Umfjöllun og viðtöl: Valur - Snæfell 110-75 | Stórsigur Íslandsmeistaranna Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 9. október 2019 22:15 Helena Sverrisdóttir fór mikin í kvöld vísir/vilhelm Valur vann Snæfell í Dominosdeild kvenna í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld, 110-75. Leikurinn var ekki sérstaklega spennandi enda tóku heimastúlkur forystuna í miðjum fyrsta leikhluta og gestirnir gátu lítið gert til að breyta því. Snæfell hóf leik á því að spila þrælsterka vörn og höfðu forystuna í tæpar fjórar mínútur. Þá vöknuðu Valsstúlkur og tóku 17-2 áhlaup á næstu fjórum mínútum. Gestirnir komust eiginlega aldrei aftur inn í leikinn eftir það og Valur gat klárað leikinn á hálfgerðri sjálfsstýringu. Þrátt fyrir skárri seinni hálfleik hjá Snæfell gátu þær lítið gert nema spila leikinn til enda og sætta sig við dapurt tap.Af hverju vann Valur? Valur átti einfaldlega margfalt fleiri sóknarvopn en Snæfell og gátu yfirleitt alltaf fundið skot fyrir einhvern leikmann. Þó að Snæfell lokaði á tvo möguleika í sókninni hjá heimastúlkum þá fundu þær yfirleitt þriðja eða jafnvel fjórða valkostinn og skoruðu um hæl.Bestu leikmenn vallarins Kiana Johnson var atkvæðamest í liði Vals með 33 stig, fimm fráköst, fimm stoðsendingar og 5 stolna bolta. Aðrar öflugar í liðinu voru þær Helena Sverrisdóttir (22 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar) og Dagbjört Dögg Karlsdóttir (23 stig). Hjá Snæfell var Veera Pirttinen skást með 18 stig og 8 stoðsendingar.Tölfræði sem vakti athygli Valur hafði yfirburði í nær öllum tölfræðiþáttum í kvöld. Þær settu yfir helming þriggja stiga skota sinna (13 af 25, 52% þriggja stiga nýting), skoruðu nærri þrefalt fleiri stig inni í teig en Snæfell og stálu sömuleiðis þrefalt fleiri boltum. Hvað gekk illa? Þær í Snæfell voru fljótar að missa hausinn þegar að Valur fór að keyra upp hraðann í leiknum og höfðu eiginlega tapað leiknum fyrir hálfleikaskiptin.Hvað næst? Valur fær næst annað stórlið í heimsókn til sín, en þær taka á móti fílefldu liði KR. KR var eina liðið sem gat unnið Valsstúlkur á seinasta tímabili eftir að Helena Sverrisdóttir bættist í hópinn. Valur hefur unnið fyrstu tvo leikina sína og nú reynir á hvort þær geti unnið öflugt lið KR. Snæfell mun næst fá nágranna sína Skallagrím í heimsókn í Hólminn. Bæði lið hafa unnið einn leik og tapað einum en Skallagrímur hefur betri stigatölu enn sem komið er og er því ofar en þær í Snæfell.Darri Freyr: Höfum öll spil á okkar hendi Darri Freyr Atlason, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var stóískur eftir leik liðsins gegn Snæfell í Origo-höllinni í Dominosdeild kvenna í kvöld. Valur gjörsigraði Snæfell 110-75. Nærri helmingur stiganna hjá Val kom inni í teig á meðan að gestirnir áttu í mestu basli með að skora í kringum körfuna. „Við erum náttúrulega frekar stórar miðað við flest lið, líka á vængjunum. Sylvía Rán og Guðbjörg eru vængmenn hjá okkur en væru flottar inni í teig hjá flestum öðrum liðum,“ sagði Darri, enda töluðu hann og Valsstúlkurnar um að þeirra styrkleikar lægju nær körfunni á móti Snæfell. Þó að þessi leikur hafi ekki verið mjög spennandi má búast við að sá næsti verði öllu jafnari, enda mæta Valsstúlkur þá KR, eina liðinu sem gat unnið þær á seinasta tímabili eftir að Helena Sverrisdóttir bættist í hópinn. Darri Freyr sagði að undirbúningur fyrir þann leik hefðist fyrst núna, enda tækju Valsarar bara einn leik í einu. Valsliðið virðist miklu sterkara framan af en það var í fyrra og Darri tók undir þá staðhæfingu með semingi. „Á þessum tímapunkti erum við betri [en liðið í fyrra]. Við hefðum unnið leik fimm á móti okkur í fyrra eins og staðan er núna,“ sagði hann en taldi þó að liðið gæti vaxið ennþá meira. „Við höfum öll spil á okkar hendi til að verða miklu betri en við vorum í fyrra,“ sagði Darri Freyr að lokum.Gunnlaugur: Alltof mjúk á móti þeim Gunnlaugur Smárason, nýráðinn þjálfari Snæfells, var að vonum ósáttur eftir tap gegn Val, sérstaklega miðað við að Snæfell gat ekki gert það sem þau lögðu upp með fyrir leikinn. „Þær voru bara að fá þessi auðveldu hraðaupphlaup sem þær eru góðar í,“ sagði Gunnlaugur sem hafði einmitt rætt það í viðtali fyrir leik að þyrfti að stöðva. „Við vorum alltof mjúk á móti þeim og þær voru mjög sókndjarfar. Ég er samt ánægður með hvernig seinni hálfleikurinn var,“ sagði hann, enda gátu Snæfellsstúlkur aðeins skorað 30 stig fyrstu tuttugu mínúturnar í leiknum. „Fyrri hálfleikurinn var hrikalegur. Mjög ósáttur með hvernig við komum inn í leikinn.“ Snæfell átti erfitt með að koma boltanum inn í teig og skoruðu aðeins þriðjung stiga sinna inn í teig. „Við náðum varla að koma boltanum á kantana þannig að það verður erfitt að komast inn í teig. Bara hrikalega erfitt að brjóta þetta á bak aftur,“ sagði Gunnlaugur en bætti við að hann hefði ekki neinar hrikalegar áhyggjur. „Við eigum eftir að gera betur í næsta leik gegn þeim,“ sagði hann að lokum.Dagbjört Dögg: Reyndum að spila mjög fast undir körfunni Dagbjört Dögg Karlsdóttir kom öflug inn af bekknum fyrir lið Vals í kvöld og átti fínasta leik í 110-75 sigri gegn Snæfell. „Mér fannst við byrja mjög sterkt. Við höfðum hæðina á þær og reyndum að spila mjög fast undir körfunni,“ sagði Dagbjört. Valsstúlkur settu 56 stig inni í teig í leiknum og skutu vel bæði undir körfunni og fyrir utan þriggja stiga teiginn. „Öflugur endir,“ sagði landsliðsbakvörðurinn og bætti við að henni hafi þótt liðið eiga mjög þéttan og góðan leik á heildina, enda hittu þær úr 52% allra skota sinna utan af velli. Lið Valskvenna er aðeins breytt frá því í fyrra, en Dagbjörtu finnst liðið ekkert það mikið öðruvísi. „Þetta er ekki rosalega breytt lið, við fáum auðvitað Kiönu í staðinn fyrir Heather,“ segir hún og vísar þar í Kiönu Johnson, stigahæsta leikmann liðsins í leiknum sem kom inn í staðinn fyrir Heather Butler sem spilaði með liðinu á seinasta tímabili. Dagbjört talar vel um hina hávöxnu Reginu Palusna, sem er 194 cm á hæð. „Við höfum aldrei haft svona stóra manneskju á vellinum í okkar liði,“ segir hún, enda hefur sjaldan sést í svona tilkomumikinn miðherja í íslenska kvennadeildinni. „Sylvía líka mjög góð viðbót,“ bætir Dagbjört við, en Sylvía Rán Hálfdánardóttir gekk í raðir Vals fyrir þetta tímabil og hefur í tveimur fyrstu leikjunum skorað 16 stig að meðaltali og tekið 6,5 fráköst og sett þrjá þrista niður að meðaltali. Næsti leikur Vals verður önnur prófraun þar sem þær fá KR-inga í heimsókn að Hlíðarenda. Dagbjört segir að liðið sé reiðubúið í leikinn og að allar hlakki til. „Já, erum spenntar að geta sannað okkur ennþá meira, bara mjög peppaðar,“ segir hún og vonandi mun hún og allt liðið eiga góðan leik þar.Gunnhildur: Veit eiginlega ekki hvað gerðist Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells, var furðu brött eftir stórt tap gegn feiknasterku liði Vals, 110-75. „Æji, við vorum bara fljótar að missa hausinn. Í byrjun hélt ég að við værum að fara standa í þeim og við gerðum vel, svo fór þetta úr tveimur stigum í 17 og ég veit eiginlega ekki hvað gerðist eftir það,“ sagði hún, en Snæfell fór úr því að hafa nokkurra stiga forystu á fyrstu mínútunum í það að vera undir með 11 stigum í lok fyrsta leikhluta. „Við unnum þriðja leikhluta, það er allavega eitthvað jákvætt í þessu,“ sagði Gunnhildur og virtist ekkert vera að stressa sig á þessum fyrsta tapleik tímabilsins. Kristen McCarthy, bandarískur leikmaður Snæfells í fyrra og náin vinkona Gunnhildar, var ekki komin aftur til landsins þegar spurt var um hana, og er samkvæmt Gunnhildi að fara koma inn í nýju hlutverki. „Kristen kemur inn í þjálfarateymið,“ sagði hún um vinkonu sína sem fékk heilahristing á seinasta tímabili og hefur ekki spilað né æft síðan. „Hún er ekki einu sinni byrjuð að æfa að skjóta, búin að fá græna ljósið til að fara í flugvél. Það kæmi mér mjög á óvart ef að Kristen væri að fara spila með okkur í vetur,“ sagði Gunnhildur um Kristen McCarthy, sem var stundum kölluð Gunnarsdóttir vegna þess hve náin hún væri Gunnhildi og Berglindi. Fyrst að Berglind, systir Gunnhildar, er úti vegna skurðaðgerðar á öxl þá hafa ungar og efnilegar Snæfellsstelpur fengið góð tækifæri í síðasta leik og í þessum. Anna Soffía Lárúsdóttir átti frábæran fyrsta leik gegn Breiðablik en átti erfitt uppdráttar gegn Val. „Anna Soffía rokkaði lífið í síðasta leik og stundum er erfitt að reyna gera jafn vel í leik sem þessum. Hún fékk verðugt verkefni í dag að dekka Helenu og mér fannst hún standa sig vel,“ sagði Gunnhildur og bætti við að þær ungu í liðinu væru mjög duglegar og ættu margar mikið meira inni. Gunnhildur þurfti að spila eilítið takmarkaðar mínútur í dag vegna villuvandræða, en hún hafði fengið fjórar villur á sig snemma í þriðja leikhluta. „Kemur þetta eitthvað á óvart?“ spurði Gunnhildur létt í bragði en bætti við að hún yrði að vanda sig betur í næstu leikjum. „Ég verð bara að rífa mig í gang og passa mig að halda mér inni á vellinum,“ sagði hún að lokum áður en hún hélt inn í búningsklefa. Dominos-deild kvenna
Valur vann Snæfell í Dominosdeild kvenna í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld, 110-75. Leikurinn var ekki sérstaklega spennandi enda tóku heimastúlkur forystuna í miðjum fyrsta leikhluta og gestirnir gátu lítið gert til að breyta því. Snæfell hóf leik á því að spila þrælsterka vörn og höfðu forystuna í tæpar fjórar mínútur. Þá vöknuðu Valsstúlkur og tóku 17-2 áhlaup á næstu fjórum mínútum. Gestirnir komust eiginlega aldrei aftur inn í leikinn eftir það og Valur gat klárað leikinn á hálfgerðri sjálfsstýringu. Þrátt fyrir skárri seinni hálfleik hjá Snæfell gátu þær lítið gert nema spila leikinn til enda og sætta sig við dapurt tap.Af hverju vann Valur? Valur átti einfaldlega margfalt fleiri sóknarvopn en Snæfell og gátu yfirleitt alltaf fundið skot fyrir einhvern leikmann. Þó að Snæfell lokaði á tvo möguleika í sókninni hjá heimastúlkum þá fundu þær yfirleitt þriðja eða jafnvel fjórða valkostinn og skoruðu um hæl.Bestu leikmenn vallarins Kiana Johnson var atkvæðamest í liði Vals með 33 stig, fimm fráköst, fimm stoðsendingar og 5 stolna bolta. Aðrar öflugar í liðinu voru þær Helena Sverrisdóttir (22 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar) og Dagbjört Dögg Karlsdóttir (23 stig). Hjá Snæfell var Veera Pirttinen skást með 18 stig og 8 stoðsendingar.Tölfræði sem vakti athygli Valur hafði yfirburði í nær öllum tölfræðiþáttum í kvöld. Þær settu yfir helming þriggja stiga skota sinna (13 af 25, 52% þriggja stiga nýting), skoruðu nærri þrefalt fleiri stig inni í teig en Snæfell og stálu sömuleiðis þrefalt fleiri boltum. Hvað gekk illa? Þær í Snæfell voru fljótar að missa hausinn þegar að Valur fór að keyra upp hraðann í leiknum og höfðu eiginlega tapað leiknum fyrir hálfleikaskiptin.Hvað næst? Valur fær næst annað stórlið í heimsókn til sín, en þær taka á móti fílefldu liði KR. KR var eina liðið sem gat unnið Valsstúlkur á seinasta tímabili eftir að Helena Sverrisdóttir bættist í hópinn. Valur hefur unnið fyrstu tvo leikina sína og nú reynir á hvort þær geti unnið öflugt lið KR. Snæfell mun næst fá nágranna sína Skallagrím í heimsókn í Hólminn. Bæði lið hafa unnið einn leik og tapað einum en Skallagrímur hefur betri stigatölu enn sem komið er og er því ofar en þær í Snæfell.Darri Freyr: Höfum öll spil á okkar hendi Darri Freyr Atlason, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var stóískur eftir leik liðsins gegn Snæfell í Origo-höllinni í Dominosdeild kvenna í kvöld. Valur gjörsigraði Snæfell 110-75. Nærri helmingur stiganna hjá Val kom inni í teig á meðan að gestirnir áttu í mestu basli með að skora í kringum körfuna. „Við erum náttúrulega frekar stórar miðað við flest lið, líka á vængjunum. Sylvía Rán og Guðbjörg eru vængmenn hjá okkur en væru flottar inni í teig hjá flestum öðrum liðum,“ sagði Darri, enda töluðu hann og Valsstúlkurnar um að þeirra styrkleikar lægju nær körfunni á móti Snæfell. Þó að þessi leikur hafi ekki verið mjög spennandi má búast við að sá næsti verði öllu jafnari, enda mæta Valsstúlkur þá KR, eina liðinu sem gat unnið þær á seinasta tímabili eftir að Helena Sverrisdóttir bættist í hópinn. Darri Freyr sagði að undirbúningur fyrir þann leik hefðist fyrst núna, enda tækju Valsarar bara einn leik í einu. Valsliðið virðist miklu sterkara framan af en það var í fyrra og Darri tók undir þá staðhæfingu með semingi. „Á þessum tímapunkti erum við betri [en liðið í fyrra]. Við hefðum unnið leik fimm á móti okkur í fyrra eins og staðan er núna,“ sagði hann en taldi þó að liðið gæti vaxið ennþá meira. „Við höfum öll spil á okkar hendi til að verða miklu betri en við vorum í fyrra,“ sagði Darri Freyr að lokum.Gunnlaugur: Alltof mjúk á móti þeim Gunnlaugur Smárason, nýráðinn þjálfari Snæfells, var að vonum ósáttur eftir tap gegn Val, sérstaklega miðað við að Snæfell gat ekki gert það sem þau lögðu upp með fyrir leikinn. „Þær voru bara að fá þessi auðveldu hraðaupphlaup sem þær eru góðar í,“ sagði Gunnlaugur sem hafði einmitt rætt það í viðtali fyrir leik að þyrfti að stöðva. „Við vorum alltof mjúk á móti þeim og þær voru mjög sókndjarfar. Ég er samt ánægður með hvernig seinni hálfleikurinn var,“ sagði hann, enda gátu Snæfellsstúlkur aðeins skorað 30 stig fyrstu tuttugu mínúturnar í leiknum. „Fyrri hálfleikurinn var hrikalegur. Mjög ósáttur með hvernig við komum inn í leikinn.“ Snæfell átti erfitt með að koma boltanum inn í teig og skoruðu aðeins þriðjung stiga sinna inn í teig. „Við náðum varla að koma boltanum á kantana þannig að það verður erfitt að komast inn í teig. Bara hrikalega erfitt að brjóta þetta á bak aftur,“ sagði Gunnlaugur en bætti við að hann hefði ekki neinar hrikalegar áhyggjur. „Við eigum eftir að gera betur í næsta leik gegn þeim,“ sagði hann að lokum.Dagbjört Dögg: Reyndum að spila mjög fast undir körfunni Dagbjört Dögg Karlsdóttir kom öflug inn af bekknum fyrir lið Vals í kvöld og átti fínasta leik í 110-75 sigri gegn Snæfell. „Mér fannst við byrja mjög sterkt. Við höfðum hæðina á þær og reyndum að spila mjög fast undir körfunni,“ sagði Dagbjört. Valsstúlkur settu 56 stig inni í teig í leiknum og skutu vel bæði undir körfunni og fyrir utan þriggja stiga teiginn. „Öflugur endir,“ sagði landsliðsbakvörðurinn og bætti við að henni hafi þótt liðið eiga mjög þéttan og góðan leik á heildina, enda hittu þær úr 52% allra skota sinna utan af velli. Lið Valskvenna er aðeins breytt frá því í fyrra, en Dagbjörtu finnst liðið ekkert það mikið öðruvísi. „Þetta er ekki rosalega breytt lið, við fáum auðvitað Kiönu í staðinn fyrir Heather,“ segir hún og vísar þar í Kiönu Johnson, stigahæsta leikmann liðsins í leiknum sem kom inn í staðinn fyrir Heather Butler sem spilaði með liðinu á seinasta tímabili. Dagbjört talar vel um hina hávöxnu Reginu Palusna, sem er 194 cm á hæð. „Við höfum aldrei haft svona stóra manneskju á vellinum í okkar liði,“ segir hún, enda hefur sjaldan sést í svona tilkomumikinn miðherja í íslenska kvennadeildinni. „Sylvía líka mjög góð viðbót,“ bætir Dagbjört við, en Sylvía Rán Hálfdánardóttir gekk í raðir Vals fyrir þetta tímabil og hefur í tveimur fyrstu leikjunum skorað 16 stig að meðaltali og tekið 6,5 fráköst og sett þrjá þrista niður að meðaltali. Næsti leikur Vals verður önnur prófraun þar sem þær fá KR-inga í heimsókn að Hlíðarenda. Dagbjört segir að liðið sé reiðubúið í leikinn og að allar hlakki til. „Já, erum spenntar að geta sannað okkur ennþá meira, bara mjög peppaðar,“ segir hún og vonandi mun hún og allt liðið eiga góðan leik þar.Gunnhildur: Veit eiginlega ekki hvað gerðist Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Snæfells, var furðu brött eftir stórt tap gegn feiknasterku liði Vals, 110-75. „Æji, við vorum bara fljótar að missa hausinn. Í byrjun hélt ég að við værum að fara standa í þeim og við gerðum vel, svo fór þetta úr tveimur stigum í 17 og ég veit eiginlega ekki hvað gerðist eftir það,“ sagði hún, en Snæfell fór úr því að hafa nokkurra stiga forystu á fyrstu mínútunum í það að vera undir með 11 stigum í lok fyrsta leikhluta. „Við unnum þriðja leikhluta, það er allavega eitthvað jákvætt í þessu,“ sagði Gunnhildur og virtist ekkert vera að stressa sig á þessum fyrsta tapleik tímabilsins. Kristen McCarthy, bandarískur leikmaður Snæfells í fyrra og náin vinkona Gunnhildar, var ekki komin aftur til landsins þegar spurt var um hana, og er samkvæmt Gunnhildi að fara koma inn í nýju hlutverki. „Kristen kemur inn í þjálfarateymið,“ sagði hún um vinkonu sína sem fékk heilahristing á seinasta tímabili og hefur ekki spilað né æft síðan. „Hún er ekki einu sinni byrjuð að æfa að skjóta, búin að fá græna ljósið til að fara í flugvél. Það kæmi mér mjög á óvart ef að Kristen væri að fara spila með okkur í vetur,“ sagði Gunnhildur um Kristen McCarthy, sem var stundum kölluð Gunnarsdóttir vegna þess hve náin hún væri Gunnhildi og Berglindi. Fyrst að Berglind, systir Gunnhildar, er úti vegna skurðaðgerðar á öxl þá hafa ungar og efnilegar Snæfellsstelpur fengið góð tækifæri í síðasta leik og í þessum. Anna Soffía Lárúsdóttir átti frábæran fyrsta leik gegn Breiðablik en átti erfitt uppdráttar gegn Val. „Anna Soffía rokkaði lífið í síðasta leik og stundum er erfitt að reyna gera jafn vel í leik sem þessum. Hún fékk verðugt verkefni í dag að dekka Helenu og mér fannst hún standa sig vel,“ sagði Gunnhildur og bætti við að þær ungu í liðinu væru mjög duglegar og ættu margar mikið meira inni. Gunnhildur þurfti að spila eilítið takmarkaðar mínútur í dag vegna villuvandræða, en hún hafði fengið fjórar villur á sig snemma í þriðja leikhluta. „Kemur þetta eitthvað á óvart?“ spurði Gunnhildur létt í bragði en bætti við að hún yrði að vanda sig betur í næstu leikjum. „Ég verð bara að rífa mig í gang og passa mig að halda mér inni á vellinum,“ sagði hún að lokum áður en hún hélt inn í búningsklefa.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“