra og þetta sést sérstaklega vel á haustinn. Undirritaður hefur verið iðinn við haustveiði síðustu 25 ár og framan af var það Rauður Frances á gylltum krók og Undertaker á gylltum krók, báðar í stærðum 16-18#, sem voru alltaf nokkuð öruggar undir og eftir því veiðnar. Þetta hefur aðeins breyst með árunum en ekki nema að því leiti að Rauði Francesinn hefur fengið hvíld. Í dag þegar ég hugsa um þær flugur sem ég veiði best á síðsumars og á haustinn er ég eiginlega bara að nota þrjár flugur. Ég var spurður af lesanda í sumar af hverju ég væri að ljóstra upp leyniflugunum og það er einfalt svar við því. Ég vill og vona að allir sem eyða tíma við árnar veiði vel og upplifi góða daga með veiðifélögum sínum og auðvitað veiði vel. Þannig að til að uppljóstra því hverjar þessar flugur sem ég nota mest eru þá er það ekki bara ég sem nota þær mikið. Það eru nokkuð margir í mínu vinamengi leiðsögumanna sem eiga þessar þrjár alltaf tilbúnar í boxinu og þar má telja leiðsögumenn sem eru við ár um allt land og við erum nokkuð sammála um að þessar þrjár þarftu að hnýta eða kaupa og eiga í boxinu fyrir næsta sumar nema þú eigir einhvern veiðitúr eftir. Þessar þrjár flugur eru Undertaker, Thunder and Lighting og síðast en ekki síst sú sem ég hef tekið smá ástfóstri við eftir magnaða veiði á hana í haust en það er Autumn Hooker flugan hans Nils Folmer. Það liggur við að segja að síðustu 14 dagana sem ég var við leiðsögn í Langá hafi mínar viðskiptavinir ekki notað annað og það veiddu allir mjög vel en Autumn Hooker fær smá meira lof því ég setti í þrjá stóra laxa á hana en landaði þó ekki nema einum en það var 12. sept í Kerstapafljóti í Langá þegar væn hrygna reif svo vel í hana að hún átti aldrei séns. Henni var sleppt að lokinni viðureign og afkvæmi hennar vonandi eftir 6 ár (þá vonandi líka 2 ára laxar) eiga eftir að taka jafnvel og þessi flotta hrygna.
Stangveiði Mest lesið Pistill: Eldisfiskur veiðist um allt land Veiði Pistill: Stórvirk kvíaeldi hafa varanlega eyðilagt margar ár Veiði Hofsá ein af dómkirkjum stangveiðinnar Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Laxárdalurinn frábær áskorun í stóra urriða Veiði Klakveiði í Langadalsá og Hvannadalsá Veiði Döpur veiði seinniparts sumars í Krossá Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði 38 laxar á land í fyrsta hollinu í Hítará Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði