Styðjum börnin og tökum slaginn með þeim Heimsljós kynnir 26. september 2019 11:30 Henriette Fore framkvæmdastjóri UNICEF fyrir utan höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna. UNICEF „Nú þegar við fögnum 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna skulum við ekki einungis skuldbinda okkur til að hlusta á börn og ungt fólk heldur styðja þau, taka slaginn með þeim og fylgja þeirra fordæmi,“ sagði Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF, í athöfn tileinkaðri 30 ára afmæli Barnasáttmálans í New York í gær. Fore sagði að fyrir þremur áratugum hafi heimurinn verið í miklu breytingaferli. Þá hafi Berlínarmúrinn verið að falla, aðskilnaðarstefnan verið á undanhaldi og veraldarvefurinn orðið til. Það hafi verið í því andrúmslofti sem þjóðarleiðtogar hafi komið saman og gefið öllum börnum heimsins loforð. Að þau ættu rétt á heilbrigðisþjónustu, menntun og vernd. Rétt til að láta rödd sína heyrast. Rétt á framtíð. Fore talaði um að mikill árangur hafi náðst en minnti einnig á hvaða áskoranir börn standi frammi fyrir í dag, árið 2019. Hún rifjaði upp ýmislegt sem hún hafði skrifað í sérstöku bréfi til barna heimsins á dögunum í tilefni þrjátíu ára afmælis Barnasáttmálans eins og að æska barna væri að breytast og börn stæðu frammi fyrir mörgum nýjum áskorunum. Börn og ungmenni væru hins vegar að gera frábæra hluti á borð við loftslagsverkföll, mótmæli, kröfugöngur og baráttu fyrir friði sem hinum fullorðnum bæri ekki aðeins að taka eftir, heldur styðja í orði og verki. UNICEF er ein af lykilstofnunum Sameinuðu þjóðanna í fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Í gildi er rammasamningur milli íslenskra stjórnvalda og UNICEF um kjarnaframlög og margvísleg verkefni víða um heim í þágu barna.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent
„Nú þegar við fögnum 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna skulum við ekki einungis skuldbinda okkur til að hlusta á börn og ungt fólk heldur styðja þau, taka slaginn með þeim og fylgja þeirra fordæmi,“ sagði Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF, í athöfn tileinkaðri 30 ára afmæli Barnasáttmálans í New York í gær. Fore sagði að fyrir þremur áratugum hafi heimurinn verið í miklu breytingaferli. Þá hafi Berlínarmúrinn verið að falla, aðskilnaðarstefnan verið á undanhaldi og veraldarvefurinn orðið til. Það hafi verið í því andrúmslofti sem þjóðarleiðtogar hafi komið saman og gefið öllum börnum heimsins loforð. Að þau ættu rétt á heilbrigðisþjónustu, menntun og vernd. Rétt til að láta rödd sína heyrast. Rétt á framtíð. Fore talaði um að mikill árangur hafi náðst en minnti einnig á hvaða áskoranir börn standi frammi fyrir í dag, árið 2019. Hún rifjaði upp ýmislegt sem hún hafði skrifað í sérstöku bréfi til barna heimsins á dögunum í tilefni þrjátíu ára afmælis Barnasáttmálans eins og að æska barna væri að breytast og börn stæðu frammi fyrir mörgum nýjum áskorunum. Börn og ungmenni væru hins vegar að gera frábæra hluti á borð við loftslagsverkföll, mótmæli, kröfugöngur og baráttu fyrir friði sem hinum fullorðnum bæri ekki aðeins að taka eftir, heldur styðja í orði og verki. UNICEF er ein af lykilstofnunum Sameinuðu þjóðanna í fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu Íslands. Í gildi er rammasamningur milli íslenskra stjórnvalda og UNICEF um kjarnaframlög og margvísleg verkefni víða um heim í þágu barna.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent