Rafbílar skulu gefa frá sér hljóð Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 8. október 2019 14:00 Rafbílar og tvinnbílar verða að gefa frá sér hljóð. Vísir/Vilhelm Rafbílar og tvinnbílar verða að gefa frá sér hljóð þegar þeim er ekið hægar en á 20 km/klst og þegar þeim er bakkað. Á meiri hraða þykir hávaði frá hjólbörðum og vindhljóð nægja til að gera öðrum vegfarendum viðvart. Upphaf þessara krafna má rekja aftur til 2010. Fyrstu reglurnar voru skrifaðar 2016. Framleiðendur rafbíla fengu upphaflega frest til 1.júlí á þessu ári til að tryggja að bílar þeirra fylgdu hávaðastöðlum. Þessar reglur hafa verið innleiddar í íslenska löggjöf með innleiðingu reglugerðar Evrópuþingsins og Ráðsins (ESB) nr. 540/2014 um hljóðstig vélknúinna ökutækja og hljóðdeyfakerfi. Lesa má reglugerðina á íslensku hér. Skammt er í að prófað verði hvort hljóðviðvörunarkerfin virki þegar raf- og tvinnbílar koma til skoðunar á skoðunarstöðum samkvæmt Þórhildi Elínardóttur, samskiptastjóra Samgöngustofu.Þórhildur Elín Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu.Vísir/ÞÞNokkrir framleiðendur hafa þegar hafið innleiðingu á þessum reglum í sína bíla. Mitsubishi Outlander til að mynda gerir meira úr hljóðum rafmagnsmótorsins en þyrfti. Mercedes AMG hefur unnið með rokkhljómsveitinni Linkin Park til að búa til auðkennandi hljóð fyrir sportbíla sína. Porsche Taycan getur fyrir um 500 Bandaríkjadali, jafnvirði um sextíu þúsund íslenskra króna framleitt hljóð sem er eins og frá eldsneytismótor. Nissan hefur þróað viðvörunarkerfi sem kallað er Canto til að tryggja að vegfarendur heyri Nissan bíla koma. Bílar Umferðaröryggi Tengdar fréttir Ferðuðust hringinn á rafmagni einu saman Svanhildur Hólm Valsdóttir og eiginmaður hennar keyrðu hringinn í kringum landið á rafmagnsbíl. Hún segir vel hægt að ferðast langar vegalengdir á rafmagnsbíl sem er bæði ódýrari og umhverfisvænni kostur en bensínbíllinn. 6. september 2019 06:15 Fulltrúar Tesla funduðu með íslenskum embættismönnum um rafbílavæðingu Fulltrúar bandaríska rafbílaframleiðandans Tesla áttu fundi með íslenskum embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu áður tekin var ákvörðun um að opna útibú á Íslandi og auglýsa fimm lausar stöður. 10. maí 2019 22:35 Ótvírætt að rafbílar séu umhverfisvænni en bensín- og díselbílar Það er mýta að rafbílar séu óumhverfisvænni en hefðbundnir bensín- og dísilbílar. Þó að kolefnisfótspor rafbíla við framleiðslu sé hærra þá eru bensín- og dísilbílar fljótir að fara fram úr þeim. 3. júlí 2019 06:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent
Rafbílar og tvinnbílar verða að gefa frá sér hljóð þegar þeim er ekið hægar en á 20 km/klst og þegar þeim er bakkað. Á meiri hraða þykir hávaði frá hjólbörðum og vindhljóð nægja til að gera öðrum vegfarendum viðvart. Upphaf þessara krafna má rekja aftur til 2010. Fyrstu reglurnar voru skrifaðar 2016. Framleiðendur rafbíla fengu upphaflega frest til 1.júlí á þessu ári til að tryggja að bílar þeirra fylgdu hávaðastöðlum. Þessar reglur hafa verið innleiddar í íslenska löggjöf með innleiðingu reglugerðar Evrópuþingsins og Ráðsins (ESB) nr. 540/2014 um hljóðstig vélknúinna ökutækja og hljóðdeyfakerfi. Lesa má reglugerðina á íslensku hér. Skammt er í að prófað verði hvort hljóðviðvörunarkerfin virki þegar raf- og tvinnbílar koma til skoðunar á skoðunarstöðum samkvæmt Þórhildi Elínardóttur, samskiptastjóra Samgöngustofu.Þórhildur Elín Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu.Vísir/ÞÞNokkrir framleiðendur hafa þegar hafið innleiðingu á þessum reglum í sína bíla. Mitsubishi Outlander til að mynda gerir meira úr hljóðum rafmagnsmótorsins en þyrfti. Mercedes AMG hefur unnið með rokkhljómsveitinni Linkin Park til að búa til auðkennandi hljóð fyrir sportbíla sína. Porsche Taycan getur fyrir um 500 Bandaríkjadali, jafnvirði um sextíu þúsund íslenskra króna framleitt hljóð sem er eins og frá eldsneytismótor. Nissan hefur þróað viðvörunarkerfi sem kallað er Canto til að tryggja að vegfarendur heyri Nissan bíla koma.
Bílar Umferðaröryggi Tengdar fréttir Ferðuðust hringinn á rafmagni einu saman Svanhildur Hólm Valsdóttir og eiginmaður hennar keyrðu hringinn í kringum landið á rafmagnsbíl. Hún segir vel hægt að ferðast langar vegalengdir á rafmagnsbíl sem er bæði ódýrari og umhverfisvænni kostur en bensínbíllinn. 6. september 2019 06:15 Fulltrúar Tesla funduðu með íslenskum embættismönnum um rafbílavæðingu Fulltrúar bandaríska rafbílaframleiðandans Tesla áttu fundi með íslenskum embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu áður tekin var ákvörðun um að opna útibú á Íslandi og auglýsa fimm lausar stöður. 10. maí 2019 22:35 Ótvírætt að rafbílar séu umhverfisvænni en bensín- og díselbílar Það er mýta að rafbílar séu óumhverfisvænni en hefðbundnir bensín- og dísilbílar. Þó að kolefnisfótspor rafbíla við framleiðslu sé hærra þá eru bensín- og dísilbílar fljótir að fara fram úr þeim. 3. júlí 2019 06:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent
Ferðuðust hringinn á rafmagni einu saman Svanhildur Hólm Valsdóttir og eiginmaður hennar keyrðu hringinn í kringum landið á rafmagnsbíl. Hún segir vel hægt að ferðast langar vegalengdir á rafmagnsbíl sem er bæði ódýrari og umhverfisvænni kostur en bensínbíllinn. 6. september 2019 06:15
Fulltrúar Tesla funduðu með íslenskum embættismönnum um rafbílavæðingu Fulltrúar bandaríska rafbílaframleiðandans Tesla áttu fundi með íslenskum embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu áður tekin var ákvörðun um að opna útibú á Íslandi og auglýsa fimm lausar stöður. 10. maí 2019 22:35
Ótvírætt að rafbílar séu umhverfisvænni en bensín- og díselbílar Það er mýta að rafbílar séu óumhverfisvænni en hefðbundnir bensín- og dísilbílar. Þó að kolefnisfótspor rafbíla við framleiðslu sé hærra þá eru bensín- og dísilbílar fljótir að fara fram úr þeim. 3. júlí 2019 06:15