Stólpagrín gert að „blackface“ gervi Trudeau Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. september 2019 10:06 Treor Noah virtist ekki mjög skemmt Mynd/Skjáskot Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur staðið í ströngu þessa vikuna eftir að myndir og myndbönd komust í dreifingu þar sem sjá má hann á sínum yngri árum með svartmálað andlit, svokallað „blackface“. Málið hefur vakið mikla athygli og hefur forsætisráðherrann beðist afsökunar á myndunum. Það þykir hins vegar vera hið vandræðalegasta fyrir ráðherrann, enda hefur Trudeau gefið sig út fyrir að vera sá stjórnmálamaður komið fram sem sá sem berst fyrir félagslegu réttlæti og fjölbreytileika í samfélaginu. Það þykir hins vegar rasískt þegar hvítt fólk málar andlitið á sér svart. Líkt og gera mátti ráð fyrir varð málið umtalsefni helstu spjallþáttastjórnenda Bandaríkjanna. Stephen Colbert reið á vaðið með stuttum brandara og virtist hann helst vera feginn því að skandallinn snerist nú um Kanada, en ekki eitthvað sem gerðist í Bandaríkjunum. „Þetta eru ekki við í þetta skiptið, éttu það sem úti frýs, Kanada!“ sagði Colbert eftir að hafa sagt hefðbundin brandara um nágrannaríki Bandaríkjanna. Seth Meyers sem stýrir Late Night with Seth sagðist ekki ætla að sýna áhorfendum sínum myndirnar, þær væru svo slæmar. „Þetta er svo slæmt að Kanadamenn á ferðalagi um Evrópu munu fara að segjast vera frá Bandaríkjunum,“ sagði Meyers. Það var hins vegar Trevor Noah, stjórnandi Daily Show, sem fjallaði hvað ítarlegast um málið. Hann var með sex mínútna innslag þar sem hann gerði bæði stólpagrín að málinu og gagnrýndi framgöngu forsætisráðherrans.Sjá má innslögin öll hér að neðan. From tonight's #LNSM: Justin Trudeau's brownface scandal could have consequences. pic.twitter.com/gcPjRn7evA— Late Night with Seth Meyers (@LateNightSeth) September 20, 2019 Kanada Tengdar fréttir Búið að benda aftur og aftur á að „blackface“ er niðrandi Kristín Loftsdóttir mannfræðingur segir svokallað blackface eina birtingamynd fordóma í garð fólks með dökkt litarhaft. Tilefnið er færsla sem rapparinn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, birti á Facebook-síðu sinni um helgina. 30. júlí 2018 15:30 Trudeau man ekki hversu oft hann hefur litað andlit sitt svart Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segist ekki treysta sér til að segja til um hversu oft hann hefur litað andlit sitt svart. 19. september 2019 22:45 Stjórnarandstæðingur segir Trudeau vanhæfan vegna ljósmyndanna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, baðst í nótt afsökunar á því að hafa málað sig hörundsdökkann fyrir átján árum. Hann segist nú átta sig á því að athæfið hafi verið óásættanlegt. 19. september 2019 19:00 Trudeau biðst afsökunar á mynd frá háskólaárunum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada hefur beðist afsökunar á því að hafa á háskólaárum sínum komið fram í gerfi Aladíns og litað sig dökkan í framan. 19. september 2019 07:03 Nýjar myndir af dökklituðum Trudeau koma fram Kanadíski forsætisráðherrann hafði sagði athæfið rasískt áður en nýtt myndband af honum með andlitið svert kom fram. 19. september 2019 15:49 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur staðið í ströngu þessa vikuna eftir að myndir og myndbönd komust í dreifingu þar sem sjá má hann á sínum yngri árum með svartmálað andlit, svokallað „blackface“. Málið hefur vakið mikla athygli og hefur forsætisráðherrann beðist afsökunar á myndunum. Það þykir hins vegar vera hið vandræðalegasta fyrir ráðherrann, enda hefur Trudeau gefið sig út fyrir að vera sá stjórnmálamaður komið fram sem sá sem berst fyrir félagslegu réttlæti og fjölbreytileika í samfélaginu. Það þykir hins vegar rasískt þegar hvítt fólk málar andlitið á sér svart. Líkt og gera mátti ráð fyrir varð málið umtalsefni helstu spjallþáttastjórnenda Bandaríkjanna. Stephen Colbert reið á vaðið með stuttum brandara og virtist hann helst vera feginn því að skandallinn snerist nú um Kanada, en ekki eitthvað sem gerðist í Bandaríkjunum. „Þetta eru ekki við í þetta skiptið, éttu það sem úti frýs, Kanada!“ sagði Colbert eftir að hafa sagt hefðbundin brandara um nágrannaríki Bandaríkjanna. Seth Meyers sem stýrir Late Night with Seth sagðist ekki ætla að sýna áhorfendum sínum myndirnar, þær væru svo slæmar. „Þetta er svo slæmt að Kanadamenn á ferðalagi um Evrópu munu fara að segjast vera frá Bandaríkjunum,“ sagði Meyers. Það var hins vegar Trevor Noah, stjórnandi Daily Show, sem fjallaði hvað ítarlegast um málið. Hann var með sex mínútna innslag þar sem hann gerði bæði stólpagrín að málinu og gagnrýndi framgöngu forsætisráðherrans.Sjá má innslögin öll hér að neðan. From tonight's #LNSM: Justin Trudeau's brownface scandal could have consequences. pic.twitter.com/gcPjRn7evA— Late Night with Seth Meyers (@LateNightSeth) September 20, 2019
Kanada Tengdar fréttir Búið að benda aftur og aftur á að „blackface“ er niðrandi Kristín Loftsdóttir mannfræðingur segir svokallað blackface eina birtingamynd fordóma í garð fólks með dökkt litarhaft. Tilefnið er færsla sem rapparinn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, birti á Facebook-síðu sinni um helgina. 30. júlí 2018 15:30 Trudeau man ekki hversu oft hann hefur litað andlit sitt svart Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segist ekki treysta sér til að segja til um hversu oft hann hefur litað andlit sitt svart. 19. september 2019 22:45 Stjórnarandstæðingur segir Trudeau vanhæfan vegna ljósmyndanna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, baðst í nótt afsökunar á því að hafa málað sig hörundsdökkann fyrir átján árum. Hann segist nú átta sig á því að athæfið hafi verið óásættanlegt. 19. september 2019 19:00 Trudeau biðst afsökunar á mynd frá háskólaárunum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada hefur beðist afsökunar á því að hafa á háskólaárum sínum komið fram í gerfi Aladíns og litað sig dökkan í framan. 19. september 2019 07:03 Nýjar myndir af dökklituðum Trudeau koma fram Kanadíski forsætisráðherrann hafði sagði athæfið rasískt áður en nýtt myndband af honum með andlitið svert kom fram. 19. september 2019 15:49 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Búið að benda aftur og aftur á að „blackface“ er niðrandi Kristín Loftsdóttir mannfræðingur segir svokallað blackface eina birtingamynd fordóma í garð fólks með dökkt litarhaft. Tilefnið er færsla sem rapparinn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, birti á Facebook-síðu sinni um helgina. 30. júlí 2018 15:30
Trudeau man ekki hversu oft hann hefur litað andlit sitt svart Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segist ekki treysta sér til að segja til um hversu oft hann hefur litað andlit sitt svart. 19. september 2019 22:45
Stjórnarandstæðingur segir Trudeau vanhæfan vegna ljósmyndanna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, baðst í nótt afsökunar á því að hafa málað sig hörundsdökkann fyrir átján árum. Hann segist nú átta sig á því að athæfið hafi verið óásættanlegt. 19. september 2019 19:00
Trudeau biðst afsökunar á mynd frá háskólaárunum Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada hefur beðist afsökunar á því að hafa á háskólaárum sínum komið fram í gerfi Aladíns og litað sig dökkan í framan. 19. september 2019 07:03
Nýjar myndir af dökklituðum Trudeau koma fram Kanadíski forsætisráðherrann hafði sagði athæfið rasískt áður en nýtt myndband af honum með andlitið svert kom fram. 19. september 2019 15:49