Lífið

Rikka G aldrei verið eins kalt og í fitufrystingu í New York

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rikki G hafði bætt á sig fimm kg. þegar hann fór í fitufrystingu.
Rikki G hafði bætt á sig fimm kg. þegar hann fór í fitufrystingu.
Í byrjun ágúst fóru þættirnir Rikki fe til Ameríku af stað á Stöð 2. Um er að ræða sex þátta seríu þar sem dagskrárgerðarmaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason, betur þekktur sem Rikki G, heimsækir áfangastaði Icelandair í Bandaríkjunum ásamt Auðunni Blöndal, sem er Íslendingum vel kunnugur.

Borgirnar sex eru Denver, Seattle, Portland, Orlando, Chicago og New York og má því segja að Rikki hafi verið að upplifa nýjan heim á skömmum tíma, enda hafði hann aldrei farið til Bandaríkjanna og hingað til haldið sig við Köben og Tenerife.

Í gær var komið að lokaþættinum þar sem Rikki G heimsótti New York sem var að hans mati besta borgin og fékk hún tíu í einkunn frá Rikka.

Meðal annars skellti Rikki sér á stað sem nefnist Quick Cryo þar sem hann fór í fitufrystingu og átti við það að léttast um hálft kíló.  

Þar átti Ríkharð að fara inn í klefa þar sem kuldinn var svo gott sem ólýsanlegur eins og hann orðaði þar sjálfur.

Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þættinum af Rikki fer til Ameríku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×