Íslenski boltinn

Hólmfríður: Þetta er besti titilinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hólmfríður fagnar í leikslok.
Hólmfríður fagnar í leikslok. vísir/daníel
„Mér gæti ekki liðið betur. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. KR er með frábært lið en þetta var vinnusigur,“ sagði Hólmfríður Magnúsdóttir eftir sigur Selfoss á KR, 2-1, í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna í kvöld.

KR komst yfir með marki Gloriu Douglas á 17. mínútu. Þegar níu mínútur voru til hálfleiks jafnaði Hólmfríður metin með frábæru marki eftir mikinn einleik.

„Ég ákvað að keyra á þær ef ég myndi fá svæði. Ég vissi að þær myndu setja tvo leikmenn á mig allan leikinn en þarna fékk ég tækifæri og nýtti það,“ sagði Hólmfríður.

Þetta er ekki fyrsti titilinn sem Hólmfríður vinnur á ferlinum. En hún segir að þessi sé sá sætasti.

„Þetta er besti titilinn. Ég er að koma aftur eftir barnsburð og ætlaði ekkert að spila. Ég byrjaði að æfa fimm dögum fyrir mót og þetta gæti ekki verið sætara, líka þar sem ég er fædd og uppalin á Suðurlandinu,“ sagði Hólmfríður sem hrósaði stuðningsmönnum Selfoss sem fjölmenntu á leikinn.

„Sjáðu áhorfendurna. Þetta er frábært. Þetta bæjarfélag er ekkert eðlilegt. Fólkið styður við alla sem eru að keppa, hvort sem það eru strákar eða stelpur.“

Klippa: Viðtal við Hólmfríði
 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×