Kolbrún Pálína: „Það lærir enginn að skilja eða lenda í ástarsorg“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 26. september 2019 21:30 Silla Páls „Þegar ég fór að skoða skilnaði og afleiðingar þeirra á alla sem að þeim koma, áttaði ég mig á því að okkur er ekki kennt neitt sérstaklega að takast á við sorg og áföll.“ Þetta segir Kolbrún Pálína annar höfundur sjónvarpsþáttanna ÁSTAR sem frumsýndir voru í Sjónvarpi Símans í síðustu viku.Kolbrún, eða Kolla eins og hún er oftast kölluð, starfar sem verkefnastýra fyrir Árvakur. Þessa dagana hefur Kolla haft í ansi mörg horn að líta því ásamt því að vera í 100% starfi og skila af sér sjö þátta sjónvarpsseríu er hún einnig að koma sér fyrir á nýju heimili með börnum sínum og nýju ástinni í lífinu, Jóni Hauki Baldvinssyni.Makamál settust niður með Kollu og fengu að forvitnast aðeins um ástina og lífið. Manstu eftir fyrstu ástinni?Já, fyrsta grunnskólaskotið er alltaf eftirminnilegt og ekkert nema fallegt í minningunni. Þá fyrst upplifði maður áhrif þess að vera skotin, vera feimin og finna kitlið í mallanum. Allskyns áhrif sem að maður skildi svo betur síðar á lífsleiðinni.Silla PálsFinnst þér upplifun þín og sýn á ástina hafa breyst í gegnum árin? Já hún hefur gert það, svo er heimurinn líka alltaf að opnast, sem betur fer. Einhvern veginn tókst samfélaginu að skapa mjög stífan ramma utan um hugmyndina ást og fjölskyldu sem hefur nú sýnt sig að hentar alls ekki öllum og það er bara allt í lagi. Vissulega erum við að læra að fikra okkur áfram með samsettar fjölskyldur, ný form af ástarsamböndum og fleira en oft er samfélagið aðeins seinna að samþykkja svona breytingar.Það dásamlega við þessa þróun er að fólk er að fylgja hjartanu miklu meira en áður. Það sem skiptir hinsvegar höfuðmáli er að vanda sig fram í fingurgóma þegar kemur að litla fólkinu. Fjölskyldumynstur hefur líka breyst mjög mikið að því leyti að ungt fólk í dag er jafnvel farið að halda jól og áramót með góðum vinum. Lífið er svo geggjað og við megum bara velja okkur það fólk sem hentar okkur best. Við erum svolítið að átta okkur á þessu. Það þarf enginn að gera eða vera það sem hann ekki vill. Við höfum öll val.Þeir sem þekkja til Kollu vita að stærsta hlutverk hennar í lífinu og það mikilvægasta er móðurhlutverkið en hún á tvö börn úr fyrra sambandi, Sigurð Viðar og Tinnu Karítas.Móðurástin er ekki lík neinu öðru, þetta er sterkasta tilfinning sem kona getur upplifað. Og í þessum breytingum öllum, eins og skilnaði, þá held ég að flestar mæður geti sammælst um það að litla fólkið er ávallt í forgangi sama hvað gengur á í lífinu. Börnin eru líka svo dásamlega filterslaus og segja allt sem þeim finnst og það sem þau eru að upplifa. Það hefur kennt mér mikið og gefið mér hugrekki til að tala um lífið af miklum heiðarleika við þau því þau eru svo ofurklár og heyra og skilja alltaf meira en maður heldur.Kolla ásamt börnum sínum, Sigurði Viðari og Tinnu KarítasKolla og sambýlismaður hennar til 13 ára slitu samvistum árið 2016 og segir hún það að verða einstæð móðir hafa verið mikið áfall fyrst um sinn en hún hafi þó verið fljót að snúa vörn í sókn.Ég setti mér mörg bæði stór og lítil markmið. Hugsaði hvernig fyrirmynd ég vildi verða fyrir börnin mín, hvað þau gætu tekið gott út úr þessari reynslu, kenndi þeim að það má sýna tilfinningar, bæði góðar og slæmar og að það má vera mannlegur.Það þarf ekki alltaf að fela lífið fyrir börnunum því þau þurfa líka undirbúning inn í sitt líf og í dag er orðið mjög algengt að fólk fari í sundur. Það skiptir því höfuðmáli að börnin fá eins heilbrigða reynslu og hægt er en viti það líka að það sé bara mannlegt að syrgja og það má. Það að fara í gegnum lífið á hnefanum er orðið rosalega þreytt setning og gagnast akkúrat engum. Þeir sem það gera til lengri tíma lenda yfirleitt bara flatir og örmagna á andlitinu og þá er hnefinn ekki að fara að hjálpa þér á fætur.En hvað um ástina í lífi Kolbrúnar í dag? Það er stórt skref að halda áfram með lífið en ef maður neitar sér um það að taka séns á ástinni og áframhaldandi lífi þá endar það bara með sorglegum hætti. Ástin er þess virði að gefa henni tækifæri, en það er líka mikilvægt að vera búinn að jafna sig og endurstilla sig áður en áfram er haldið.Ég upplifi mikið æðruleysi yfir framhaldinu, geri bara þær kröfur að öllum á heimilinu líði vel og öruggum. Er ekki mikið fyrir að skilgreina hlutverk neins. Ætla bara að treysta á lífið og leyfa mér að vera glöð en það er eitthvað sem hefur tekið smá tíma.Kolbrún segir engann hafa lært að ganga í gegnum skilnað eða að lenda í ástarsorg og á þessu tímabili hafi hún sökkt sér mikið í efni tengt ástinni. Hún segist hafa viljað skoða og skilja hvernig hægt væri að gera þessa hluti betur og hvernig hægt væri að fá réttu verkfærin til þess. Þessar hugleiðingar leiddu hana og samstarfskonu hennar, Kristborgu Bóel Steindórsdóttur, áfram í hugmynd í þessari hugmynd sem varð svo að veruleika. Sjónvarpsþættir um ástina. Í uppeldi og kennslu er okkur kennt margt gott og gilt um lífið og tilveruna en þegar ég fór að skoða skilnaði og afleiðingar þeirra á alla sem að þeim koma, áttaði ég mig á því að okkur er ekki kennt neitt sérstaklega að takast á við sorg og áföll. Ég leitaði eftir efni, bókum og fleiru en vantaði haldbærari upplýsingar mér til aðstoðar á erfiðum tíma í mínu lífi.Ég sá því tækifæri í því að demba mér í þessi málefni, pantaði tíma hjá Pálma Guðmundssyni hjá Símanum og þar upphófust einhverjir töfrar. Það var sama í hvaða áttir við fórum í samtalinu, við vorum sammála um að það þyrft að fjalla um þessi mál. Oft liggja góðar hugmyndir í loftinu á sama tíma því Kristborg Bóel kom svo með sambærilega hugmynd stuttu síðar og við vorum leiddar saman í þessu fallega verkefni.Kolla og samstarfskona hennar í þáttunum ÁST, Kristborg Bóel.Silla PálsMakamál þakka Kollu hjartanlega fyrir spjallið og óska henni innilega til hamingju með nýju þættina, nýja heimilið og lífið sjálft. Ástin og lífið Fjölskyldumál Tengdar fréttir Spurning vikunnar: Deilir þú kynferðislegum fantasíum með makanum? Flestir hafa einhverjar fantasíur varðandi kynlíf þó að þær geti auðvitað verið eins misjafnar og fólk er flest. En ætli fólk sé almennt óhrætt við að deila fantasíum sínum með makanum? 20. september 2019 20:00 Einhleypan: Ætlaði að giftast Birgittu Haukdal eða Daniel Radcliffe Oddur Atlason, rekstarstjóri á Petersensvítunni og sérlegur áhugamaður um almennan lúxus, er Einhleypa vikunnar á Makamálum. 19. september 2019 21:15 Ilmheilun fyrir meðgöngu, fæðingu og fjölskylduna Eva Dögg yogakennari, blómabarn og heilsukukklari deilir reynslu sinni af eiturefnalausum lífsstíl og hvernig hægt er að nota ilmkjarnaolíur sem foreldri og í fjölskyldulífinu á námskeiðinu Blómabarn, kjarnaolíur og fjölskyldulíf. 21. september 2019 14:15 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Það má endilega einhver bjóða mér á stefnumót“ Makamál Fyrsta blikið: „Þú gætir verið að lýsa mér“ Makamál Móðurmál: Arna Ýr segir góða reynslu af meðgöngu vera tabú Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál „Spurði hversu mörgum stelpum hann væri búinn að senda þessa línu“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
„Þegar ég fór að skoða skilnaði og afleiðingar þeirra á alla sem að þeim koma, áttaði ég mig á því að okkur er ekki kennt neitt sérstaklega að takast á við sorg og áföll.“ Þetta segir Kolbrún Pálína annar höfundur sjónvarpsþáttanna ÁSTAR sem frumsýndir voru í Sjónvarpi Símans í síðustu viku.Kolbrún, eða Kolla eins og hún er oftast kölluð, starfar sem verkefnastýra fyrir Árvakur. Þessa dagana hefur Kolla haft í ansi mörg horn að líta því ásamt því að vera í 100% starfi og skila af sér sjö þátta sjónvarpsseríu er hún einnig að koma sér fyrir á nýju heimili með börnum sínum og nýju ástinni í lífinu, Jóni Hauki Baldvinssyni.Makamál settust niður með Kollu og fengu að forvitnast aðeins um ástina og lífið. Manstu eftir fyrstu ástinni?Já, fyrsta grunnskólaskotið er alltaf eftirminnilegt og ekkert nema fallegt í minningunni. Þá fyrst upplifði maður áhrif þess að vera skotin, vera feimin og finna kitlið í mallanum. Allskyns áhrif sem að maður skildi svo betur síðar á lífsleiðinni.Silla PálsFinnst þér upplifun þín og sýn á ástina hafa breyst í gegnum árin? Já hún hefur gert það, svo er heimurinn líka alltaf að opnast, sem betur fer. Einhvern veginn tókst samfélaginu að skapa mjög stífan ramma utan um hugmyndina ást og fjölskyldu sem hefur nú sýnt sig að hentar alls ekki öllum og það er bara allt í lagi. Vissulega erum við að læra að fikra okkur áfram með samsettar fjölskyldur, ný form af ástarsamböndum og fleira en oft er samfélagið aðeins seinna að samþykkja svona breytingar.Það dásamlega við þessa þróun er að fólk er að fylgja hjartanu miklu meira en áður. Það sem skiptir hinsvegar höfuðmáli er að vanda sig fram í fingurgóma þegar kemur að litla fólkinu. Fjölskyldumynstur hefur líka breyst mjög mikið að því leyti að ungt fólk í dag er jafnvel farið að halda jól og áramót með góðum vinum. Lífið er svo geggjað og við megum bara velja okkur það fólk sem hentar okkur best. Við erum svolítið að átta okkur á þessu. Það þarf enginn að gera eða vera það sem hann ekki vill. Við höfum öll val.Þeir sem þekkja til Kollu vita að stærsta hlutverk hennar í lífinu og það mikilvægasta er móðurhlutverkið en hún á tvö börn úr fyrra sambandi, Sigurð Viðar og Tinnu Karítas.Móðurástin er ekki lík neinu öðru, þetta er sterkasta tilfinning sem kona getur upplifað. Og í þessum breytingum öllum, eins og skilnaði, þá held ég að flestar mæður geti sammælst um það að litla fólkið er ávallt í forgangi sama hvað gengur á í lífinu. Börnin eru líka svo dásamlega filterslaus og segja allt sem þeim finnst og það sem þau eru að upplifa. Það hefur kennt mér mikið og gefið mér hugrekki til að tala um lífið af miklum heiðarleika við þau því þau eru svo ofurklár og heyra og skilja alltaf meira en maður heldur.Kolla ásamt börnum sínum, Sigurði Viðari og Tinnu KarítasKolla og sambýlismaður hennar til 13 ára slitu samvistum árið 2016 og segir hún það að verða einstæð móðir hafa verið mikið áfall fyrst um sinn en hún hafi þó verið fljót að snúa vörn í sókn.Ég setti mér mörg bæði stór og lítil markmið. Hugsaði hvernig fyrirmynd ég vildi verða fyrir börnin mín, hvað þau gætu tekið gott út úr þessari reynslu, kenndi þeim að það má sýna tilfinningar, bæði góðar og slæmar og að það má vera mannlegur.Það þarf ekki alltaf að fela lífið fyrir börnunum því þau þurfa líka undirbúning inn í sitt líf og í dag er orðið mjög algengt að fólk fari í sundur. Það skiptir því höfuðmáli að börnin fá eins heilbrigða reynslu og hægt er en viti það líka að það sé bara mannlegt að syrgja og það má. Það að fara í gegnum lífið á hnefanum er orðið rosalega þreytt setning og gagnast akkúrat engum. Þeir sem það gera til lengri tíma lenda yfirleitt bara flatir og örmagna á andlitinu og þá er hnefinn ekki að fara að hjálpa þér á fætur.En hvað um ástina í lífi Kolbrúnar í dag? Það er stórt skref að halda áfram með lífið en ef maður neitar sér um það að taka séns á ástinni og áframhaldandi lífi þá endar það bara með sorglegum hætti. Ástin er þess virði að gefa henni tækifæri, en það er líka mikilvægt að vera búinn að jafna sig og endurstilla sig áður en áfram er haldið.Ég upplifi mikið æðruleysi yfir framhaldinu, geri bara þær kröfur að öllum á heimilinu líði vel og öruggum. Er ekki mikið fyrir að skilgreina hlutverk neins. Ætla bara að treysta á lífið og leyfa mér að vera glöð en það er eitthvað sem hefur tekið smá tíma.Kolbrún segir engann hafa lært að ganga í gegnum skilnað eða að lenda í ástarsorg og á þessu tímabili hafi hún sökkt sér mikið í efni tengt ástinni. Hún segist hafa viljað skoða og skilja hvernig hægt væri að gera þessa hluti betur og hvernig hægt væri að fá réttu verkfærin til þess. Þessar hugleiðingar leiddu hana og samstarfskonu hennar, Kristborgu Bóel Steindórsdóttur, áfram í hugmynd í þessari hugmynd sem varð svo að veruleika. Sjónvarpsþættir um ástina. Í uppeldi og kennslu er okkur kennt margt gott og gilt um lífið og tilveruna en þegar ég fór að skoða skilnaði og afleiðingar þeirra á alla sem að þeim koma, áttaði ég mig á því að okkur er ekki kennt neitt sérstaklega að takast á við sorg og áföll. Ég leitaði eftir efni, bókum og fleiru en vantaði haldbærari upplýsingar mér til aðstoðar á erfiðum tíma í mínu lífi.Ég sá því tækifæri í því að demba mér í þessi málefni, pantaði tíma hjá Pálma Guðmundssyni hjá Símanum og þar upphófust einhverjir töfrar. Það var sama í hvaða áttir við fórum í samtalinu, við vorum sammála um að það þyrft að fjalla um þessi mál. Oft liggja góðar hugmyndir í loftinu á sama tíma því Kristborg Bóel kom svo með sambærilega hugmynd stuttu síðar og við vorum leiddar saman í þessu fallega verkefni.Kolla og samstarfskona hennar í þáttunum ÁST, Kristborg Bóel.Silla PálsMakamál þakka Kollu hjartanlega fyrir spjallið og óska henni innilega til hamingju með nýju þættina, nýja heimilið og lífið sjálft.
Ástin og lífið Fjölskyldumál Tengdar fréttir Spurning vikunnar: Deilir þú kynferðislegum fantasíum með makanum? Flestir hafa einhverjar fantasíur varðandi kynlíf þó að þær geti auðvitað verið eins misjafnar og fólk er flest. En ætli fólk sé almennt óhrætt við að deila fantasíum sínum með makanum? 20. september 2019 20:00 Einhleypan: Ætlaði að giftast Birgittu Haukdal eða Daniel Radcliffe Oddur Atlason, rekstarstjóri á Petersensvítunni og sérlegur áhugamaður um almennan lúxus, er Einhleypa vikunnar á Makamálum. 19. september 2019 21:15 Ilmheilun fyrir meðgöngu, fæðingu og fjölskylduna Eva Dögg yogakennari, blómabarn og heilsukukklari deilir reynslu sinni af eiturefnalausum lífsstíl og hvernig hægt er að nota ilmkjarnaolíur sem foreldri og í fjölskyldulífinu á námskeiðinu Blómabarn, kjarnaolíur og fjölskyldulíf. 21. september 2019 14:15 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Það má endilega einhver bjóða mér á stefnumót“ Makamál Fyrsta blikið: „Þú gætir verið að lýsa mér“ Makamál Móðurmál: Arna Ýr segir góða reynslu af meðgöngu vera tabú Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál „Spurði hversu mörgum stelpum hann væri búinn að senda þessa línu“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Spurning vikunnar: Deilir þú kynferðislegum fantasíum með makanum? Flestir hafa einhverjar fantasíur varðandi kynlíf þó að þær geti auðvitað verið eins misjafnar og fólk er flest. En ætli fólk sé almennt óhrætt við að deila fantasíum sínum með makanum? 20. september 2019 20:00
Einhleypan: Ætlaði að giftast Birgittu Haukdal eða Daniel Radcliffe Oddur Atlason, rekstarstjóri á Petersensvítunni og sérlegur áhugamaður um almennan lúxus, er Einhleypa vikunnar á Makamálum. 19. september 2019 21:15
Ilmheilun fyrir meðgöngu, fæðingu og fjölskylduna Eva Dögg yogakennari, blómabarn og heilsukukklari deilir reynslu sinni af eiturefnalausum lífsstíl og hvernig hægt er að nota ilmkjarnaolíur sem foreldri og í fjölskyldulífinu á námskeiðinu Blómabarn, kjarnaolíur og fjölskyldulíf. 21. september 2019 14:15