Simone Biles sendi fjölskyldu fórnarlamba bróður síns samúðarkveðjur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2019 15:30 Simone Biles. Getty/Jamie Squire Það eru erfiðir tímar hjá bestu fimleikakonu heims eftir að bróðir hennar framdi þrefalt morð. Simone Biles hefur nú tjáð sig í fyrsta sinn um hryllilegan glæp bróður síns. Það þekkja flestir Simone Biles sem brosandi og lífsglaða stelpu sem hefur verið nánast í sérflokki í fimleikasalnum síðustu ár. Það var mikið áfall fyrir hana þegar fréttist af örlögum bróður hennar. Simone Biles vildi senda fjölskyldu fórnarlamba bróður síns „innilegar samúðarkveðjur“ en hann framdi morðin á gamlárskvöld.In her first comments since her brother's arrest on a murder charge, Simone Biles expressed her "sincere condolences" to the victims of the New Year's Eve shooting. https://t.co/hDWErVzlhE — USA TODAY Sports (@usatodaysports) September 3, 2019Bróðir hennar heitir Tevin Biles-Thomas og Simone Biles var að ræða þetta mál í fyrsta sinn frá því að hann var handtekinn fyrir morðið. Hann var kærður fyrir morð, grófa árás og meinsæri. Biles segir að hún eigi enn erfitt með að melta þessar hræðilegu fréttir. Morðin framdi hann í partíi á gamlárskvöld eftir að hópur óboðinna manna mætti á svæðið og voru beðnir um að yfirgefa veisluna. Auk þeirra þriggja sem létust, slösuðust tveir til viðbótar. „Hjarta mitt er hjá öllum sem lentu í þessu og þá sérstaklega hjá fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra. Það er ekkert sem ég get sagt sem mun lækna þeirra sársauka en ég vil samt nota tækifærið og senda öllum innilegar samúðarkveðjur sem þessi hræðilegi harmleikur snerti,“ sagði Simone Biles. Simone Biles ólst ekki upp með bróður sínum en hún var þriggja ára gömul þegar hún, bróðir hennar og tvö önnur systkini voru sett í fóstur vegna eiturlyfja- og áfengisvandamála móður hennar. Biles og yngri systir hennar, Adria, fóru seinna til afa síns og eiginkonu hans, Ron og Nellie Biles. Þau ættleiddu báðar stelpurnar þegar Biles var sex ára og hafa síðan átt heima í Houston. Biles-Thomas og fjórða systkinið ólust aftur á móti upp hjá öðrum ættingjum í Cleveland. Simone Biles varð fjórfaldur Ólympíumeistari í Ríó 2016 og hefur unnið fjórtán gullverðlaun á heimsmeistaramótum. Hún er í frábæru formi þessa dagana og til alls líkleg á næsta ári þegar Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó í Japan. Bandaríkin Fimleikar Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira
Það eru erfiðir tímar hjá bestu fimleikakonu heims eftir að bróðir hennar framdi þrefalt morð. Simone Biles hefur nú tjáð sig í fyrsta sinn um hryllilegan glæp bróður síns. Það þekkja flestir Simone Biles sem brosandi og lífsglaða stelpu sem hefur verið nánast í sérflokki í fimleikasalnum síðustu ár. Það var mikið áfall fyrir hana þegar fréttist af örlögum bróður hennar. Simone Biles vildi senda fjölskyldu fórnarlamba bróður síns „innilegar samúðarkveðjur“ en hann framdi morðin á gamlárskvöld.In her first comments since her brother's arrest on a murder charge, Simone Biles expressed her "sincere condolences" to the victims of the New Year's Eve shooting. https://t.co/hDWErVzlhE — USA TODAY Sports (@usatodaysports) September 3, 2019Bróðir hennar heitir Tevin Biles-Thomas og Simone Biles var að ræða þetta mál í fyrsta sinn frá því að hann var handtekinn fyrir morðið. Hann var kærður fyrir morð, grófa árás og meinsæri. Biles segir að hún eigi enn erfitt með að melta þessar hræðilegu fréttir. Morðin framdi hann í partíi á gamlárskvöld eftir að hópur óboðinna manna mætti á svæðið og voru beðnir um að yfirgefa veisluna. Auk þeirra þriggja sem létust, slösuðust tveir til viðbótar. „Hjarta mitt er hjá öllum sem lentu í þessu og þá sérstaklega hjá fórnarlömbunum og fjölskyldum þeirra. Það er ekkert sem ég get sagt sem mun lækna þeirra sársauka en ég vil samt nota tækifærið og senda öllum innilegar samúðarkveðjur sem þessi hræðilegi harmleikur snerti,“ sagði Simone Biles. Simone Biles ólst ekki upp með bróður sínum en hún var þriggja ára gömul þegar hún, bróðir hennar og tvö önnur systkini voru sett í fóstur vegna eiturlyfja- og áfengisvandamála móður hennar. Biles og yngri systir hennar, Adria, fóru seinna til afa síns og eiginkonu hans, Ron og Nellie Biles. Þau ættleiddu báðar stelpurnar þegar Biles var sex ára og hafa síðan átt heima í Houston. Biles-Thomas og fjórða systkinið ólust aftur á móti upp hjá öðrum ættingjum í Cleveland. Simone Biles varð fjórfaldur Ólympíumeistari í Ríó 2016 og hefur unnið fjórtán gullverðlaun á heimsmeistaramótum. Hún er í frábæru formi þessa dagana og til alls líkleg á næsta ári þegar Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó í Japan.
Bandaríkin Fimleikar Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira