Pólitískur listmálari gefur skít í aðfinnslur Þórarinn Þórarinsson skrifar 11. september 2019 08:15 Ofvirki borgarfulltrúinn Aron Leví veður í málverkin og gefur skít í hvað öðrum finnst. Fréttablaðið/Anton Brink Aron Leví Beck Rúnarsson stígur af varaborgarfulltrúabekknum í næsta mánuði og tekur sæti í borgarstjórn fyrir Samfylkinguna. Þótt hann sé trúr jafnaðarmennskunni er hann sem myndlistarmaður, byggingafræðingur, tónlistarmaður, formaður Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og kórsöngvari í Fóstbræðrum, síður en svo við eina fjölina felldur í lífi og leik. „Þetta er þriðja sýningin í sumar og um leið sú þriðja frá upphafi,“ segir hann um Splash 3x10 sem hann var að opna í Gallerí O sem Regus á Íslandi hýsir í Ármúla 6. „Ég bý í lítilli íbúð með kærustunni og strákunum okkar tveimur þannig að það er rosalega gott að vera með þetta hangandi til sýnis úti í bæ svo maður þurfi ekki að vera með þetta allt heima.“Margir penslar á lofti Þrjár sýningar á stuttum myndlistarferli segja sitt um hversu ákafur Aron Leví er þegar sá gállinn er á honum. „Ég er búinn að vera í þriggja mánaða fæðingarorlofi og hef haft nægan tíma til að mála þannig að ég myndi segja að þróunin hjá mér hafi verið nokkuð hröð. Þótt mánuðirnir séu ekki endilega margir þá eru fjölmargar klukkustundir á bak við þetta og allur frítími minn,“ segir myndlistarmaðurinn sem nýtur þess að nýjasti fjölskyldumeðlimurinn er sérstaklega vær og sefur vel. Aron Leví útilokar ekki að ofvirknin og athyglisbresturinn hafi þarna einhver áhrif enda hafi hann alla tíð haft tilhneigingu til þess að sökkva sér á bólakaf í það sem grípur huga hans hverju sinni. „ADHD hefur náttúrlega gríðarleg áhrif á líf fólks og það er alveg hægt að segja að það sé gaman að vera með ADHD en í stóra samhenginu er það ekki raunin og þetta snýst um að finna styrkleikana sína og halda áfram að þroskast og læra. Það hefur náttúrlega verið mikil vitundarvakning í samfélaginu undanfarin ár en að sama skapi þá eru enn þá gamlir fordómar víða en eru vonandi að deyja út.“Ákafur borgarmálari Aron Leví náði kjöri sem varaborgarfulltrúi fyrir Samfylkinguna í fyrravor en tekur sæti sem borgarfulltrúi í október. „Ég er ótrúlega ánægður með það sem hefur verið að gerast í Reykjavík undanfarin misseri og það er bara frábært og skemmtilegt að fá að taka meiri og virkari þátt í því að bæta borgina. Maður er þarna til þess að gera gagn og þetta snýst ekki um mig heldur að geta brett upp ermarnar og unnið að því að gera hlutina betri en þeir eru og það er eilífðarverkefni.“Hlustar á sjálfan sig Þegar Aron Leví mundar penslana segist hann njóta þess að vera lærður málarameistari þótt olía á striga hafi ekki fangað hug hans fyrr en í seinni tíð. „En ég hef því þekkingu og gott vald á verkfærunum og efnunum þannig að það vefst ekkert fyrir mér að koma hugmyndum mínum á striga. Ég hef líka leyft mér að mála það sem ég vil og gef bara algeran skít í það þótt einhverjir lærðir myndlistarmenn ranghvolfi örugglega augunum yfir sýningunni. Verkin eru bara einhvern veginn sköpun hvers tíma sem fer eftir því hvernig mér líður og hvað mig langar til að búa til. Maður veit aldrei hvaða viðbrögð verkin eru að vekja hjá fólki og þess vegna er mikilvægt að hlusta bara á sjálfan sig í þessu,“ segir Aron Leví og bendir á þann kost að hann þurfi ekki að draga fram lífið á myndlistinni.Tónlistin í genunum Aroni Leví finnst langskemmtilegast að mála abstrakt myndir á stóran striga. „Það er kannski asnalegt að segja það en að vinna abstrakt myndir er pínu eins og að spila á píanó og reyna að hitta á réttu nóturnar til þess að verkið gangi upp.“ Þegar Aron Leví var átján ára kom í ljós að hann hafði verið rangfeðraður og að tónlistaráhuginn hafi í raun verið honum í blóð borinn þar sem í ljós kom að tónlistarmaðurinn Rúnar Þór Pétursson væri blóðfaðir hans. „Það skýrði margt þegar þetta kom í ljós og ég eignast sex ný systkini sem spila öll á hljóðfæri og pabbi minn er náttúrlega frábær tónlistarmaður og bara frábær maður,“ segir Aron Leví sem sjálfur spilar á gítar, bassa og harmóníku auk þess að mála, syngja og brenna fyrir borgarmálum. Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Samfylkingin Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira
Aron Leví Beck Rúnarsson stígur af varaborgarfulltrúabekknum í næsta mánuði og tekur sæti í borgarstjórn fyrir Samfylkinguna. Þótt hann sé trúr jafnaðarmennskunni er hann sem myndlistarmaður, byggingafræðingur, tónlistarmaður, formaður Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og kórsöngvari í Fóstbræðrum, síður en svo við eina fjölina felldur í lífi og leik. „Þetta er þriðja sýningin í sumar og um leið sú þriðja frá upphafi,“ segir hann um Splash 3x10 sem hann var að opna í Gallerí O sem Regus á Íslandi hýsir í Ármúla 6. „Ég bý í lítilli íbúð með kærustunni og strákunum okkar tveimur þannig að það er rosalega gott að vera með þetta hangandi til sýnis úti í bæ svo maður þurfi ekki að vera með þetta allt heima.“Margir penslar á lofti Þrjár sýningar á stuttum myndlistarferli segja sitt um hversu ákafur Aron Leví er þegar sá gállinn er á honum. „Ég er búinn að vera í þriggja mánaða fæðingarorlofi og hef haft nægan tíma til að mála þannig að ég myndi segja að þróunin hjá mér hafi verið nokkuð hröð. Þótt mánuðirnir séu ekki endilega margir þá eru fjölmargar klukkustundir á bak við þetta og allur frítími minn,“ segir myndlistarmaðurinn sem nýtur þess að nýjasti fjölskyldumeðlimurinn er sérstaklega vær og sefur vel. Aron Leví útilokar ekki að ofvirknin og athyglisbresturinn hafi þarna einhver áhrif enda hafi hann alla tíð haft tilhneigingu til þess að sökkva sér á bólakaf í það sem grípur huga hans hverju sinni. „ADHD hefur náttúrlega gríðarleg áhrif á líf fólks og það er alveg hægt að segja að það sé gaman að vera með ADHD en í stóra samhenginu er það ekki raunin og þetta snýst um að finna styrkleikana sína og halda áfram að þroskast og læra. Það hefur náttúrlega verið mikil vitundarvakning í samfélaginu undanfarin ár en að sama skapi þá eru enn þá gamlir fordómar víða en eru vonandi að deyja út.“Ákafur borgarmálari Aron Leví náði kjöri sem varaborgarfulltrúi fyrir Samfylkinguna í fyrravor en tekur sæti sem borgarfulltrúi í október. „Ég er ótrúlega ánægður með það sem hefur verið að gerast í Reykjavík undanfarin misseri og það er bara frábært og skemmtilegt að fá að taka meiri og virkari þátt í því að bæta borgina. Maður er þarna til þess að gera gagn og þetta snýst ekki um mig heldur að geta brett upp ermarnar og unnið að því að gera hlutina betri en þeir eru og það er eilífðarverkefni.“Hlustar á sjálfan sig Þegar Aron Leví mundar penslana segist hann njóta þess að vera lærður málarameistari þótt olía á striga hafi ekki fangað hug hans fyrr en í seinni tíð. „En ég hef því þekkingu og gott vald á verkfærunum og efnunum þannig að það vefst ekkert fyrir mér að koma hugmyndum mínum á striga. Ég hef líka leyft mér að mála það sem ég vil og gef bara algeran skít í það þótt einhverjir lærðir myndlistarmenn ranghvolfi örugglega augunum yfir sýningunni. Verkin eru bara einhvern veginn sköpun hvers tíma sem fer eftir því hvernig mér líður og hvað mig langar til að búa til. Maður veit aldrei hvaða viðbrögð verkin eru að vekja hjá fólki og þess vegna er mikilvægt að hlusta bara á sjálfan sig í þessu,“ segir Aron Leví og bendir á þann kost að hann þurfi ekki að draga fram lífið á myndlistinni.Tónlistin í genunum Aroni Leví finnst langskemmtilegast að mála abstrakt myndir á stóran striga. „Það er kannski asnalegt að segja það en að vinna abstrakt myndir er pínu eins og að spila á píanó og reyna að hitta á réttu nóturnar til þess að verkið gangi upp.“ Þegar Aron Leví var átján ára kom í ljós að hann hafði verið rangfeðraður og að tónlistaráhuginn hafi í raun verið honum í blóð borinn þar sem í ljós kom að tónlistarmaðurinn Rúnar Þór Pétursson væri blóðfaðir hans. „Það skýrði margt þegar þetta kom í ljós og ég eignast sex ný systkini sem spila öll á hljóðfæri og pabbi minn er náttúrlega frábær tónlistarmaður og bara frábær maður,“ segir Aron Leví sem sjálfur spilar á gítar, bassa og harmóníku auk þess að mála, syngja og brenna fyrir borgarmálum.
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Samfylkingin Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira