Spæjaraskóli fyrir krakka settur á laggirnar á Akureyri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. ágúst 2019 11:37 Krakkar á aldrinum 9-12 ára munu geta verið áskrifendur að spæjarakössum. getty/George Rinhart/facebook „Þetta eru í rauninni ráðgátukassar í áskrift fyrir 9-12 ára krakka. Hugmyndin er að í hverjum kassa er ein saga, bara ráðgátusaga sem að áskrifandinn þarf að aðstoða aðalpersónurnar við,“ segir Lína Rut Olgeirsdóttir, einn stofnenda Spæjaraskólans sem hefur verið settur á laggirnar á Akureyri. Spæjaraskólinn eru áskriftakassar fyrir krakka þar sem leysa þarf hinar ýmsu ráðgátur. Sagan í fyrsta áskriftakassanum ber heitið Listaverkaráðgátan en í honum þarf áskrifandinn að aðstoða Klöru Sif og Atla Pavel, aðalpersónur sagnanna, að leysa ráðgátuna. Listaverki hefur verið stolið af listasafni bæjarins og þarf að finna það. Þau lenda í ýmsum vandræðum og kemur þá áskrifandinn inn í söguna og aðstoðar þau við að leysa vandamálin. Lína ræddi þetta í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Áskrifendur fá kassa sem inniheldur nokkur umslög sem eru merkt og nokkrir lausir hlutir. Í hverju umslagi er hluti af sögunni og þraut og til að vita hvort þrautin hafi verið leyst rétt er farið inn á vefsvæði skólans og niðurstaðan slegin inn. Þá kemur upp hvort sú niðurstaða sé rétt eða röng. Sé niðurstaðan rétt má opna næsta umslag. „Við erum búin að vera að vinna að þessu í allt sumar en við vonumst til að fyrsti kassinn komi út fyrir lok næsta mánaðar.“Skráning áskrifenda er hafin og Lína segist búast við að fyrsti kassinn verði sendur út 27. september. Kassarnir verða sendir út um allt land en hægt verður fyrir áskrifendur að sækja kassana á Akureyri, í Reykjavík og á Hvammstanga. Ný saga mun koma út annan hvern mánuð. „Ég er búin að nota mín eigin börn svolítið í tilraunastarfsemi og í næstu viku erum við að fara í prufukeyrslu sem verður stærri. Sjá hvort það gangi allt upp,“ segir Lína. Hún segir ráðgátuna ekki vera jafn langa og bók en að Listaverkagátan sé til dæmis sjö kaflar. Akureyri Bítið Krakkar Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
„Þetta eru í rauninni ráðgátukassar í áskrift fyrir 9-12 ára krakka. Hugmyndin er að í hverjum kassa er ein saga, bara ráðgátusaga sem að áskrifandinn þarf að aðstoða aðalpersónurnar við,“ segir Lína Rut Olgeirsdóttir, einn stofnenda Spæjaraskólans sem hefur verið settur á laggirnar á Akureyri. Spæjaraskólinn eru áskriftakassar fyrir krakka þar sem leysa þarf hinar ýmsu ráðgátur. Sagan í fyrsta áskriftakassanum ber heitið Listaverkaráðgátan en í honum þarf áskrifandinn að aðstoða Klöru Sif og Atla Pavel, aðalpersónur sagnanna, að leysa ráðgátuna. Listaverki hefur verið stolið af listasafni bæjarins og þarf að finna það. Þau lenda í ýmsum vandræðum og kemur þá áskrifandinn inn í söguna og aðstoðar þau við að leysa vandamálin. Lína ræddi þetta í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Áskrifendur fá kassa sem inniheldur nokkur umslög sem eru merkt og nokkrir lausir hlutir. Í hverju umslagi er hluti af sögunni og þraut og til að vita hvort þrautin hafi verið leyst rétt er farið inn á vefsvæði skólans og niðurstaðan slegin inn. Þá kemur upp hvort sú niðurstaða sé rétt eða röng. Sé niðurstaðan rétt má opna næsta umslag. „Við erum búin að vera að vinna að þessu í allt sumar en við vonumst til að fyrsti kassinn komi út fyrir lok næsta mánaðar.“Skráning áskrifenda er hafin og Lína segist búast við að fyrsti kassinn verði sendur út 27. september. Kassarnir verða sendir út um allt land en hægt verður fyrir áskrifendur að sækja kassana á Akureyri, í Reykjavík og á Hvammstanga. Ný saga mun koma út annan hvern mánuð. „Ég er búin að nota mín eigin börn svolítið í tilraunastarfsemi og í næstu viku erum við að fara í prufukeyrslu sem verður stærri. Sjá hvort það gangi allt upp,“ segir Lína. Hún segir ráðgátuna ekki vera jafn langa og bók en að Listaverkagátan sé til dæmis sjö kaflar.
Akureyri Bítið Krakkar Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira