Ólafur: Risastór ákvörðun sem gerir það að verkum að við áttum mjög erfitt uppdráttar að sækja þetta jöfnunarmark Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. september 2019 19:44 Ólafur var ekki par sáttur með rauða spjaldið sem Pétur Viðarsson fékk. Vísir/Vilhelm „Það er við hæfi að óska knattspyrnufélaginu Víkingi og leikmönnum til hamingju með bikarmeistaratitilinn,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, beint eftir leik. Hann hélt svo áfram. „Hvað fer úrskeiðis í sjálfu sér er risastór ákvörðun sem er tekin af fjórða dómara leiksins sem hefur áhrif á leikinn. Þetta var jafn leikur, tilviljun að hann fer í hendina í vítaspyrnunni, bæði lið að spila prýðilega við erfiðar aðstæður.“ „Það er risastór ákvörðun sem gerir það að verkum að við áttum mjög erfitt uppdráttar að sækja jöfnunarmark,“ sagði Ólafur og átti þar við rauða spjaldið sem Pétur Viðarsson fékk fyrir að stíga, að því virtist óvart, á bringuna á Guðmundi Andra Tryggvasyni eftir að þeir börðust um boltann. Ólafur var spurður frekar út í rauða spjaldið. „Þetta var alveg glórulaus ákvörðun. Það er svo fjarri því að þetta sé ásetningur að stíga ofan á hann eins og við upplifðum það hérna. Þetta er í annað eða þriðja skipti í sumar þar sem fjórði dómari ákveður allt í einu að horfa á leikinn og taka ákvörðun.“ „En svo eru auðvitað hlutir í leiknum og annað sem hefðu eflaust getað verið betri þegar þú tapar en þetta var svona leikur þar sem ákveðnar tilviljanir réðu og erfiðar aðstæður,“ sagði Ólafur einnig um leikinn. „4-4-2 tígull, frískir leikmenn, solid vörn. Vorum ánægðir með að koma inn í hálfleikinn eins og staðan var eftir að hafa verið með vindinn í fangið og töluðum um að setja pressu á þá í seinni hálfleik. En því miður var það slegið úr höndunum á okkur,“ sagði Ólafur aðspurður út í hvort eitthvað hefði komið FH-ingum á óvart í uppleggi Víkinga. „Já við munum vinna þá alla,“ var svo svar Ólafs við síðustu spurningu dagsins þegar hann var spurður hvort tapið í dag myndi hafa einhver áhrif á síðustu leiki FH í deildinni. Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Sjáðu markið sem tryggði Víkingum bikarinn og rauða spjaldið sem Pétur fékk Víkingar urðu í kvöld bikarmeistarar í fyrsta sinn síðan 1971. 14. september 2019 19:10 Umfjöllun: Víkingur - FH 1-0 | Víkingar bikarmeistarar í fyrsta sinn í 48 ár Óttar Magnús Karlsson tryggði Víkingi sinn fyrsta bikarmeistaratitil síðan 1971. 14. september 2019 19:30 „Yrði áfall fyrir FH að vinna ekki“ FH og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í dag. 14. september 2019 08:00 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
„Það er við hæfi að óska knattspyrnufélaginu Víkingi og leikmönnum til hamingju með bikarmeistaratitilinn,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, beint eftir leik. Hann hélt svo áfram. „Hvað fer úrskeiðis í sjálfu sér er risastór ákvörðun sem er tekin af fjórða dómara leiksins sem hefur áhrif á leikinn. Þetta var jafn leikur, tilviljun að hann fer í hendina í vítaspyrnunni, bæði lið að spila prýðilega við erfiðar aðstæður.“ „Það er risastór ákvörðun sem gerir það að verkum að við áttum mjög erfitt uppdráttar að sækja jöfnunarmark,“ sagði Ólafur og átti þar við rauða spjaldið sem Pétur Viðarsson fékk fyrir að stíga, að því virtist óvart, á bringuna á Guðmundi Andra Tryggvasyni eftir að þeir börðust um boltann. Ólafur var spurður frekar út í rauða spjaldið. „Þetta var alveg glórulaus ákvörðun. Það er svo fjarri því að þetta sé ásetningur að stíga ofan á hann eins og við upplifðum það hérna. Þetta er í annað eða þriðja skipti í sumar þar sem fjórði dómari ákveður allt í einu að horfa á leikinn og taka ákvörðun.“ „En svo eru auðvitað hlutir í leiknum og annað sem hefðu eflaust getað verið betri þegar þú tapar en þetta var svona leikur þar sem ákveðnar tilviljanir réðu og erfiðar aðstæður,“ sagði Ólafur einnig um leikinn. „4-4-2 tígull, frískir leikmenn, solid vörn. Vorum ánægðir með að koma inn í hálfleikinn eins og staðan var eftir að hafa verið með vindinn í fangið og töluðum um að setja pressu á þá í seinni hálfleik. En því miður var það slegið úr höndunum á okkur,“ sagði Ólafur aðspurður út í hvort eitthvað hefði komið FH-ingum á óvart í uppleggi Víkinga. „Já við munum vinna þá alla,“ var svo svar Ólafs við síðustu spurningu dagsins þegar hann var spurður hvort tapið í dag myndi hafa einhver áhrif á síðustu leiki FH í deildinni.
Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Sjáðu markið sem tryggði Víkingum bikarinn og rauða spjaldið sem Pétur fékk Víkingar urðu í kvöld bikarmeistarar í fyrsta sinn síðan 1971. 14. september 2019 19:10 Umfjöllun: Víkingur - FH 1-0 | Víkingar bikarmeistarar í fyrsta sinn í 48 ár Óttar Magnús Karlsson tryggði Víkingi sinn fyrsta bikarmeistaratitil síðan 1971. 14. september 2019 19:30 „Yrði áfall fyrir FH að vinna ekki“ FH og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í dag. 14. september 2019 08:00 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Sjáðu markið sem tryggði Víkingum bikarinn og rauða spjaldið sem Pétur fékk Víkingar urðu í kvöld bikarmeistarar í fyrsta sinn síðan 1971. 14. september 2019 19:10
Umfjöllun: Víkingur - FH 1-0 | Víkingar bikarmeistarar í fyrsta sinn í 48 ár Óttar Magnús Karlsson tryggði Víkingi sinn fyrsta bikarmeistaratitil síðan 1971. 14. september 2019 19:30
„Yrði áfall fyrir FH að vinna ekki“ FH og Víkingur mætast í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í dag. 14. september 2019 08:00