Uppgjör: Leclerc með magnaðan heimasigur Bragi Þórðarson skrifar 9. september 2019 17:30 Leclerc fagnaði vel og innilega fyrir framan trylltu ítölsku aðdáendurna um helgina. Getty Fjórtandi kappakstur Formúlu 1 tímabilsins fór fram á Ítalíu um helgina. Charles Leclerc stóð uppi sem sigurvegari fyrir framan fullar stúkur Ferrari stuðningsmanna á Monza. Slagurinn um fyrsta sætið var gríðarlega harður og mátti Leclerc þola mikla pressu frá fimmfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton. Hamilton reyndi tvíveigis að fara framúr og var ljóst að Mercedes bílarnir voru hraðari þegar leið á kappaksturinn. Að lokum gerði Bretinn sjaldséð mistök og hleypti því liðsfélaga sínum, Valtteri Bottas framúr. Þá þurfti Leclerc að verjast gegn Finnanum sem hann gerði snilldarlega og endaði að lokum aðeins hálfri sekúndu á undan Mercedes ökumanninum. Leclerc hefur nú unnið tvisvar í röð en ungi Mónakó búinn vann sinn fyrsta kappakstur um þar síðustu helgi á Spa. Úrslitin þýða að Charles er kominn upp í fjórða sæti mótsins á undan liðsfélaga sínum, Sebastian Vettel. Sebastian Vettel gerði ökumannsmistök á sjötta hring sem kostuðu hann dýrt.GettyMartröð Vettel heldur áframEftir að hafa tapað fyrir unga liðsfélaga sínum í tímatökum, sjöunda skiptið í röð, varð Vettel að sætta sig við að ræsa fjórði á eftir báðum Mercedes ökuþórunum. Á sjötta hring snéri Þjóðverjinn Ferrari bifreið sinni enn einu sinni. Þegar hann kom inn á brautina aftur klessti hann á Lance Stroll, braut framvæng sinn og fékk refsingu að launum. Að lokum endaði Vettel þrettándi og án stiga. Kappaksturinn var frábær fyrir Renault lið sem sárvantaði stig í keppni bílasmiða. Ökumenn liðsins, þeir Daniel Ricciardo og Nico Hulkenberg, enduðu í fjórða og fimmta sæti á Monza. Fyrir vikið fékk Renault 22 stig í keppni bílasmiða og er liðið nú komið upp í fimmta sætið. Lítið hefur gengið upp hjá verksmiðjuliði Renault þetta tímabil og voru því úrslit helgarinnar algjör himnasending fyrir franska liðið. Þrátt fyrir að vera án sigurs í síðustu tveimur keppnum virðist ekkert getað stoppað Lewis Hamilton og Mercedes frá því að vera meistarar í ár. Bretinn hefur 63. stiga forskot í keppni ökuþóra og forskot Mercedes á Ferrari í keppni bílasmiða eru rúmlega 150 stig. Formúla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Fjórtandi kappakstur Formúlu 1 tímabilsins fór fram á Ítalíu um helgina. Charles Leclerc stóð uppi sem sigurvegari fyrir framan fullar stúkur Ferrari stuðningsmanna á Monza. Slagurinn um fyrsta sætið var gríðarlega harður og mátti Leclerc þola mikla pressu frá fimmfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton. Hamilton reyndi tvíveigis að fara framúr og var ljóst að Mercedes bílarnir voru hraðari þegar leið á kappaksturinn. Að lokum gerði Bretinn sjaldséð mistök og hleypti því liðsfélaga sínum, Valtteri Bottas framúr. Þá þurfti Leclerc að verjast gegn Finnanum sem hann gerði snilldarlega og endaði að lokum aðeins hálfri sekúndu á undan Mercedes ökumanninum. Leclerc hefur nú unnið tvisvar í röð en ungi Mónakó búinn vann sinn fyrsta kappakstur um þar síðustu helgi á Spa. Úrslitin þýða að Charles er kominn upp í fjórða sæti mótsins á undan liðsfélaga sínum, Sebastian Vettel. Sebastian Vettel gerði ökumannsmistök á sjötta hring sem kostuðu hann dýrt.GettyMartröð Vettel heldur áframEftir að hafa tapað fyrir unga liðsfélaga sínum í tímatökum, sjöunda skiptið í röð, varð Vettel að sætta sig við að ræsa fjórði á eftir báðum Mercedes ökuþórunum. Á sjötta hring snéri Þjóðverjinn Ferrari bifreið sinni enn einu sinni. Þegar hann kom inn á brautina aftur klessti hann á Lance Stroll, braut framvæng sinn og fékk refsingu að launum. Að lokum endaði Vettel þrettándi og án stiga. Kappaksturinn var frábær fyrir Renault lið sem sárvantaði stig í keppni bílasmiða. Ökumenn liðsins, þeir Daniel Ricciardo og Nico Hulkenberg, enduðu í fjórða og fimmta sæti á Monza. Fyrir vikið fékk Renault 22 stig í keppni bílasmiða og er liðið nú komið upp í fimmta sætið. Lítið hefur gengið upp hjá verksmiðjuliði Renault þetta tímabil og voru því úrslit helgarinnar algjör himnasending fyrir franska liðið. Þrátt fyrir að vera án sigurs í síðustu tveimur keppnum virðist ekkert getað stoppað Lewis Hamilton og Mercedes frá því að vera meistarar í ár. Bretinn hefur 63. stiga forskot í keppni ökuþóra og forskot Mercedes á Ferrari í keppni bílasmiða eru rúmlega 150 stig.
Formúla Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira