Olíufélög bregðast við haldist heimsmarkaðsverð óbreytt Kristinn Haukur Guðnason skrifar 17. september 2019 06:45 Íslendingar gætu séð bensínverðið hækka á næstu dögum. Fréttablaðið/GVA Íslensku olíufélögin hafa ekki tekið ákvörðun um verðhækkanir en fylgjast grannt með stöðunni á mörkuðum erlendis eftir drónaárásina í Sádi-Arabíu. Ef hækkun heimsmarkaðsverðs verður viðvarandi segjast þau munu þurfa að bregðast við. „Við látum daginn líða og fylgjumst með hvort þetta sé viðvarandi hækkun á heimsmarkaðsverði,“ segir Már Erlingsson, aðstoðarforstjóri Skeljungs. „Það eru til miklar olíubirgðir, bæði í Sádi-Arabíu og Bandaríkjunum, og skiptir miklu máli hvað þarlend stjórnvöld gera.“ Vegna viðskiptahagsmuna er birgðastaðan ekki gefin upp en olía er keypt á hverjum degi til að halda henni í jafnvægi. „Ef þetta er viðvarandi ástand þá þurfum við augljóslega að bregðast við,“ segir Már. Hinrik Ö. Bjarnason, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs N1, segir of snemmt að segja til um hvort áhrifin verði til skamms tíma eða vari lengur. „Varðandi þróun verðs hjá okkur þá mun það endurspegla þróun heimsmarkaðsverðs eins og áður,“ segir hann. Sömu sögu er að segja hjá Olís. Jón Árni Ólafsson, sviðsstjóri smásölusviðs, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um verðhækkanir. „Við sjáum töluverða hækkun á markaði nú í morgun þannig að til skemmri tíma munum við eflaust sjá hækkanir hjá okkur vegna framboðsskorts vegna þessara árása. Vonandi næst aftur jafnvægi fljótt á en hvort eða hvenær hækkun verður hjá okkur eða hversu mikil er óvíst en við fylgjumst við grannt með málum,“ segir Jón. Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði snögglega um tæp 20 prósent eftir drónaárásir á tvö olíumannvirki Saudi Aramco í Sádi-Arabíu. Þarna eru 5 prósent af allri heimsframleiðslunni og óvíst er hversu hratt tekst að koma framleiðslunni í fyrra horf. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að gengið verði á varabirgðir ef þess þarf. Már segir að þó að heimsmarkaðsverð hækki viðvarandi um 20 prósent þýði það ekki sambærilegar hækkanir til neytenda. „Mjög stór hluti af verðinu sem neytandinn kaupir bæði bensín og dísil á eru föst gjöld og þessi hækkun myndi ekki hafa áhrif á þau.“ Föst gjöld á bensín eru 90 krónur og virðisaukaskattur ofan á það. Fyrir dísilolíu er það 75 krónur og virðisaukaskattur. Innkaupsverðið hefur verið á bilinu 60 til 65 krónur og þá eru ótalin flutningsgjöld, rannsóknir og fleira. Ef hækkunin er viðvarandi myndu íslensku olíufélögin hækka lítrann um 7 eða 8 krónur miðað við þessar forsendur. Markaðurinn er hins vegar mjög kvikur og á morgun gæti verið gjörbreytt staða. Heimsmarkaðsverðið hefur meiri áhrif á olíukaup útgerðanna þar sem föst gjöld á skipaolíu eru lægri en á bíla. Enn meiri áhrif hefur þetta á flugfélögin þar sem minnst föst gjöld eru á þau. Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50 Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25 Hefur miklar áhyggjur af aukinni spennu eftir árásirnar á olíulindir Sáda Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), kveðst hafa miklar áhyggjur af aukinni spennu í Mið-Austurlöndum eftir loftárásirnar sem gerðar voru á olíulindir Sádi Arabíu um helgina. 16. september 2019 23:00 Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15 Mest lesið „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Sjá meira
Íslensku olíufélögin hafa ekki tekið ákvörðun um verðhækkanir en fylgjast grannt með stöðunni á mörkuðum erlendis eftir drónaárásina í Sádi-Arabíu. Ef hækkun heimsmarkaðsverðs verður viðvarandi segjast þau munu þurfa að bregðast við. „Við látum daginn líða og fylgjumst með hvort þetta sé viðvarandi hækkun á heimsmarkaðsverði,“ segir Már Erlingsson, aðstoðarforstjóri Skeljungs. „Það eru til miklar olíubirgðir, bæði í Sádi-Arabíu og Bandaríkjunum, og skiptir miklu máli hvað þarlend stjórnvöld gera.“ Vegna viðskiptahagsmuna er birgðastaðan ekki gefin upp en olía er keypt á hverjum degi til að halda henni í jafnvægi. „Ef þetta er viðvarandi ástand þá þurfum við augljóslega að bregðast við,“ segir Már. Hinrik Ö. Bjarnason, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs N1, segir of snemmt að segja til um hvort áhrifin verði til skamms tíma eða vari lengur. „Varðandi þróun verðs hjá okkur þá mun það endurspegla þróun heimsmarkaðsverðs eins og áður,“ segir hann. Sömu sögu er að segja hjá Olís. Jón Árni Ólafsson, sviðsstjóri smásölusviðs, segir að engin ákvörðun hafi verið tekin um verðhækkanir. „Við sjáum töluverða hækkun á markaði nú í morgun þannig að til skemmri tíma munum við eflaust sjá hækkanir hjá okkur vegna framboðsskorts vegna þessara árása. Vonandi næst aftur jafnvægi fljótt á en hvort eða hvenær hækkun verður hjá okkur eða hversu mikil er óvíst en við fylgjumst við grannt með málum,“ segir Jón. Heimsmarkaðsverð á olíu hækkaði snögglega um tæp 20 prósent eftir drónaárásir á tvö olíumannvirki Saudi Aramco í Sádi-Arabíu. Þarna eru 5 prósent af allri heimsframleiðslunni og óvíst er hversu hratt tekst að koma framleiðslunni í fyrra horf. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að gengið verði á varabirgðir ef þess þarf. Már segir að þó að heimsmarkaðsverð hækki viðvarandi um 20 prósent þýði það ekki sambærilegar hækkanir til neytenda. „Mjög stór hluti af verðinu sem neytandinn kaupir bæði bensín og dísil á eru föst gjöld og þessi hækkun myndi ekki hafa áhrif á þau.“ Föst gjöld á bensín eru 90 krónur og virðisaukaskattur ofan á það. Fyrir dísilolíu er það 75 krónur og virðisaukaskattur. Innkaupsverðið hefur verið á bilinu 60 til 65 krónur og þá eru ótalin flutningsgjöld, rannsóknir og fleira. Ef hækkunin er viðvarandi myndu íslensku olíufélögin hækka lítrann um 7 eða 8 krónur miðað við þessar forsendur. Markaðurinn er hins vegar mjög kvikur og á morgun gæti verið gjörbreytt staða. Heimsmarkaðsverðið hefur meiri áhrif á olíukaup útgerðanna þar sem föst gjöld á skipaolíu eru lægri en á bíla. Enn meiri áhrif hefur þetta á flugfélögin þar sem minnst föst gjöld eru á þau.
Bensín og olía Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50 Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25 Hefur miklar áhyggjur af aukinni spennu eftir árásirnar á olíulindir Sáda Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), kveðst hafa miklar áhyggjur af aukinni spennu í Mið-Austurlöndum eftir loftárásirnar sem gerðar voru á olíulindir Sádi Arabíu um helgina. 16. september 2019 23:00 Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15 Mest lesið „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Sjá meira
Olíuverð snarhækkaði í Asíu Olíuverð snarhækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun eftir drónaárásirnar sem gerðar voru á olíuvinnslustöðvar í Sádi-Arabíu um helgina. 16. september 2019 06:50
Sádar segja írönsk vopn notuð í árásirnar Hvorki Bandaríkjastjórn, Sádar né uppreisnarmenn Húta hafa lagt fram sannanir um hver stóð að loftárásum á sádi-arabískar olíulindir um helgina. 16. september 2019 16:25
Hefur miklar áhyggjur af aukinni spennu eftir árásirnar á olíulindir Sáda Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), kveðst hafa miklar áhyggjur af aukinni spennu í Mið-Austurlöndum eftir loftárásirnar sem gerðar voru á olíulindir Sádi Arabíu um helgina. 16. september 2019 23:00
Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-Arabíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn í nótt að Bandaríkin gætu brugðist við árás á olíuframleiðslu Sádi-Arabíu með hernaðaraðgerðum. 16. september 2019 09:15