Lífið

Hnausþykk ostasósa með sólþurrkuðum tómötum hjá Júlíönu og Gumma

Stefán Árni Pálsson skrifar
Auddi hrærði og hrærði.
Auddi hrærði og hrærði.
Fjórða þáttaröðin af Ísskápastríðinu fór í loftið á Stöð 2 í gærkvöldi en eins og vanalega keppa þau Guðmundur Benediktsson og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir á móti hvort öðru í matreiðslukeppni og fá þau bæði aðstoð frá landsþekktum einstaklingum.

Að þessu sinni var Auðunn Blöndal með Evu í liði og Júlíana Sara Gunnarsdóttir var með Gumma Ben.

Þau hafa bæði komið áður við sögu í þáttunum en fengu að þessu sinni tækifæri til að bæta sig.

Í þættinum í gær áttu liðin að matreiða forrétt, aðalrétt og eftirrétt. Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins þegar liðin áttu að reiða fram aðalréttinn.

Bæði lið voru í smá vandræðum með að græja sósur en réttirnir heppnuðust mjög vel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×