Lífið

Auddi og Rikki týndu upp seðlana fyrir dragdrottninguna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Í nýjasta þættinum af Rikki fer til Ameríku fara þeir Auddi og Rikki á veitingastað fyrir hádegi í Portland á vesturströnd Bandaríkjanna.

Portland er ein sex borga sem Rikki sækir heim en um er að ræða fyrstu ferð hans til Bandaríkjanna.

Á fyrrnefndum veitingastað er Rikki mættur í dragbröns þar sem dragdrottningar leika listir sínar og taka „hvítu strákarnir“ Auddi og Rikki, eins og dragdrottningin kemst að orði, virkan þátt í skemmtuninni.

Innslagið má sjá að ofan.


Tengdar fréttir

Rikki harð­neitaði að fara í róluna

Ferðalag Rikka um Ameríku hefst formlega á skjáum landsmanna næsta sunnudag þegar fyrsti þáttur þáttaraðarinnar Rikki fer til Ameríku verður frumsýndur á Stöð 2.

Þættirnir inn­blásnir af Anthony Bour­dain

Þættirnir Rikki fer til Ameríku hófu göngu sína á Stöð 2 á sunnudaginn en þar er fylgst með félögunum Auðunni Blöndal og vini hans Ríkharði Óskari Guðnasyni á ferðalagi um sex borgir í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×