Þurfti að skilja búnað eftir vegna geislavirkni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. ágúst 2019 18:11 Hildur Guðnadóttir tónskáld. ANTJE TAIGA JANDRIG „Mér leið eins og það væri mjög mikilvægt að minna á þessa atburði í dag því mér fannst eins og ungt fólk vissi ekki um það sem gerðist,“ sagði Hildur Guðnadóttir, tónskáld, um Chernobyl þættina í hlaðvarpsþættinum Behind The Screen. Hildur hefur fengið mikið lof fyrir hljóðrásina sem hún samdi fyrir þættina. Hljóðrásin var að stórum hluta samsett úr hljóðum sem tekin voru upp í kjarnorkuveri í Litáen og hefur Hildur hlotið tilnefningu til Emmy verðlauna fyrir verk sitt. Í þættinum, sem er gefinn út af The Hollywood Reporter, talar Hildur um hvernig hljóðin voru tekin upp og hvaðan hljóðin komur. Til að mynda var hennar uppáhalds „hljóðfæri“ hurð sem leiddi að dæluherbergi. Tsjernóbíl er fimm þátta sería sem hefur rækilega slegið í gegn.HBO „Ég varði löngum tíma í að taka upp herbergistóna, niðinn sem barst úr þeim…. Uppáhalds „hljóðfærið“ mitt í hljóðrásinni var hurð sem leiddi að dæluherbergi sem hljómaði eins og sinfónía.“ Hún segir suma rafmagnskaplana sem hún kom með sér hafa verið orðna svo geislavirka að ekki hafi verið öruggt að taka þá aftur heim. Hildur hefur verið að vinna að hljóðrás fyrir kvikmyndina Joker sem kemur út í október. Myndin er forsaga Jókersins, sem er erkióvinur Leðurblökumannsins. Hún vann að hljóðrásunum tveimur á sama tíma. Hún segist hafa leikið sér aðeins meira með hljóðrásina fyrir Jókerinn og hún hafi ekki þurft að vera jafn heiðarleg og heiðra alvöru fólk eins og fyrir Chernobyl. Hægt er að hlusta á þáttinn hér fyrir neðan. Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Hollywood Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Sjá meira
„Mér leið eins og það væri mjög mikilvægt að minna á þessa atburði í dag því mér fannst eins og ungt fólk vissi ekki um það sem gerðist,“ sagði Hildur Guðnadóttir, tónskáld, um Chernobyl þættina í hlaðvarpsþættinum Behind The Screen. Hildur hefur fengið mikið lof fyrir hljóðrásina sem hún samdi fyrir þættina. Hljóðrásin var að stórum hluta samsett úr hljóðum sem tekin voru upp í kjarnorkuveri í Litáen og hefur Hildur hlotið tilnefningu til Emmy verðlauna fyrir verk sitt. Í þættinum, sem er gefinn út af The Hollywood Reporter, talar Hildur um hvernig hljóðin voru tekin upp og hvaðan hljóðin komur. Til að mynda var hennar uppáhalds „hljóðfæri“ hurð sem leiddi að dæluherbergi. Tsjernóbíl er fimm þátta sería sem hefur rækilega slegið í gegn.HBO „Ég varði löngum tíma í að taka upp herbergistóna, niðinn sem barst úr þeim…. Uppáhalds „hljóðfærið“ mitt í hljóðrásinni var hurð sem leiddi að dæluherbergi sem hljómaði eins og sinfónía.“ Hún segir suma rafmagnskaplana sem hún kom með sér hafa verið orðna svo geislavirka að ekki hafi verið öruggt að taka þá aftur heim. Hildur hefur verið að vinna að hljóðrás fyrir kvikmyndina Joker sem kemur út í október. Myndin er forsaga Jókersins, sem er erkióvinur Leðurblökumannsins. Hún vann að hljóðrásunum tveimur á sama tíma. Hún segist hafa leikið sér aðeins meira með hljóðrásina fyrir Jókerinn og hún hafi ekki þurft að vera jafn heiðarleg og heiðra alvöru fólk eins og fyrir Chernobyl. Hægt er að hlusta á þáttinn hér fyrir neðan.
Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Hollywood Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Sjá meira