Samfélagsleg skylda okkar að gera heiminn betri Heimsljós kynnir 11. september 2019 10:15 Guðmundur Halldórsson flytur erindi sitt. UNICEF Samstarfsátakið „Þróunarsamvinna ber ávöxt“ náði hápunkti í gærmorgun þegar fram fór málstofan „Þátttaka fyrirtækja í þróunarsamvinnu.“ Átakið er samstarfsverkefni allra helstu íslensku félagasamtakanna í mannúðarstarfi og alþjóðlegri þróunarsamvinnu auk utanríkisráðuneytisins en að þessu sinni er markmið þess að hvetja fyrirtæki, stór sem smá, til samstarf og til að leggja lóð sín á vogarskálar alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Samstarf sem þetta má nefna Te og kaffi og UNICEF sem hefur varað í yfir áratug. Fyrirtækið styður baráttu UNICEF gegn mænusótt, ebólu og vannæringu barna með ýmsum leiðum, meðal annars með hlutfalli af hverjum seldum kaffibolla á ákveðnu tímabili, sem hefur fengið mjög góðar viðtökur viðskiptavina fyrirtækisins. Málstofan heppnaðist vel og á henni voru flutt mörg fræðandi erindi um ávinning og tækifæri fyrirtækja í því að styðja þróunarsamvinnu. Á mælendaskrá voru auk Sturlu Sigurjónssonar, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins sem flutti opnunarávarp, þau Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu–miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð, Viktoría Valdimarsdóttir, sérfræðingur hjá Ábyrgum lausnum, Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women, Sigurlilja Albertsdóttir, sérfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu, auk þess sem fyrirtækin Marel, Íslandsbanki og Áveitan sögðu stuttar reynslusögur af sinni þátttöku í þróunarsamvinnu. Guðmundur Halldórsson, framkvæmdastjóri Te og Kaffi, fór yfir tíu ára samstarf fyrirtækisins við UNICEF á Íslandi.Rétt að vera í samstarfi við UNICEF á ÍslandiÍ erindi sínu fór Guðmundur meðal annars yfir það í hvað peningarnir hafa farið sem safnast hafa í því samstarfi frá árinu 2008. „Framlögin sem hafa safnast hafa farið í réttindabaráttu fyrir börn um allan heim, baráttuna gegn mænusótt, baráttu gegn ebólu og menntaverkefni fyrir börn í Kólumbíu,“ sagði Guðmundur og benti á að síðastnefnda verkefnið væri í héraði þaðan sem kaffi sem fyrirtækið selur í fyrirtækjasölu sé ræktað. Um ávinning samstarfs við UNICEF á Íslandi sagði Guðmundur að frá árinu 2008 hafi samstarfið verið hryggjarstykkið í stefnu fyrirtækisins um samfélagslega ábyrgð. „Við eigum í samstarfi við UNICEF því okkur finnst rétt að gera það. Við eigum í þessu samstarfi því okkur ber samfélagsleg skylda til að gera heiminn betri.“ Að vitundarvakningunni Þróunarsamvinna ber ávöxt standa auk UNICEF á Íslandi, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Rauði Krossinn, UN Women, SOS barnaþorpin, Barnaheill, ABC barnahjálp, Kristniboðssambandið, Hjálparstarf kirkjunnar, Sól í Tógó og utanríkisráðuneytið.Frétt frá UNICEF á ÍslandiÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent
Samstarfsátakið „Þróunarsamvinna ber ávöxt“ náði hápunkti í gærmorgun þegar fram fór málstofan „Þátttaka fyrirtækja í þróunarsamvinnu.“ Átakið er samstarfsverkefni allra helstu íslensku félagasamtakanna í mannúðarstarfi og alþjóðlegri þróunarsamvinnu auk utanríkisráðuneytisins en að þessu sinni er markmið þess að hvetja fyrirtæki, stór sem smá, til samstarf og til að leggja lóð sín á vogarskálar alþjóðlegrar þróunarsamvinnu. Samstarf sem þetta má nefna Te og kaffi og UNICEF sem hefur varað í yfir áratug. Fyrirtækið styður baráttu UNICEF gegn mænusótt, ebólu og vannæringu barna með ýmsum leiðum, meðal annars með hlutfalli af hverjum seldum kaffibolla á ákveðnu tímabili, sem hefur fengið mjög góðar viðtökur viðskiptavina fyrirtækisins. Málstofan heppnaðist vel og á henni voru flutt mörg fræðandi erindi um ávinning og tækifæri fyrirtækja í því að styðja þróunarsamvinnu. Á mælendaskrá voru auk Sturlu Sigurjónssonar, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins sem flutti opnunarávarp, þau Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu–miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð, Viktoría Valdimarsdóttir, sérfræðingur hjá Ábyrgum lausnum, Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women, Sigurlilja Albertsdóttir, sérfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu, auk þess sem fyrirtækin Marel, Íslandsbanki og Áveitan sögðu stuttar reynslusögur af sinni þátttöku í þróunarsamvinnu. Guðmundur Halldórsson, framkvæmdastjóri Te og Kaffi, fór yfir tíu ára samstarf fyrirtækisins við UNICEF á Íslandi.Rétt að vera í samstarfi við UNICEF á ÍslandiÍ erindi sínu fór Guðmundur meðal annars yfir það í hvað peningarnir hafa farið sem safnast hafa í því samstarfi frá árinu 2008. „Framlögin sem hafa safnast hafa farið í réttindabaráttu fyrir börn um allan heim, baráttuna gegn mænusótt, baráttu gegn ebólu og menntaverkefni fyrir börn í Kólumbíu,“ sagði Guðmundur og benti á að síðastnefnda verkefnið væri í héraði þaðan sem kaffi sem fyrirtækið selur í fyrirtækjasölu sé ræktað. Um ávinning samstarfs við UNICEF á Íslandi sagði Guðmundur að frá árinu 2008 hafi samstarfið verið hryggjarstykkið í stefnu fyrirtækisins um samfélagslega ábyrgð. „Við eigum í samstarfi við UNICEF því okkur finnst rétt að gera það. Við eigum í þessu samstarfi því okkur ber samfélagsleg skylda til að gera heiminn betri.“ Að vitundarvakningunni Þróunarsamvinna ber ávöxt standa auk UNICEF á Íslandi, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Rauði Krossinn, UN Women, SOS barnaþorpin, Barnaheill, ABC barnahjálp, Kristniboðssambandið, Hjálparstarf kirkjunnar, Sól í Tógó og utanríkisráðuneytið.Frétt frá UNICEF á ÍslandiÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent