Lífið

Væri gaman að taka bikarinn heim til mömmu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Haffi Haff verður í Allir geta dansað.
Haffi Haff verður í Allir geta dansað.
„Þetta er allt saman svo spennandi og ég get hreinlega ekki beðið,“ Hafsteinn Þór Guðjónsson, betur þekktur sem Haffi Haff, sem tekur þátt í skemmtiþáttunum Allir geta dansað á Stöð 2 í vetur.

„Ég er að hreyfa mig á hverju degi, teygja mig og svoleiðis sem er mjög gaman,“ segir Haffi sem segist samt sem áður vera að spara sig þangað til að keppendur mega byrja að æfa saman.

„Ég kann ýmislegt og hef gaman af  en ég hef ekki dansað samkvæmisdansa eða alla vega ekki mikið, kannski tekið nokkur spor. Mamma mín var ballet dansari og það er mikill dans í okkar samkomu.“

Hann segist vera nokkuð stressaður en aðallega spenntur.

„Það væri nú gaman að taka bikarinn heim til mömmu,“ segir Haffi sem ætlar sér alla leið.






Tengdar fréttir

Bardagakappi úr búrinu á dansgólfið

"Þetta leggst bara vel í mig en ég er líka frekar stressaður,“ segir Jón Viðar Arnþórsson sem mun taka þátt í Allir geta dansað á Stöð 2 en þættirnir hefja göngu sína í nóvember.

Óttast hælaskóna og brúnkuspreyið

„Þetta leggst ótrúlega vel í mig. Fyrir utan hælaskó, sprey-tanið, myndavélarnar, kröfuna á samhæfingu útlima og svoleiðis,“ segir útvarpskonan Valdís Eiríksdóttir sem tekur þátt í Allir geta dansað á Stöð 2 í nóvember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.