Lífið

Sviðin jörð eftir Trump Bandaríkjaforseta

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Elísabet Englandsdrottning, Donald Trump Bandaríkjaforseti og Melania Trump forsetafrú í skoðunarferð um Buckingham höll.
Elísabet Englandsdrottning, Donald Trump Bandaríkjaforseti og Melania Trump forsetafrú í skoðunarferð um Buckingham höll. AP
Elísabetu Bretadrottningu var lítt skemmt eftir síðustu heimsókn Donalds Trump Bandaríkjaforseta ef marka má frétt á vef Sunday Times þar sem hermt er að þyrla forsetans hafi skilið eftir sig brunabletti á lóðinni fyrir framan Buckingham-höll.

Drottningin er sögð hafa lýst skemmdunum fyrir Scott Morri­son, forsætisráðherra Ástralíu, eftir heimsókn Trumps til Englands þann 6. júní þegar innrásar bandamanna í Normandí 1944 var minnst. „Komdu og sjáðu lóðina mína. Hún er ónýt,“ á drottningin að hafa sagt við Morrison síðar þennan sama dag.

Til að bæta svörtu ofan á grænt er víst um uppáhaldsstað Elísabetar á lóðinni að ræða og þar heldur hún margrómaða og árlega garðveislu sína. Þyrlan kom við á blettinum tvisvar þennan dag þar sem hún skildi eftir sig þessi ummerki.

Elísabet virðist almennt lítt hrifin af þyrluflugi yfir híbýlum sínum og þannig er hún til dæmis sögð hafa meinað Barack Obama, forvera Trumps, að lenda þyrlu sinni við Windsor-kastala árið 2016.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.