Arsenal með fullt hús eftir sigur á Jóhanni Berg í 100. leiknum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aubameyang fagnar marki sínu í dag.
Aubameyang fagnar marki sínu í dag. vísir/getty
Arsenal er með sex stig eftir fyrstu tvo leikina í ensku úrvalsdeildinni eftir 2-1 sigur á Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley.

Jóhann Berg lék sinn 100. leik fyrir Burnley í dag en hann var í byrjunarliðinu hjá Burnley í dag.





Arsenal komst yfir á 13. mínútu er Alexandre Lacazette skoraði. Boltinn féll til hans eftir hornspyrnu og hann skóflaði boltanum í netið liggjandi í grasinu.

Burnley voru ekki af baki dottnir. Þeir jöfnuðu metin tveimur mínútum fyrir hlé og það var Ashley Barnes. Enn eitt markið hjá þessum ótrúlega framherja. Allt jafnt í hálfleik.

Sigurmarkið skoraði Pierre-Emerick Aubameyang með sínu öðru marki á leiktíðinni en markið kom eftir laglegt skot frá gabonska framherjanum.





Jóhann Berg Guðmundsson lék fyrstu 72 mínúturnar í leiknum. Burnley er með þrjú stig en Arsenal er með fullt hús stig eftir fyrstu tvo leikina.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira