Tekjur Íslendinga: Jón með 28,3 milljónir á mánuði Andri Eysteinsson skrifar 20. ágúst 2019 09:45 Jón Björnsson, forstjóri Festar Jón Björnsson, fyrrverandi forstjóri Festar, er tekjuhæstur íslenskra forstjóra ef marka má tekjublað Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Samkvæmt útreikningum blaðsins nema mánaðartekjur Jóns á árinu 2018 28,363 milljónum króna. Næst tekjuhæstur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Kári Stefánsson með 27,514 milljónir á mánuði. Í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu kemur fram að tekjur Kára Stefánssonar séu í raun 7,5 milljónir á mánuði. Mismunurinn þar á milli stafi af því að Kári hafi leyst til sín sparnað úr séreignasjóði lífeyrissjóðar í fyrra. Eingreiðslan bætist við skattstofninn og skapi misskilning.Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur 3725 einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum. Í þriðja sæti listans er Vilhelm Róbert Wessman, forstjóri lyfjafyrirtækisins Alvogen með 27,379 milljónir á mánuði. Fjórða sætið vermir Tómas Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Alcoa USA með 14,748 milljónir mánaðarlega. Valur Ragnarson fyrrverandi forstjóri Medis kemur þar á eftir með 10,394 milljónir á mánuði. Tekjuhæsta konan er Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi en Rannveig er sögð vera með 6,237 milljónir á mánuði. Núverandi forstjóri Festar, Eggert Þór Kristófersson, er sá 26. á listanum með 4,836 milljónir á mánuði. Carlos Cruz fyrrverandi forstjóri Coca Cola á Íslandi er með 8,703 milljónir á mánuði en Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. er sagður vera með 5,2 milljónir í mánaðartekjur. Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands er næst tekjuhæsti kvenforstjórinn með 6,116 milljónir mánaðarlega samkvæmt tölum tekjublaðsins.Á vef Viðskiptablaðsins sem gefur út Tekjublað Frjálsrar verslunar segir:Útreikningar Frjálsrar verslunar byggja á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2018 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna starfa fyrri ára. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá.Fréttin hefur verið uppfærð með athugasemdum Íslenskrar erfðagreiningar um mánaðartekjur Kára Stefánssonar. Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Jón Björnsson, fyrrverandi forstjóri Festar, er tekjuhæstur íslenskra forstjóra ef marka má tekjublað Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Samkvæmt útreikningum blaðsins nema mánaðartekjur Jóns á árinu 2018 28,363 milljónum króna. Næst tekjuhæstur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Kári Stefánsson með 27,514 milljónir á mánuði. Í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu kemur fram að tekjur Kára Stefánssonar séu í raun 7,5 milljónir á mánuði. Mismunurinn þar á milli stafi af því að Kári hafi leyst til sín sparnað úr séreignasjóði lífeyrissjóðar í fyrra. Eingreiðslan bætist við skattstofninn og skapi misskilning.Frjáls verslun gefur í dag út sitt árlega tekjublað og er blaðið í sölu í 13 daga. Þar eru birtar tekjur 3725 einstaklinga víðs vegar af landinu. Þekkts fólks í þjóðlífinu, menn í atvinnulífi, listum og stjórnmálum. Í þriðja sæti listans er Vilhelm Róbert Wessman, forstjóri lyfjafyrirtækisins Alvogen með 27,379 milljónir á mánuði. Fjórða sætið vermir Tómas Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Alcoa USA með 14,748 milljónir mánaðarlega. Valur Ragnarson fyrrverandi forstjóri Medis kemur þar á eftir með 10,394 milljónir á mánuði. Tekjuhæsta konan er Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi en Rannveig er sögð vera með 6,237 milljónir á mánuði. Núverandi forstjóri Festar, Eggert Þór Kristófersson, er sá 26. á listanum með 4,836 milljónir á mánuði. Carlos Cruz fyrrverandi forstjóri Coca Cola á Íslandi er með 8,703 milljónir á mánuði en Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. er sagður vera með 5,2 milljónir í mánaðartekjur. Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands er næst tekjuhæsti kvenforstjórinn með 6,116 milljónir mánaðarlega samkvæmt tölum tekjublaðsins.Á vef Viðskiptablaðsins sem gefur út Tekjublað Frjálsrar verslunar segir:Útreikningar Frjálsrar verslunar byggja á útsvarsskyldum tekjum á árinu 2018 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna starfa fyrri ára. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá.Fréttin hefur verið uppfærð með athugasemdum Íslenskrar erfðagreiningar um mánaðartekjur Kára Stefánssonar.
Skattar og tollar Tekjur Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira