Blanda verður „fly-only“ og kvóti minnkaður Karl Lúðvíksson skrifar 29. ágúst 2019 09:20 Blanda verður eftir þetta tímabil aðeins veidd á flugu. Það hefur gustað aðeins um Blöndu eftir að Lax-Á sagði upp samningi um leigu á ánni þrátt fyrir að eitt ár væri eftir af samningnum. Veiðin hefur verið með minna móti í sumar og oft á tíðum hefur þeirri spurningu verið varpað fram hvort það sé verið að drepa of mikið af laxi í ánni. Í gær var haldinn almennur fundur Veiðifélags Blöndu og Svartár í Dalsmynni og það er óhætt að segja að samþykkt tillaga sem birtist hér að neðan sé sprengja í allari umræðu á veiðileyfamarkaðnum. En þessi sprengja verður þó að teljast af hinu góða því framvegis verður aðeins veitt á flugu í Blöndu og kvóti minnkaður niður í einn lax á vakt. Með þessum breytingum er líklegt að aðsókn sportveiðimanna í ánna eigi eftir að stóraukast en það er stór og stækkandi hópur veiðimanna sem fer ekki í árnar þar sem mikið er drepið því þeim hreinlega ofbýður umgengnin við laxastofninn. Þetta eru ekki einungis erlendir veiðimenn heldur fer þeim fjölgandi innlendum veiðimönnunum sem vilja halda í verndunarsjónarmið og sleppa sem mestu aftur í árnar. Blanda er gríðarlega stórt vatnasvæði og hefur í gegnum tíðina oft verið ein af gjöfulustu ám landsins og það er von þeirra sem unna ánni að hún taki við sér aftur og þeir aðgerðir sem er verið að grípa til eru líklegar til að gera nákvæmlega það. Hér er skeyti frá fundinum:„Á almennum fundi veiðifélags Blöndu og Svartár í Dalsmynni 28. ágúst 2019 var samþykkt tillaga stjórnar um að breyta veiðireglum þannig: „Einungis verði veitt á flugu á öllum svæðum. Aflakvóti verði einn lax á vakt pr stöng. Öllum laxi 69 cm og lengri skal sleppt.“ Var þar einnig samþykkt að auglýsa eftir áhugasömum samstarfsaðilum. Þeim sem kunna að hafa áhuga á samstarfi er bent á að hafa samband við formann félagsins Sigurð Inga Guðmundsson í síma 8917119 eða á netfangið s-langamyri@simnet.is fyrir mánudaginn 2.september 2019.“ Blönduós Mest lesið Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Korpa komin í 250 laxa Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Haustskotið byrjað í Stóru Laxá Veiði
Það hefur gustað aðeins um Blöndu eftir að Lax-Á sagði upp samningi um leigu á ánni þrátt fyrir að eitt ár væri eftir af samningnum. Veiðin hefur verið með minna móti í sumar og oft á tíðum hefur þeirri spurningu verið varpað fram hvort það sé verið að drepa of mikið af laxi í ánni. Í gær var haldinn almennur fundur Veiðifélags Blöndu og Svartár í Dalsmynni og það er óhætt að segja að samþykkt tillaga sem birtist hér að neðan sé sprengja í allari umræðu á veiðileyfamarkaðnum. En þessi sprengja verður þó að teljast af hinu góða því framvegis verður aðeins veitt á flugu í Blöndu og kvóti minnkaður niður í einn lax á vakt. Með þessum breytingum er líklegt að aðsókn sportveiðimanna í ánna eigi eftir að stóraukast en það er stór og stækkandi hópur veiðimanna sem fer ekki í árnar þar sem mikið er drepið því þeim hreinlega ofbýður umgengnin við laxastofninn. Þetta eru ekki einungis erlendir veiðimenn heldur fer þeim fjölgandi innlendum veiðimönnunum sem vilja halda í verndunarsjónarmið og sleppa sem mestu aftur í árnar. Blanda er gríðarlega stórt vatnasvæði og hefur í gegnum tíðina oft verið ein af gjöfulustu ám landsins og það er von þeirra sem unna ánni að hún taki við sér aftur og þeir aðgerðir sem er verið að grípa til eru líklegar til að gera nákvæmlega það. Hér er skeyti frá fundinum:„Á almennum fundi veiðifélags Blöndu og Svartár í Dalsmynni 28. ágúst 2019 var samþykkt tillaga stjórnar um að breyta veiðireglum þannig: „Einungis verði veitt á flugu á öllum svæðum. Aflakvóti verði einn lax á vakt pr stöng. Öllum laxi 69 cm og lengri skal sleppt.“ Var þar einnig samþykkt að auglýsa eftir áhugasömum samstarfsaðilum. Þeim sem kunna að hafa áhuga á samstarfi er bent á að hafa samband við formann félagsins Sigurð Inga Guðmundsson í síma 8917119 eða á netfangið s-langamyri@simnet.is fyrir mánudaginn 2.september 2019.“
Blönduós Mest lesið Haustbragur á veiðitölum vikunnar Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Rjúpnaveiðin byrjar 23. október Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Ytri Rangá stingur af Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Korpa komin í 250 laxa Veiði Af urriðaslóðum Þingvallavatns Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Haustskotið byrjað í Stóru Laxá Veiði