Aðeins hitt eina konu með jákvæða líkamsímynd Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. október 2019 09:00 Erna Kristín leiðbeinir á fríu námskeiði og kennir konum að elska líkamann eins og hann er. Mynd/Guðrún Andrea Erna Kristín Stefánsdóttir ætlar að vera leiðbeinandi á námskeiði í jákvæðri líkamsímynd fyrir stúlkur og konur, sem kallast Lærum að elska líkama okkar, hér og nú. Námskeiðið er frítt en það er haldið af Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði og fer það fram fimmtudaginn 10. október næstkomandi. Erna Kristín er guðfræðingur að mennt og talskona fyrir jákvæða líkamsímynd en hún gaf út hvatningarbókina Fullkomlega ófullkomin á síðasta ári. „Ég tala um þetta á samfélagsmiðlum á hverjum einasta degi og það hjálpar fólki alveg ótrúlega mikið að koma og hitta mann þegar það er að taka fyrstu skrefin,“ segir Erna Kristín. Námskeiðið er haldið fyrir tvo aldursflokka, fyrir 13 til 17 ára frá 16:00-17:30 og fyrir 18 ára og eldri frá 18:00-19:30. Í kjölfarið ætlar Erna Kristín að bjóða upp á einkaviðtöl, þátttakendum námskeiðsins að kostnaðarlausu. „Það eru ekkert allir sem tengja við hugtakið jákvæð líkamsímynd, eru bara á þeim stað í lífinu að það er erfitt að taka skrefin. Það sem ég býð upp á núna er að fólk getur skráð sig í viðtalstíma, aðeins persónulegri einstaklingstíma þar sem ég get farið aðeins dýpra inn í aðstæðurnar hjá hverjum og einum. Ég er búin með embættispróf í guðfræði og vildi vera búin að klára það áður en ég færi að bjóða upp á viðtalstíma.“Bara hitt eina konu með jákvæða líkamsímynd Hún segir að þetta séu hálfgerð sálgæsluviðtöl í rauninni. Erna Kristín segir að því miður sé allt of algengt að konur eigi í vandræðum með jákvæða líkamsímynd. „Eftir að ég byrjaði að tjá mig svona mikið á samfélagsmiðlum, þá hefur ekki ein kona sent á mig skilaboð sem er með jákvæða líkamsímynd, sem er bara rosalega sorgleg staðreynd og í rauninni er bara ógnvekjandi. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá hef ég einu sinni hitt eina konu í gegnum allt mitt líf sem hefur sagt að hún hafi alltaf verið ánægð með sig. Það eru bara orð sem ég hafði aldrei heyrt komandi frá konu áður. Það á náttúrulega að vera öfugt. Við eigum náttúrulega að vera hissa ef að við heyrum að einhver sé ekki ánægður með sig, heldur en öfugt.“ Erna Kristín hefur síðustu mánuði haldið námskeið í skólum, félagsmiðstöðvum, bókasöfnum og víðar og frætt fólk um jákvæða líkamsímynd. Var hún tilnefnd sem Frammúrskarandi ungur Íslendingur fyrr á þessu ári fyrir framtak sitt. Læra að endurforrita hugann „Ég er náttúrulega að halda fyrirlestra hér og þar en ég hef aldrei verið með svona námskeið. Þetta er í rauninni lengra og við förum aðeins dýpra. Ég var svo heppin að Ástjarnarkirkja er að halda þetta fyrir mig þannig að ég get verið með þetta frítt. Það er ekkert endilega þannig að það verði alltaf í boði og þess vegna vil ég endilega hvetja fólk til að nýta sér það, þó að það þurfi að keyra alla leið niður á velli í Hafnarfirði, þá er þetta samt frítt.“ Á námskeiðinu verður farið yfir líkamsvirðingu, sjálfsmyndina, óraunhæfar staðalímyndir og skrefin sem færa okkur nær jákvæðri líkamsímynd. „Markmiðið er að gefa fólki verkfæri til að takast á við neikvæða líkamsímynd, óraunhæfar staðalímyndir og læra að endurforrita hugann með breyttu viðhorfi til líkamans eins og hann lítur út, hér og nú,“ segir í lýsingu á námskeiðinu. Námskeiðið er að þessu sinni aðeins fyrir stúlkur og konur. „Þetta námskeið er tileinkað konum en ég vona að ég fái síðar rými til þess að hafa námskeið fyrir alla.“ Hún segir að það hafi verið ótrúlega lærdómsríkt að halda fyrirlestrana og er þakklát fyrir að fá tækifærið til þess að halda þetta námskeið. „Mér finnst eldri hópurinn vera með miklu mótaðri pælingar og miklu meiri fitufordóma en yngri kynslóðin í rauninni. Sem er kannski ekkert óeðlilegt miðað við samfélagið sem við búum í. Kannski væri hægt að útskýra þetta frekar fitufordómar með fituhræðslu, þessi ótti við að bæta á sig og missa alla verðleika í lífinu, þegar kemur að því að bæta á sig.“ View this post on InstagramA post shared by (@ernuland) on Sep 11, 2019 at 9:38am PDTHeilbrigði óháð þyngd Þetta málefni stendur Ernu Kristínu mjög nærri en hún barðist sjálf við átröskun fyrir nokkrum árum. „Þegar ég var mjög veik með búlimíu, var ég tilbúin til þess að vera frekar lasin en að bæta á mig því þá sá ég fyrst fyrir mér að ég yrði einskis virði. Því þannig er manni kennt, þannig horfum við á feitt fólk. Það er klikkað að hugsa til þess að ég hefði frekar viljað vera lasin í stað fyrir að bæta á mig.“ Erna Kristín þjáðist af átröskun sem versnaði mikið þegar hún var 18 ára gömul eftir að henni var nauðgað. Í viðtali við Ísland í dag fyrr á þessu ári sagði hún að í kjölfarið hafi tekið við erfið ár, en þegar hún varð ólétt 23 ára gömul tókst Ernu að koma böndum á átröskunina að einhverju leyti. Hún segir hana þó alltaf krauma undir niðri og mikilvægt sé að huga að andlegri heilsu og jákvæðri líkamsímynd á hverjum degi. „Týpískasti misskilningurinn frá eldri kynslóðinni er að upp að vissu marki sé jákvæð líkasímynd að boða óheilbrigði. En ég held að enginn leiti í heilbrigði fyrr en hann fer að elska sjálfan sig. Þá er ég að meina heilbrigt heilbrigði, engar öfgar.“ Sjálf segist hún hafa haldið að hún væri mjög heilbrigð þegar hún var bara að borða kál og að svelta sig, aðeins 18 ára gömul og vissi ekki betur. „Maður þvingar engan í heilbrigði, maður þarf frekar að lyfta fólki upp og gefa því rými til að elska sig og þá er líklegra að það leiti í heilbrigði, þá á ég við algjörlega óháð því hvort það er í, undir eða yfir kjörþyngd. Því fólk er ekkert bara óheilbrigt ef það er yfir kjörþyngd, fólk getur verið óheilbrigt í hvaða þyngd sem er. Það eru í rauninni fordómarnir sem við erum að reyna að horfa í gegnum út af því að okkur hefur alltaf verið kennt að ef þú ert óheilbrigður ef þú ert yfir kjörþyngd og rest sleppur bara. Erna Kristín var í veikindum sínum aldrei spurð hvort henni liði vel eða hvort hún væri óheilbrigð. „Því að í þessu samhengi leit ég út fyrir marga fyrir að vera mjög heilbrigð. Bara af því að líkaminn minn var í ákveðnu formi sem var samþykkt. Þá var það bara gefið að ég væri heilbrigð en á sama tíma þá gat ég ekki einu sinni vaknað á morgnanna því að ég var svo óheilbrigð. Svo á ég vinkonur sem eru feitar og þær eru að stunda líkamsrækt alla daga, þær myndu örugglega rústa mér í hverri einustu fjallgöngu en það er samt búið að gefa þeim það að þær séu örugglega óheilbrigðar og óskipulagðar, fyrst að þær eru svona feitar.“ Börnin viskusprengjur Hún segir að það sé dásamlegt að halda fyrirlestra fyrir unga fólkið, því þau séu klárasta fólkið sem hún kynnist. Oft læri hún því sjálf ýmislegt þegar hún heldur fyrirlestra í skólum. „Þau eru bara komin miklu framar en ég,“ segir Erna Kristín og hlær. „Þau segja bara hluti eins og „já ég veit, allir eiga að fá sitt rými, allir eru fallegir.“ Oft hugsa ég bara hvað er ég að gera hérna? Þið eruð bara alveg með þetta á hreinu. Þau eru bara rosalega opin, þau eru miklu opnari en ég var þegar ég var barn. Þau eru miklu opnari fyrir geðsjúkdómum, forréttindum mannfólksins í rauninni. Það er alveg magnað, þau eru algjörar viskusprengjur.“ Erna Kristín segir að þó að börnin viti ýmislegt þá sé oft gott að heyra einhvern eldri segja þetta líka. „Þegar við vorum börn þá fengum við aldrei að heyra frá neinum eldri að þetta væri í lagi, það var engin eldri rödd að segja „Hey þú mátt alveg elska þig þótt að þú sért með bumbu. Þú getur alveg gert það sem þú vilt þó að þú sért með þennan líkama, þú þarft ekki að breyta þér til að gera það sem þú elskar.“ Það var enginn að segja þetta, það voru allir í sama vítahringnum að elta einhverjar staðalímyndir sem voru tilbúningur af samfélaginu og markaðinum.“ View this post on InstagramLíkaminn breytist með tíð & tíma framm & aftur. Bara ef við getum hætt að elta hugsanir eins og : “ Eftir 5kg er þetta komið.....bara aðeins meira....aðeins meira.....aaaaaaaðeins meira” Það er frelsi handan við hornið......það er ekkert sætara en að komast þangað & ÞÚ getur það ! Á öllum myndunum er èg “worth it” Mynd 1 : Ofþjálfun og átröskun Mynd 2 : Nýbökuð móðir...hræddari en allt að verða sú sem hún var áður Mynd 3 : rembast við að halda mèr frá átröskun Mynd 4 : Frjáls Èg komst ekki þangað í hausnum að upplifa mig frjálsa fyrr en èg fór að bera virðingu fyrir öllum þeim formum sem líkaminn minn kom í. Èg lærði að bera virðingu líka fyrir “fyrir” myndinni. Þrátt fyrir að tímabilið var aðeins toxic hugsanir og niðurbrot....þá er það samt mynd af líkamanum sem hèlt mér uppi og mun fylgja mér til enda. Það er svo mikilvægt að læra að bera virðingu fyrir líkamanum eins og hann var eitt sinn. Ekki setja það upp sem niðurlægingu þar sem líkaminn á “fyrri” myndinni er ekki “worth it”....verum með líkamanum okkar í liði, no matter what shape it turns in to! Því það mun halda áfram að breytast, framm og aftur alla okkar tíð A post shared by (@ernuland) on Aug 31, 2019 at 11:49am PDTÖll undursamlega sköpuð Erna Kristín segir mikilvægt að mæta hópnum sem hún er að hitta og aðlagar því fyrirlestra sína eftir aðstæðum hverju sinni. „Það fer mikið eftir því hvert ég er að mæta, það skiptir alveg máli hvaða hóp ég er að tala við. Ég tala til dæmis um sköpunina, hvað við erum öll undursamlega sköpuð,“ svarar Erna Kristín aðspurð hvort trúin spili eitthvað hlutverk í hennar fyrirlestrum. „Ef ég er með fyrirlestur í kirkju fyrir krakkana í æskulýðsstarfinu þá kem ég með trúnna miklu meira inn í fyrirlesturinn. En svo er ég bara alltaf samkvæm sjálfri mér, ég er sjálf mjög trúuð og það getur vel verið að það tvinnist þarna ómeðvitað með í tali.“ Hún segir mikilvægt að huga vel að því við hvern hún er að tala og valdi þess vegna að skipta námskeiðinu upp í tvo aldurshópa. Með námskeiðinu ætlar hún að gefa fólki grunninn sem kemur því af stað í sinni vegferð í átt að jákvæðri líkamsímynd. „Markmiðinu væri í rauninni náð hjá mér ef að einstaklingarnir geta í rauninni farið út í lífið með einhver verkfæri til að beita bæði gegn neikvæðum skilaboðum samfélagsins og til að halda áfram að efla sína jákvæðu líkamsímynd. Í rauninni þarftu bara nokkur verkfæri til að byrja.“ Erna Kristín segir að oft séu fyrstu skrefin þau þyngstu og erfiðustu. „Núna skal ég elska mig þó að ég hafi aldrei gert það áður. Það er miklu auðveldara að sleppa því en að byrja.“Í forréttindastöðu vegna eigin þyngdar Hún segist mjög meðvituð um að þegar hún er að læra að elska sjálfa sig fái hún mikinn meðbyr og samfélagið sé nú þegar búið að samþykkja hana. Sem séu forréttindi sem ekki allar konur hafi og því þurfi að passa betur að gefa öllum rými í umræðunni, óháð holdafari. „Ég myndi segja að ég sé búin að vera mjög heppin og er ekki búin að mæta miklu mótlæti. Það er náttúrulega hluti af mínum forréttindum að mæta ekki mótlæti. Ég er hvít kona í forréttindastöðu, sem hefur aldrei farið yfir kjörþyngd. Aðrar konur í samfélaginu sem eru feitar og eru að taka þessa umræðu, fá ekki þennan meðbyr sem ég er að fá. Það er hluti af þessum fitufordómum, þeim er sagt að fara bara í ræktina og hætta þessu væli á meðan mér er klappað, er heiðruð og fæ allar þakkir í heiminum.“ Það er henni mikilvægt að fólk átti sig á þessu. „Því eins og Tara Vilhjálmsdóttir, hún tekur oft umræðuna og hún er oftast nær skotin niður.“ Erna Kristín segir að það séu fitufordómar sem valdi því að fólk heyri það sem hún segir, en hafi kannski ekki tekið mark á feitari einstakling að segja það nákvæmlega sama. „Það er er engin skömm að viðurkenna það, en mér finnst skömm að gera ekkert í því, það er skömm að halda ekki áfram að fræða sig og gera betur.“ Nánar má lesa um námskeiðið hér. Heilbrigðismál Viðtal Tengdar fréttir „Byrjaði að æla eftir að mér var nauðgað átján ára“ "Ég náði að fela þetta fyrir öllum nema manninum mínum. Við bjuggum náttúrulega saman þannig að augljóslega var þetta orðið svolítið áberandi. Ég var hætt að geta vaknað á morgnana og sinnt deginum. Ég svaf bara 24/7 eiginlega.“ 22. janúar 2019 16:00 Topp tíu framúrskarandi ungir Íslendingar 2019 Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar eru veitt árlega af JCI á Íslandi en samtökin eru um þessar mundir að veita verðlaunin í 18. skiptið. 28. ágúst 2019 11:00 Borðaði lítið sem ekkert, æfði rosalega mikið og fór síðan í átlotur sem skiluðu sér í klósettið Erna Kristín Stefánsdóttir barðist við átraskun áður en hún varð móðir og segir að staðlar samfélagsins þegar kemur að útliti og fegurð séu langt frá því að vera í lagi. 23. september 2017 17:00 „Hef fengið að heyra að ég sé ekki nógu feit fyrir umræðuna“ Erna Kristín Stefánsdóttir er 27 ára gamall prestnemi og áhrifavaldur. Jákvæð líkamsímynd er í forgrunni á miðlum Ernu, enda þekkir hún hið gagnstæða alltof vel. 23. janúar 2019 14:30 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Erna Kristín Stefánsdóttir ætlar að vera leiðbeinandi á námskeiði í jákvæðri líkamsímynd fyrir stúlkur og konur, sem kallast Lærum að elska líkama okkar, hér og nú. Námskeiðið er frítt en það er haldið af Ástjarnarkirkju í Hafnarfirði og fer það fram fimmtudaginn 10. október næstkomandi. Erna Kristín er guðfræðingur að mennt og talskona fyrir jákvæða líkamsímynd en hún gaf út hvatningarbókina Fullkomlega ófullkomin á síðasta ári. „Ég tala um þetta á samfélagsmiðlum á hverjum einasta degi og það hjálpar fólki alveg ótrúlega mikið að koma og hitta mann þegar það er að taka fyrstu skrefin,“ segir Erna Kristín. Námskeiðið er haldið fyrir tvo aldursflokka, fyrir 13 til 17 ára frá 16:00-17:30 og fyrir 18 ára og eldri frá 18:00-19:30. Í kjölfarið ætlar Erna Kristín að bjóða upp á einkaviðtöl, þátttakendum námskeiðsins að kostnaðarlausu. „Það eru ekkert allir sem tengja við hugtakið jákvæð líkamsímynd, eru bara á þeim stað í lífinu að það er erfitt að taka skrefin. Það sem ég býð upp á núna er að fólk getur skráð sig í viðtalstíma, aðeins persónulegri einstaklingstíma þar sem ég get farið aðeins dýpra inn í aðstæðurnar hjá hverjum og einum. Ég er búin með embættispróf í guðfræði og vildi vera búin að klára það áður en ég færi að bjóða upp á viðtalstíma.“Bara hitt eina konu með jákvæða líkamsímynd Hún segir að þetta séu hálfgerð sálgæsluviðtöl í rauninni. Erna Kristín segir að því miður sé allt of algengt að konur eigi í vandræðum með jákvæða líkamsímynd. „Eftir að ég byrjaði að tjá mig svona mikið á samfélagsmiðlum, þá hefur ekki ein kona sent á mig skilaboð sem er með jákvæða líkamsímynd, sem er bara rosalega sorgleg staðreynd og í rauninni er bara ógnvekjandi. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá hef ég einu sinni hitt eina konu í gegnum allt mitt líf sem hefur sagt að hún hafi alltaf verið ánægð með sig. Það eru bara orð sem ég hafði aldrei heyrt komandi frá konu áður. Það á náttúrulega að vera öfugt. Við eigum náttúrulega að vera hissa ef að við heyrum að einhver sé ekki ánægður með sig, heldur en öfugt.“ Erna Kristín hefur síðustu mánuði haldið námskeið í skólum, félagsmiðstöðvum, bókasöfnum og víðar og frætt fólk um jákvæða líkamsímynd. Var hún tilnefnd sem Frammúrskarandi ungur Íslendingur fyrr á þessu ári fyrir framtak sitt. Læra að endurforrita hugann „Ég er náttúrulega að halda fyrirlestra hér og þar en ég hef aldrei verið með svona námskeið. Þetta er í rauninni lengra og við förum aðeins dýpra. Ég var svo heppin að Ástjarnarkirkja er að halda þetta fyrir mig þannig að ég get verið með þetta frítt. Það er ekkert endilega þannig að það verði alltaf í boði og þess vegna vil ég endilega hvetja fólk til að nýta sér það, þó að það þurfi að keyra alla leið niður á velli í Hafnarfirði, þá er þetta samt frítt.“ Á námskeiðinu verður farið yfir líkamsvirðingu, sjálfsmyndina, óraunhæfar staðalímyndir og skrefin sem færa okkur nær jákvæðri líkamsímynd. „Markmiðið er að gefa fólki verkfæri til að takast á við neikvæða líkamsímynd, óraunhæfar staðalímyndir og læra að endurforrita hugann með breyttu viðhorfi til líkamans eins og hann lítur út, hér og nú,“ segir í lýsingu á námskeiðinu. Námskeiðið er að þessu sinni aðeins fyrir stúlkur og konur. „Þetta námskeið er tileinkað konum en ég vona að ég fái síðar rými til þess að hafa námskeið fyrir alla.“ Hún segir að það hafi verið ótrúlega lærdómsríkt að halda fyrirlestrana og er þakklát fyrir að fá tækifærið til þess að halda þetta námskeið. „Mér finnst eldri hópurinn vera með miklu mótaðri pælingar og miklu meiri fitufordóma en yngri kynslóðin í rauninni. Sem er kannski ekkert óeðlilegt miðað við samfélagið sem við búum í. Kannski væri hægt að útskýra þetta frekar fitufordómar með fituhræðslu, þessi ótti við að bæta á sig og missa alla verðleika í lífinu, þegar kemur að því að bæta á sig.“ View this post on InstagramA post shared by (@ernuland) on Sep 11, 2019 at 9:38am PDTHeilbrigði óháð þyngd Þetta málefni stendur Ernu Kristínu mjög nærri en hún barðist sjálf við átröskun fyrir nokkrum árum. „Þegar ég var mjög veik með búlimíu, var ég tilbúin til þess að vera frekar lasin en að bæta á mig því þá sá ég fyrst fyrir mér að ég yrði einskis virði. Því þannig er manni kennt, þannig horfum við á feitt fólk. Það er klikkað að hugsa til þess að ég hefði frekar viljað vera lasin í stað fyrir að bæta á mig.“ Erna Kristín þjáðist af átröskun sem versnaði mikið þegar hún var 18 ára gömul eftir að henni var nauðgað. Í viðtali við Ísland í dag fyrr á þessu ári sagði hún að í kjölfarið hafi tekið við erfið ár, en þegar hún varð ólétt 23 ára gömul tókst Ernu að koma böndum á átröskunina að einhverju leyti. Hún segir hana þó alltaf krauma undir niðri og mikilvægt sé að huga að andlegri heilsu og jákvæðri líkamsímynd á hverjum degi. „Týpískasti misskilningurinn frá eldri kynslóðinni er að upp að vissu marki sé jákvæð líkasímynd að boða óheilbrigði. En ég held að enginn leiti í heilbrigði fyrr en hann fer að elska sjálfan sig. Þá er ég að meina heilbrigt heilbrigði, engar öfgar.“ Sjálf segist hún hafa haldið að hún væri mjög heilbrigð þegar hún var bara að borða kál og að svelta sig, aðeins 18 ára gömul og vissi ekki betur. „Maður þvingar engan í heilbrigði, maður þarf frekar að lyfta fólki upp og gefa því rými til að elska sig og þá er líklegra að það leiti í heilbrigði, þá á ég við algjörlega óháð því hvort það er í, undir eða yfir kjörþyngd. Því fólk er ekkert bara óheilbrigt ef það er yfir kjörþyngd, fólk getur verið óheilbrigt í hvaða þyngd sem er. Það eru í rauninni fordómarnir sem við erum að reyna að horfa í gegnum út af því að okkur hefur alltaf verið kennt að ef þú ert óheilbrigður ef þú ert yfir kjörþyngd og rest sleppur bara. Erna Kristín var í veikindum sínum aldrei spurð hvort henni liði vel eða hvort hún væri óheilbrigð. „Því að í þessu samhengi leit ég út fyrir marga fyrir að vera mjög heilbrigð. Bara af því að líkaminn minn var í ákveðnu formi sem var samþykkt. Þá var það bara gefið að ég væri heilbrigð en á sama tíma þá gat ég ekki einu sinni vaknað á morgnanna því að ég var svo óheilbrigð. Svo á ég vinkonur sem eru feitar og þær eru að stunda líkamsrækt alla daga, þær myndu örugglega rústa mér í hverri einustu fjallgöngu en það er samt búið að gefa þeim það að þær séu örugglega óheilbrigðar og óskipulagðar, fyrst að þær eru svona feitar.“ Börnin viskusprengjur Hún segir að það sé dásamlegt að halda fyrirlestra fyrir unga fólkið, því þau séu klárasta fólkið sem hún kynnist. Oft læri hún því sjálf ýmislegt þegar hún heldur fyrirlestra í skólum. „Þau eru bara komin miklu framar en ég,“ segir Erna Kristín og hlær. „Þau segja bara hluti eins og „já ég veit, allir eiga að fá sitt rými, allir eru fallegir.“ Oft hugsa ég bara hvað er ég að gera hérna? Þið eruð bara alveg með þetta á hreinu. Þau eru bara rosalega opin, þau eru miklu opnari en ég var þegar ég var barn. Þau eru miklu opnari fyrir geðsjúkdómum, forréttindum mannfólksins í rauninni. Það er alveg magnað, þau eru algjörar viskusprengjur.“ Erna Kristín segir að þó að börnin viti ýmislegt þá sé oft gott að heyra einhvern eldri segja þetta líka. „Þegar við vorum börn þá fengum við aldrei að heyra frá neinum eldri að þetta væri í lagi, það var engin eldri rödd að segja „Hey þú mátt alveg elska þig þótt að þú sért með bumbu. Þú getur alveg gert það sem þú vilt þó að þú sért með þennan líkama, þú þarft ekki að breyta þér til að gera það sem þú elskar.“ Það var enginn að segja þetta, það voru allir í sama vítahringnum að elta einhverjar staðalímyndir sem voru tilbúningur af samfélaginu og markaðinum.“ View this post on InstagramLíkaminn breytist með tíð & tíma framm & aftur. Bara ef við getum hætt að elta hugsanir eins og : “ Eftir 5kg er þetta komið.....bara aðeins meira....aðeins meira.....aaaaaaaðeins meira” Það er frelsi handan við hornið......það er ekkert sætara en að komast þangað & ÞÚ getur það ! Á öllum myndunum er èg “worth it” Mynd 1 : Ofþjálfun og átröskun Mynd 2 : Nýbökuð móðir...hræddari en allt að verða sú sem hún var áður Mynd 3 : rembast við að halda mèr frá átröskun Mynd 4 : Frjáls Èg komst ekki þangað í hausnum að upplifa mig frjálsa fyrr en èg fór að bera virðingu fyrir öllum þeim formum sem líkaminn minn kom í. Èg lærði að bera virðingu líka fyrir “fyrir” myndinni. Þrátt fyrir að tímabilið var aðeins toxic hugsanir og niðurbrot....þá er það samt mynd af líkamanum sem hèlt mér uppi og mun fylgja mér til enda. Það er svo mikilvægt að læra að bera virðingu fyrir líkamanum eins og hann var eitt sinn. Ekki setja það upp sem niðurlægingu þar sem líkaminn á “fyrri” myndinni er ekki “worth it”....verum með líkamanum okkar í liði, no matter what shape it turns in to! Því það mun halda áfram að breytast, framm og aftur alla okkar tíð A post shared by (@ernuland) on Aug 31, 2019 at 11:49am PDTÖll undursamlega sköpuð Erna Kristín segir mikilvægt að mæta hópnum sem hún er að hitta og aðlagar því fyrirlestra sína eftir aðstæðum hverju sinni. „Það fer mikið eftir því hvert ég er að mæta, það skiptir alveg máli hvaða hóp ég er að tala við. Ég tala til dæmis um sköpunina, hvað við erum öll undursamlega sköpuð,“ svarar Erna Kristín aðspurð hvort trúin spili eitthvað hlutverk í hennar fyrirlestrum. „Ef ég er með fyrirlestur í kirkju fyrir krakkana í æskulýðsstarfinu þá kem ég með trúnna miklu meira inn í fyrirlesturinn. En svo er ég bara alltaf samkvæm sjálfri mér, ég er sjálf mjög trúuð og það getur vel verið að það tvinnist þarna ómeðvitað með í tali.“ Hún segir mikilvægt að huga vel að því við hvern hún er að tala og valdi þess vegna að skipta námskeiðinu upp í tvo aldurshópa. Með námskeiðinu ætlar hún að gefa fólki grunninn sem kemur því af stað í sinni vegferð í átt að jákvæðri líkamsímynd. „Markmiðinu væri í rauninni náð hjá mér ef að einstaklingarnir geta í rauninni farið út í lífið með einhver verkfæri til að beita bæði gegn neikvæðum skilaboðum samfélagsins og til að halda áfram að efla sína jákvæðu líkamsímynd. Í rauninni þarftu bara nokkur verkfæri til að byrja.“ Erna Kristín segir að oft séu fyrstu skrefin þau þyngstu og erfiðustu. „Núna skal ég elska mig þó að ég hafi aldrei gert það áður. Það er miklu auðveldara að sleppa því en að byrja.“Í forréttindastöðu vegna eigin þyngdar Hún segist mjög meðvituð um að þegar hún er að læra að elska sjálfa sig fái hún mikinn meðbyr og samfélagið sé nú þegar búið að samþykkja hana. Sem séu forréttindi sem ekki allar konur hafi og því þurfi að passa betur að gefa öllum rými í umræðunni, óháð holdafari. „Ég myndi segja að ég sé búin að vera mjög heppin og er ekki búin að mæta miklu mótlæti. Það er náttúrulega hluti af mínum forréttindum að mæta ekki mótlæti. Ég er hvít kona í forréttindastöðu, sem hefur aldrei farið yfir kjörþyngd. Aðrar konur í samfélaginu sem eru feitar og eru að taka þessa umræðu, fá ekki þennan meðbyr sem ég er að fá. Það er hluti af þessum fitufordómum, þeim er sagt að fara bara í ræktina og hætta þessu væli á meðan mér er klappað, er heiðruð og fæ allar þakkir í heiminum.“ Það er henni mikilvægt að fólk átti sig á þessu. „Því eins og Tara Vilhjálmsdóttir, hún tekur oft umræðuna og hún er oftast nær skotin niður.“ Erna Kristín segir að það séu fitufordómar sem valdi því að fólk heyri það sem hún segir, en hafi kannski ekki tekið mark á feitari einstakling að segja það nákvæmlega sama. „Það er er engin skömm að viðurkenna það, en mér finnst skömm að gera ekkert í því, það er skömm að halda ekki áfram að fræða sig og gera betur.“ Nánar má lesa um námskeiðið hér.
Heilbrigðismál Viðtal Tengdar fréttir „Byrjaði að æla eftir að mér var nauðgað átján ára“ "Ég náði að fela þetta fyrir öllum nema manninum mínum. Við bjuggum náttúrulega saman þannig að augljóslega var þetta orðið svolítið áberandi. Ég var hætt að geta vaknað á morgnana og sinnt deginum. Ég svaf bara 24/7 eiginlega.“ 22. janúar 2019 16:00 Topp tíu framúrskarandi ungir Íslendingar 2019 Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar eru veitt árlega af JCI á Íslandi en samtökin eru um þessar mundir að veita verðlaunin í 18. skiptið. 28. ágúst 2019 11:00 Borðaði lítið sem ekkert, æfði rosalega mikið og fór síðan í átlotur sem skiluðu sér í klósettið Erna Kristín Stefánsdóttir barðist við átraskun áður en hún varð móðir og segir að staðlar samfélagsins þegar kemur að útliti og fegurð séu langt frá því að vera í lagi. 23. september 2017 17:00 „Hef fengið að heyra að ég sé ekki nógu feit fyrir umræðuna“ Erna Kristín Stefánsdóttir er 27 ára gamall prestnemi og áhrifavaldur. Jákvæð líkamsímynd er í forgrunni á miðlum Ernu, enda þekkir hún hið gagnstæða alltof vel. 23. janúar 2019 14:30 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
„Byrjaði að æla eftir að mér var nauðgað átján ára“ "Ég náði að fela þetta fyrir öllum nema manninum mínum. Við bjuggum náttúrulega saman þannig að augljóslega var þetta orðið svolítið áberandi. Ég var hætt að geta vaknað á morgnana og sinnt deginum. Ég svaf bara 24/7 eiginlega.“ 22. janúar 2019 16:00
Topp tíu framúrskarandi ungir Íslendingar 2019 Verðlaunin Framúrskarandi ungir Íslendingar eru veitt árlega af JCI á Íslandi en samtökin eru um þessar mundir að veita verðlaunin í 18. skiptið. 28. ágúst 2019 11:00
Borðaði lítið sem ekkert, æfði rosalega mikið og fór síðan í átlotur sem skiluðu sér í klósettið Erna Kristín Stefánsdóttir barðist við átraskun áður en hún varð móðir og segir að staðlar samfélagsins þegar kemur að útliti og fegurð séu langt frá því að vera í lagi. 23. september 2017 17:00
„Hef fengið að heyra að ég sé ekki nógu feit fyrir umræðuna“ Erna Kristín Stefánsdóttir er 27 ára gamall prestnemi og áhrifavaldur. Jákvæð líkamsímynd er í forgrunni á miðlum Ernu, enda þekkir hún hið gagnstæða alltof vel. 23. janúar 2019 14:30