Lífið

Brosnan vill konu í hlutverk Bond

Stefán Árni Pálsson skrifar
Brosnan var Bond í fjórum kvikmyndum.
Brosnan var Bond í fjórum kvikmyndum. vísir/getty
Leikarinn Pierce Brosnan segir að það sé kominn tími á það að kvenmaður fari með hlutverk breska leyniþjónustumanninn James Bond.

Brosnan  fór sjálfur með hlutverk 007 á árunum 1995-2002 og var hann sjálfur Bond í fjórum kvikmyndum.

„Við höfum verið að horfa á karlmenn í þessu hlutverki síðustu fjörutíu ár. Það er kominn tími til að karlmennirnir stígi til hliðar og það taki kvenmaður hlutverkið að sér,“ segir Brosnan í samtali við Hollywood Reporter.

Á næsta ári kemur út 25. Bond myndin og ber hún nafnið No Time to Die. Það mun vera síðasta mynd Daniel Craig sem 007. Undanfarið hefur Lashana Lynch verið orðuð við hlutverkið og yrði hún fyrsta konan til að leika Bond.

Brosnan segir aftur á móti að hann telji að það sé ólíklegt að kona fái hlutverkið. Hann telur að framleiðendurnir fari ekki þá leið.

„Ég held að þetta komi ekki til greina. Meðan þessir menn eru við stjórnvölin þá verður karlmaður í aðalhlutverki.“

Næsta Bond-mynd verður frumsýnd um heim allan í apríl á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×