Lífið

Dómstjórinn "grimmi“ á vappi með ryksuguna

Samúel Karl Ólason skrifar
Símon Sigvaldason, dómstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Símon Sigvaldason, dómstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir
Það er ekki oft sem íbúar og vegfarendur miðborgarinnar sjá fólk á vappi með ryksugu. Það gerðist hins vegar á sunnudaginn og vakti það nokkra furðu. Eiríkur Jónsson fjallaði um mynd sem náðist af manninum þar sem hann skrifaði að „að sumir fari út að ganga með maka sínum á sunnudögum. Aðrir kannski með hundinn, eða börnin. En þessi fór yfir á grænu götuljósi með ryksugu“.



Á mánudaginn kom svo í ljós að þarna var Símon Sigvaldason, dómstjóri í Héraðsdómi Reykjavíkur á ferðinni, sem stundum er kallaður Símon „grimmi“.

Svo virðist sem að Símon hafi ekki staðið undir nafni við ryksuguflutningana en á hann var að koma samstarfsfélögum sínum á óvart með því að gera upp kaffistofu Héraðsdóms Reykjavíkur. Eiríkur hefur eftir samstarfskonu Símonar að hann hafi varið allri helginni í að gera kaffistofuna upp og hafi meðal annars pússað og bæsað veisluborð kaffistofunnar.

Hér að neðan má sjá innslag Ísland í dag frá 2015 þar sem rætt var við Símon.


Tengdar fréttir

Símon Sigvaldason sakfellir nær alltaf

Athugun fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis leiddi í ljós að Símon Sigvaldason, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, hefur aðeins sýknað í tveimur málum af síðustu þrjú hundruð og fjórum sakamálum sem hann hefur dæmt í. Sakfellingarhlutfallið hjá honum er því 99,4 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×