Rihanna knúsaði Ágústu Ýr Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 21. september 2019 08:00 Ágústa Ýr á sýningu Rihönnu í New York. NordicPhotos/Getty Íslenska fyrirsætan Ágústa Ýr segir það hafa verið súrrealíska lífsreynslu þegar henni var með litlum sem engum fyrirvara skutlað í fyrirsætuhópinn sem spókaði sig á New York Fashion Week í undirfötum úr fatalínu söngkonunnar Rihönnu. Hápunkturinn á þessu ævintýri öllu saman, kirsuberið á toppnum, eins og hún orðar þar var svo þegar hún fékk knús frá Rihönnu sjálfri sem kom fram á sýningunni. Þá voru einnig mætt til leiks rapparinn 21 Savage, ofurfyrirsæturnar Joan Smalls, Cara Delevingne, Bella og Gigi Hadid. Ágústa Ýr starfar sem leikstjóri, listakona og fyrirsæta í London en flaug til New York með eins dags fyrirvara. Þegar þangað var komið voru hraðinn og spennan slík að hún segir sýninguna sjálfa, sem stóð í um 40 mínútur, hafa liðið eins og fimm mínútur. „Daginn eftir að ég lenti var svo tískusýningin og allir mættir, þvílíkt adrenalín í gangi hjá okkur. Við gerðum svokallaða prufusýningu, svo var farið beint í hár, förðun og svo í fötin. Rétt fyrir sýninguna var verið að taka mynd af mér baksviðs og ég heyri í 21 Savage segja: „Get them angels!“ sem er auðvitað bara mjög fyndið!“ Ágústa Ýr segir sýninguna og andrúmsloftið hafa verið frábært í alla staði og svo „var allt í einu allt búið. Það voru allir svo ánægðir með sýninguna og ég endaði kvöldið með því að fá knús frá Rihönnu sem var algjörlega kirsuberið á toppinn,“ segir Ágústa. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Hollywood Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Íslenska fyrirsætan Ágústa Ýr segir það hafa verið súrrealíska lífsreynslu þegar henni var með litlum sem engum fyrirvara skutlað í fyrirsætuhópinn sem spókaði sig á New York Fashion Week í undirfötum úr fatalínu söngkonunnar Rihönnu. Hápunkturinn á þessu ævintýri öllu saman, kirsuberið á toppnum, eins og hún orðar þar var svo þegar hún fékk knús frá Rihönnu sjálfri sem kom fram á sýningunni. Þá voru einnig mætt til leiks rapparinn 21 Savage, ofurfyrirsæturnar Joan Smalls, Cara Delevingne, Bella og Gigi Hadid. Ágústa Ýr starfar sem leikstjóri, listakona og fyrirsæta í London en flaug til New York með eins dags fyrirvara. Þegar þangað var komið voru hraðinn og spennan slík að hún segir sýninguna sjálfa, sem stóð í um 40 mínútur, hafa liðið eins og fimm mínútur. „Daginn eftir að ég lenti var svo tískusýningin og allir mættir, þvílíkt adrenalín í gangi hjá okkur. Við gerðum svokallaða prufusýningu, svo var farið beint í hár, förðun og svo í fötin. Rétt fyrir sýninguna var verið að taka mynd af mér baksviðs og ég heyri í 21 Savage segja: „Get them angels!“ sem er auðvitað bara mjög fyndið!“ Ágústa Ýr segir sýninguna og andrúmsloftið hafa verið frábært í alla staði og svo „var allt í einu allt búið. Það voru allir svo ánægðir með sýninguna og ég endaði kvöldið með því að fá knús frá Rihönnu sem var algjörlega kirsuberið á toppinn,“ segir Ágústa.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Hollywood Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira