Herra Hnetusmjör um dóp í rappi: Maður fegrar þetta svo mikið undir áhrifum Stefán Árni Pálsson skrifar 11. september 2019 15:00 Árni Már, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, var einn af viðmælendum í þættinum Óminni á Stöð 2 í gær. Annar þáttur Óminnis fór í loftið í gærkvöldi en þar var meðal annars rætt við ungt fólk sem hafði verið í neyslu og einnig við rapparann Herra Hnetusmjör sem hefur talað opinskátt um það að hafa verið í neyslu. Rapparinn er edrú í dag og hefur verið í töluverðan tíma. Fjallað var um texta í íslenskum rapplögum en stundum er talað um fíkniefni í vinsælustu lögum landsins. „Ég held að krakkar á yngri árum séu að læra að þekkja dópið í gegnum rapptónlistina. Svo þegar þetta kemur hingað þá vilja allir prófa þetta út af því að þetta er það eina sem þeir eru að tala um,“ segir maður sem kom ekki fram undir nafni í þættinum og hafði sjálfur verið í neyslu.Vilja vera eins og rappararnir „Rapparar á Íslandi tala ógeðslega mikið um þetta, ekki bara bandarískir rapparar. Poppa eina pillu og eitthvað svona. Þetta er málað upp sem einhver ótrúlega nettur hlutur og fólk verður bara ógeðslega forvitið og vill vera eins og rappararnir,“ segir ung kona sem kom ekki fram undir nafni í þættinum. „Tónlistin er vinsælasta afþreyingarefnið í heiminum. Það er þannig með rappið að það er svona „keep it real“ regla í rappi. Ekki eins og með poppsöngvara sem eru oft að búa til litla stuttmynd með lagi. Rappið er þannig að þú rappar um það sem þú ert að gera,“ segir Herra Hnetusmjör í þættinum. „Þetta er svo mikil tjáning. Snoop Dogg rappar um gras af því að hann reykir gras alla daga. Það er bara hans raunveruleiki og það er tjáningin hans í tónlistinni. Alveg eins og þegar verið er að fordæma íslenska rappara að spilla börnunum en þetta er bara tjáning.“ „Ég á lag sem heitir 203 Stjórinn þar sem ég opna lagið að ég sé með sólgleraugu inni af því að ég er dópaður á því. Þá er það bara ástand sem ég var í á þeim tíma. Ég var ekki mikið að tjá mig um það þegar ég var fósturstellingunni heima daginn eftir af því að mér leið ömurlega. Þá vildi ég bara vera einn og vorkenna mér. Þegar maður er undir áhrifum þá fegrar maður þetta svo mikið fyrir sér og lætur í tónlistina og tjáninguna sína. Það er hægt að finna allskonar í tjáninguna sína. Í dag er ég ekki að rappa um að fá mér, því ég er ekki að fá mér í dag.“ Þáttaröðin Óminni hóf göngu sína fyrir rúmlega viku á Stöð 2, en þættirnir eru framleiddir af þeim Kristjáni Erni Björgvinssyni, Sólrúnu Freyju Sen og Eyþóri Gunnlaugssyni. Þættirnir verða þrír talsins og eru þeir fjármagnaðir af styrktarsjóðnum Hringfarinn. Í þeim er leitast við að veita innsýn í íslenskan veruleika ungs fólks sem ánetjast hefur fíkniefnum. Fíkn Óminni Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira
Annar þáttur Óminnis fór í loftið í gærkvöldi en þar var meðal annars rætt við ungt fólk sem hafði verið í neyslu og einnig við rapparann Herra Hnetusmjör sem hefur talað opinskátt um það að hafa verið í neyslu. Rapparinn er edrú í dag og hefur verið í töluverðan tíma. Fjallað var um texta í íslenskum rapplögum en stundum er talað um fíkniefni í vinsælustu lögum landsins. „Ég held að krakkar á yngri árum séu að læra að þekkja dópið í gegnum rapptónlistina. Svo þegar þetta kemur hingað þá vilja allir prófa þetta út af því að þetta er það eina sem þeir eru að tala um,“ segir maður sem kom ekki fram undir nafni í þættinum og hafði sjálfur verið í neyslu.Vilja vera eins og rappararnir „Rapparar á Íslandi tala ógeðslega mikið um þetta, ekki bara bandarískir rapparar. Poppa eina pillu og eitthvað svona. Þetta er málað upp sem einhver ótrúlega nettur hlutur og fólk verður bara ógeðslega forvitið og vill vera eins og rappararnir,“ segir ung kona sem kom ekki fram undir nafni í þættinum. „Tónlistin er vinsælasta afþreyingarefnið í heiminum. Það er þannig með rappið að það er svona „keep it real“ regla í rappi. Ekki eins og með poppsöngvara sem eru oft að búa til litla stuttmynd með lagi. Rappið er þannig að þú rappar um það sem þú ert að gera,“ segir Herra Hnetusmjör í þættinum. „Þetta er svo mikil tjáning. Snoop Dogg rappar um gras af því að hann reykir gras alla daga. Það er bara hans raunveruleiki og það er tjáningin hans í tónlistinni. Alveg eins og þegar verið er að fordæma íslenska rappara að spilla börnunum en þetta er bara tjáning.“ „Ég á lag sem heitir 203 Stjórinn þar sem ég opna lagið að ég sé með sólgleraugu inni af því að ég er dópaður á því. Þá er það bara ástand sem ég var í á þeim tíma. Ég var ekki mikið að tjá mig um það þegar ég var fósturstellingunni heima daginn eftir af því að mér leið ömurlega. Þá vildi ég bara vera einn og vorkenna mér. Þegar maður er undir áhrifum þá fegrar maður þetta svo mikið fyrir sér og lætur í tónlistina og tjáninguna sína. Það er hægt að finna allskonar í tjáninguna sína. Í dag er ég ekki að rappa um að fá mér, því ég er ekki að fá mér í dag.“ Þáttaröðin Óminni hóf göngu sína fyrir rúmlega viku á Stöð 2, en þættirnir eru framleiddir af þeim Kristjáni Erni Björgvinssyni, Sólrúnu Freyju Sen og Eyþóri Gunnlaugssyni. Þættirnir verða þrír talsins og eru þeir fjármagnaðir af styrktarsjóðnum Hringfarinn. Í þeim er leitast við að veita innsýn í íslenskan veruleika ungs fólks sem ánetjast hefur fíkniefnum.
Fíkn Óminni Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira