Sjáðu Simone Biles negla tvö söguleg stökk eins og ofurhetja í teiknimynd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2019 23:30 Simone Biles var ótrúleg um helgina. Getty/Jamie Squire Bandaríska fimleikakonan Simone Biles fór á kostum á bandaríska meistaramótinu í fimleikum um helgina enda þurftu fimleikafræðingar hreinlega að endurskrifa sögubækurnar á eftir. Simone Biles varð þarna bandarískur meistari í fjölþraut í sjötta sinn á ferli sínum sem er met. Biles hefur verið yfirburðarkona í fimleikunum síðustu ár en það er engin stöðnun hjá henni. Hún er alltaf að reyna að bæta sig og gera enn betur. Simone Biles vann fjögur gull á meistaramótinu en á öllum áhöldum nema tvíslánni þar sem hún varð að sætta sig við brons. Simone Biles in the past 3 days: 1st woman to land double-double dismount 1st woman to do triple-double in competition on floor Tied for most U.S. all-around titles (6) Unreal pic.twitter.com/sAhgSkTVVm — Bleacher Report (@BleacherReport) August 12, 2019 Það voru sérstaklega tvær æfingar hennar sem fengu mesta athyglina, annars vegar afstökk hennar af jafnvægisslánni og hins vegar eitt stökk hennar í æfingum á gólfi. Simone Biles varð þarna fyrsta konan til að lenda eftir tvöfalt heljarstökk með tvöfaldri skrúfu í afstökki af jafnvægisslánni. Hún var einnig sú fyrsta til að ná tvöföldu heljarstökki með þrefaldri skrúfu í æfingum á gólfi. Fimleikaáhugafólk átti varla orð til að lýsa þessum mögnuðu tilburðum og Simone var eiginlega eins og ofurhetja í teiknimynd í þessum tveimur æfingum. Hér fyrir neðan má tvö myndbönd af stökki hennar í æfingunum á gólfi. Seinna myndbandið er í hægri endursýnningu til að sjá betur þessa ótrúlegu hluti sem hún var að gera í loftinu.Simone Biles. Not human. pic.twitter.com/elukldDL1E — Barstool Sports (@barstoolsports) August 12, 2019 Simone Biles, in extreme slow motion. pic.twitter.com/mjdYp0zwkv — Timothy Burke (@bubbaprog) August 12, 2019 Hér fyrir neðan má síðan sjá hana taka afstökkið sögulega af janfvægisslánni.Oh, you know... just @Simone_Biles making more history. The gold-winning gymnast is now the first gymnast EVER to perform a double-double beam dismount. pic.twitter.com/tFY9VlkzGD — Miss Representation (@RepresentPledge) August 11, 2019 Bandaríkin Fimleikar Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira
Bandaríska fimleikakonan Simone Biles fór á kostum á bandaríska meistaramótinu í fimleikum um helgina enda þurftu fimleikafræðingar hreinlega að endurskrifa sögubækurnar á eftir. Simone Biles varð þarna bandarískur meistari í fjölþraut í sjötta sinn á ferli sínum sem er met. Biles hefur verið yfirburðarkona í fimleikunum síðustu ár en það er engin stöðnun hjá henni. Hún er alltaf að reyna að bæta sig og gera enn betur. Simone Biles vann fjögur gull á meistaramótinu en á öllum áhöldum nema tvíslánni þar sem hún varð að sætta sig við brons. Simone Biles in the past 3 days: 1st woman to land double-double dismount 1st woman to do triple-double in competition on floor Tied for most U.S. all-around titles (6) Unreal pic.twitter.com/sAhgSkTVVm — Bleacher Report (@BleacherReport) August 12, 2019 Það voru sérstaklega tvær æfingar hennar sem fengu mesta athyglina, annars vegar afstökk hennar af jafnvægisslánni og hins vegar eitt stökk hennar í æfingum á gólfi. Simone Biles varð þarna fyrsta konan til að lenda eftir tvöfalt heljarstökk með tvöfaldri skrúfu í afstökki af jafnvægisslánni. Hún var einnig sú fyrsta til að ná tvöföldu heljarstökki með þrefaldri skrúfu í æfingum á gólfi. Fimleikaáhugafólk átti varla orð til að lýsa þessum mögnuðu tilburðum og Simone var eiginlega eins og ofurhetja í teiknimynd í þessum tveimur æfingum. Hér fyrir neðan má tvö myndbönd af stökki hennar í æfingunum á gólfi. Seinna myndbandið er í hægri endursýnningu til að sjá betur þessa ótrúlegu hluti sem hún var að gera í loftinu.Simone Biles. Not human. pic.twitter.com/elukldDL1E — Barstool Sports (@barstoolsports) August 12, 2019 Simone Biles, in extreme slow motion. pic.twitter.com/mjdYp0zwkv — Timothy Burke (@bubbaprog) August 12, 2019 Hér fyrir neðan má síðan sjá hana taka afstökkið sögulega af janfvægisslánni.Oh, you know... just @Simone_Biles making more history. The gold-winning gymnast is now the first gymnast EVER to perform a double-double beam dismount. pic.twitter.com/tFY9VlkzGD — Miss Representation (@RepresentPledge) August 11, 2019
Bandaríkin Fimleikar Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira