Furðulegar og strangar reglur sem keppendur í The Bachelorette þurfa að fara eftir Stefán Árni Pálsson skrifar 3. september 2019 15:30 Það er ekkert grín að taka þátt. Furðulegar og strangar reglur sem keppendur í The Bachelorette þurfa að fara eftir Þættirnir The Bachelorette, The Bachelor og Bachelor in Paradise eru allir mjög vinsælar raunveruleikaþáttaraðir. Þættirnir hafa verið í framleiðslu hjá ABC í Bandaríkjunum í mörg ár. Til að taka þátt verða allir keppendur að samþykkja að fara eftir mjög ströngum reglum en á YouTube-síðunni The Talko er farið ítarlega yfir þær reglur sem þátttakendur í The Bachelorette þurfa að fara eftir á meðan tökum stendur. - Þættirnir eru teknir upp nokkrum mánuðum áður en þeir fara í loftið og því þurfa allir sem koma að þáttunum að halda allri atburðarrás leyndri. Ef einhver verður uppvís af því að kjafta frá því sem gerist í upptökunum gæti sá aðili þurft að borga 5 milljónir dollara í sekt. - Keppendur mega aðeins drekka tvo áfenga drykki á hverri klukkustund til að koma í veg fyrir of mikla ölvun. - Keppendur þurf að borða á ákveðnum tímum og mega ekki nærast þegar verið er að taka upp. Smjatt fer ekki vel í áhorfendur sem vilja frekar hlusta á samtöl á milli fólks. Það er ástæðan fyrir því að keppendur borða aldrei á stefnumótum í þáttunum. - Ef þú tekur þátt er ekki leyfilegt að vera í öðru rómantísku sambandi með öðrum aðila. Þessi regla hefur aftur á móti verið brotin nokkrum sinnum. - Allir þátttakendur þurfa að fara í gegnum heljarinnar læknisskoðun, bæði líkamleg og andleg. Fólk með smitandi sjúkdóma fá ekki að taka þátt. - Á meðan keppendur eru í tökum mega þeir ekki nota síma, hlusta á tónlist, fara á netið eða lesa bók. Eina bókin sem leyfilegt er að lesa er Biblían. - Ákveðin orð eru bönnuð í þáttunum og hika framleiðendur ekki við það að taka upp ákveðin atriði aftur ef orðalagið er ekki rétt. - Keppendur fá ekki krónu borgað fyrir það að taka þátt. Sumir segja upp atvinnu sinni til að fá að vera með og hafa því ekki neina vinnu til að snúa við í þegar þátttöku þeirra er lokið. Ef þú ferð alla leið í þáttunum fá keppendur trúlofunarhring að andvirði um 12 milljónir króna. Aftur á móti til að fá að halda hringnum verður parið að vera saman í að minnsta kosti tvö ár. - Keppendur verða að taka þátt í öllum stefnumótum. Stundum eru stefnumótin hreinlega ógnvekjandi eins og til að mynda að fara í teygjustökk. Ekki er leyfilegt að sneiða framhjá ákveðnum hlutum af stefnumótinni og hafa þátttakendur skrifað undir samning þess efnis. - ABC ræður til sín einkaspæjara til fara vel og vandlega yfir alla keppendur og fortíð þeirra. Svo að það komi ekki upp erfið mál fyrir sjónvarpsstöðina seinna meir. - Keppendur mega aðeins taka með sér tvær ferðatöskur í þættina en sumir þurfa að vera að heiman í margar vikur við gerð þáttanna. - Það má enginn tjá sig um stjórnmál í þáttunum. - Keppendur hafa allir skrifað undir samning að framleiðendur mega taka upp allt sem gerist. Í raun má ABC taka upp efni af öllum þátttakendum í heilt ár. Ekki er leyfilegt að taka þátt í öðrum þáttaröðum á annarri sjónvarpsstöð á þeim tíma. Hollywood Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Sjá meira
Furðulegar og strangar reglur sem keppendur í The Bachelorette þurfa að fara eftir Þættirnir The Bachelorette, The Bachelor og Bachelor in Paradise eru allir mjög vinsælar raunveruleikaþáttaraðir. Þættirnir hafa verið í framleiðslu hjá ABC í Bandaríkjunum í mörg ár. Til að taka þátt verða allir keppendur að samþykkja að fara eftir mjög ströngum reglum en á YouTube-síðunni The Talko er farið ítarlega yfir þær reglur sem þátttakendur í The Bachelorette þurfa að fara eftir á meðan tökum stendur. - Þættirnir eru teknir upp nokkrum mánuðum áður en þeir fara í loftið og því þurfa allir sem koma að þáttunum að halda allri atburðarrás leyndri. Ef einhver verður uppvís af því að kjafta frá því sem gerist í upptökunum gæti sá aðili þurft að borga 5 milljónir dollara í sekt. - Keppendur mega aðeins drekka tvo áfenga drykki á hverri klukkustund til að koma í veg fyrir of mikla ölvun. - Keppendur þurf að borða á ákveðnum tímum og mega ekki nærast þegar verið er að taka upp. Smjatt fer ekki vel í áhorfendur sem vilja frekar hlusta á samtöl á milli fólks. Það er ástæðan fyrir því að keppendur borða aldrei á stefnumótum í þáttunum. - Ef þú tekur þátt er ekki leyfilegt að vera í öðru rómantísku sambandi með öðrum aðila. Þessi regla hefur aftur á móti verið brotin nokkrum sinnum. - Allir þátttakendur þurfa að fara í gegnum heljarinnar læknisskoðun, bæði líkamleg og andleg. Fólk með smitandi sjúkdóma fá ekki að taka þátt. - Á meðan keppendur eru í tökum mega þeir ekki nota síma, hlusta á tónlist, fara á netið eða lesa bók. Eina bókin sem leyfilegt er að lesa er Biblían. - Ákveðin orð eru bönnuð í þáttunum og hika framleiðendur ekki við það að taka upp ákveðin atriði aftur ef orðalagið er ekki rétt. - Keppendur fá ekki krónu borgað fyrir það að taka þátt. Sumir segja upp atvinnu sinni til að fá að vera með og hafa því ekki neina vinnu til að snúa við í þegar þátttöku þeirra er lokið. Ef þú ferð alla leið í þáttunum fá keppendur trúlofunarhring að andvirði um 12 milljónir króna. Aftur á móti til að fá að halda hringnum verður parið að vera saman í að minnsta kosti tvö ár. - Keppendur verða að taka þátt í öllum stefnumótum. Stundum eru stefnumótin hreinlega ógnvekjandi eins og til að mynda að fara í teygjustökk. Ekki er leyfilegt að sneiða framhjá ákveðnum hlutum af stefnumótinni og hafa þátttakendur skrifað undir samning þess efnis. - ABC ræður til sín einkaspæjara til fara vel og vandlega yfir alla keppendur og fortíð þeirra. Svo að það komi ekki upp erfið mál fyrir sjónvarpsstöðina seinna meir. - Keppendur mega aðeins taka með sér tvær ferðatöskur í þættina en sumir þurfa að vera að heiman í margar vikur við gerð þáttanna. - Það má enginn tjá sig um stjórnmál í þáttunum. - Keppendur hafa allir skrifað undir samning að framleiðendur mega taka upp allt sem gerist. Í raun má ABC taka upp efni af öllum þátttakendum í heilt ár. Ekki er leyfilegt að taka þátt í öðrum þáttaröðum á annarri sjónvarpsstöð á þeim tíma.
Hollywood Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Sjá meira