Arsenal með fullt hús eftir sigur á Jóhanni Berg í 100. leiknum Anton Ingi Leifsson skrifar 17. ágúst 2019 13:15 Aubameyang fagnar marki sínu í dag. vísir/getty Arsenal er með sex stig eftir fyrstu tvo leikina í ensku úrvalsdeildinni eftir 2-1 sigur á Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley. Jóhann Berg lék sinn 100. leik fyrir Burnley í dag en hann var í byrjunarliðinu hjá Burnley í dag.Clarets wide man @Gudmundsson7 makes his 100th appearance for the club @Arsenal today. pic.twitter.com/RC19xXA4Og— Burnley FC (@BurnleyOfficial) August 17, 2019 Arsenal komst yfir á 13. mínútu er Alexandre Lacazette skoraði. Boltinn féll til hans eftir hornspyrnu og hann skóflaði boltanum í netið liggjandi í grasinu. Burnley voru ekki af baki dottnir. Þeir jöfnuðu metin tveimur mínútum fyrir hlé og það var Ashley Barnes. Enn eitt markið hjá þessum ótrúlega framherja. Allt jafnt í hálfleik. Sigurmarkið skoraði Pierre-Emerick Aubameyang með sínu öðru marki á leiktíðinni en markið kom eftir laglegt skot frá gabonska framherjanum.FT: Arsenal 2-1 Burnley Goals from Lacazette and Aubameyang seal the win for the Gunners. Two wins from two. Live: https://t.co/FB8crQyjs2#bbcfootball#ARSBURpic.twitter.com/wbvx17Ix7s— BBC Sport (@BBCSport) August 17, 2019 Jóhann Berg Guðmundsson lék fyrstu 72 mínúturnar í leiknum. Burnley er með þrjú stig en Arsenal er með fullt hús stig eftir fyrstu tvo leikina. Enski boltinn
Arsenal er með sex stig eftir fyrstu tvo leikina í ensku úrvalsdeildinni eftir 2-1 sigur á Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley. Jóhann Berg lék sinn 100. leik fyrir Burnley í dag en hann var í byrjunarliðinu hjá Burnley í dag.Clarets wide man @Gudmundsson7 makes his 100th appearance for the club @Arsenal today. pic.twitter.com/RC19xXA4Og— Burnley FC (@BurnleyOfficial) August 17, 2019 Arsenal komst yfir á 13. mínútu er Alexandre Lacazette skoraði. Boltinn féll til hans eftir hornspyrnu og hann skóflaði boltanum í netið liggjandi í grasinu. Burnley voru ekki af baki dottnir. Þeir jöfnuðu metin tveimur mínútum fyrir hlé og það var Ashley Barnes. Enn eitt markið hjá þessum ótrúlega framherja. Allt jafnt í hálfleik. Sigurmarkið skoraði Pierre-Emerick Aubameyang með sínu öðru marki á leiktíðinni en markið kom eftir laglegt skot frá gabonska framherjanum.FT: Arsenal 2-1 Burnley Goals from Lacazette and Aubameyang seal the win for the Gunners. Two wins from two. Live: https://t.co/FB8crQyjs2#bbcfootball#ARSBURpic.twitter.com/wbvx17Ix7s— BBC Sport (@BBCSport) August 17, 2019 Jóhann Berg Guðmundsson lék fyrstu 72 mínúturnar í leiknum. Burnley er með þrjú stig en Arsenal er með fullt hús stig eftir fyrstu tvo leikina.