Lífið

Cheng Cheng fæddi tvíbura og stendur sig „dásamlega í móðurhlutverkinu“

Eiður Þór Árnason skrifar
Móðirin og húnarnir eru við góða heilsu en þeir hafa ekki enn hlotið nafn.
Móðirin og húnarnir eru við góða heilsu en þeir hafa ekki enn hlotið nafn. Vísir/EPA - Skjáskot/Zoo Berlin
Dýragarðurinn í Berlín tók á móti sjaldgæfum risapöndutvíburum á laugardag en aldrei áður hefur pandadýr átt afkvæmi í Þýskalandi. Hin sex ára gamla MengMeng fæddi pönduhúnana eftir 147 daga meðgöngu, er fram kom í tilkynningu frá dýragarðinum.

Risapöndur eru skilgreindar sem viðkvæm dýrategund af Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum og eru fregnir laugardagsins því jákvæðar fyrir varðveislu pandastofnsins. Talið er að einungis 1.864 fullvaxta pöndur lifi í sínu náttúrulega umhverfi.

Myndband sem var birt af dýragarðinum sýnir MengMeng halda á öðrum unganna. Móðirin og ungarnir eru við góða heilsu og sagði Andreas Knieriem, dýralæknir og forstöðumaður dýragarðsins, að MengMeng hafi staðið sig „dásamlega í móðurhlutverkinu“ fram að þessu.

Húnarnir hafa ekki hlotið nafn og verða ekki til sýnis fyrir gesti dýragarðsins á næstunni til að gefa þeim og móðurinni nauðsynlegan frið. Einstaklega erfitt er fyrir pandadýr að fjölga sér en pandabirnur hafa einungis um 24 til 72 klukkutíma glugga á ári til að verða óléttar.

ChengCheng, líkt og flestallar pöndur sem dvelja í dýragörðum víða um heim, er í eigu kínverskra stjórnvalda og verður dýragarðinum endanlega gert að skila húnunum til Kína.

Hér má sjá Cheng Cheng með öðrum húnanna en feður pönduhúna taka gjarnan ekki þátt í uppeldinu.EPA/Zoo Berlin
Húnarnir hafa ekki hlotið nafn.vísir/Ap

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.