Nokkrir hlutir til að hafa í huga um verslunarmannahelgina Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. ágúst 2019 15:58 Tjaldbúðir í Herjólfsdal. Vísir/Vilhelm Það er margt um að vera um Verslunarmannahelgina og margir á leiðinni á einhverja útihátíðanna sem verða um helgina. Þá er mikilvægt að hafa nokkra hluti í huga til að helgin verði eins góð og hún mögulega getur.Sjá einnig: Tuttugu viðburðir sem hægt er að sækja um verslunarmannahelginaAkstur um verslunarmannahelgina Mikilvægt er að keyra varlega en búist er við mikilli umverð um alla helgina en þá sérstaklega á föstudag og mánudag. „Þjóðvegur er eins og dans, þú getur verið að dansa vínarvals, rúmbu og diskó en allir þurfa sitt pláss. Þetta er dáldið svipað með þjóðveginn, við erum með litla bíla, við erum með stóra bíla, við erum með mótorhjól, við erum með hjólhýsi og reiðhjólamenn. Þeir eru allir að nota þetta sama dansgólf og það er ekkert voðalega stórt, það þurfa allir sitt pláss,“ sagði Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Ökutæki verða að vera í góðu standi, þannig að fólk sem er á bílum eða einhverjum farartækjum sem hugsanlega ískrar í bremsum eða eitthvað svona , þá verður aðeins [að laga það], við erum fullorðið fólk og verðum að bera ábyrgð og menn eiga ekki að leggja af stað í svoleiðis aðstæðum.“ Gagnleg forrit fyrir verslunarmannahelginaSkyndihjálp: Rauði krossinnSlysin geta gerst og þá er gott að hafa leiðarvísi sem aðstoðar þig við að bregðast við í aðstæðunum. Hins vegar er mikilvægt að hafa samband við viðbragðsaðila ef slysið er alvarlegt og minnum við á að hringja í neyðarlínuna.Find My FriendsEkki er ólíklegt að einhver einn úr vinahópnum týnist í mannmergðinni, sama hvort það sé á Þjóðhátíð í Eyjum, Einni með öllu eða Norðanpaunk. Oft er erfitt að ná sambandi og erfitt er að heyra í hringingunni út af látunum. Þá er ráð að hlaða niður Find My Friends, sem gefur þér staðsetningarpunkt vina þinna.Battery Life DoctorMargir sem fara í útilegur hafa ekki greiðan aðgang að innstungum og eru hleðslubankar því nauðsynlegir. Þeir duga hins vegar bara skammt og þá sérstaklega ef margir nota sama bankann. Því er Battery Life Doctor mjög sniðugt, til að minna þig á að slökkva á forritum ef þau eyða of miklu rafmagni.ShazamEf þú heyrir nýtt og skemmtilegt lag eða veist bara ekki hvað gamall smellur heitir geturðu dregið upp Shazam sem greinir hvaða lag er í spilun og lætur þig vita.Drink WaterÞað er mjög mikilvægt að drekka vatn, sérstaklega þegar vín er haft við hönd. Þetta forrit heldur utan um það hversu reglulega þú drekkur vatn og minnir þig á að tími sé kominn á vatnssopa.Drink ControlHefðirðu betur sleppt síðasta bjórnum í gær? Þá hefði verið sniðugt að hafa Drink Control forritið. Það minnir þig á að drekka skynsamlega.Virtual LighterForrit sem kemur í staðin fyrir kveikjarann klassíska í og er tilvalinn í brekkusönginn eða þegar Friðrik Dór syngur Hlið við hlið. Það meira að segja birtist kveikjari á skjánum og „loginn“ hreyfist í takt við hreyfingarnar.Hvernig ber að forðast ofþornun Mikilvægt er að næra sig vel og þá ekki bara að borða skyndibita eða fjögurra daga gamla kanilsnúða. Það er tilvalið að undirbúa eitthvað fyrir helgina til að taka með sem er stútfullt af næringu og endist vel. Ekki gleyma vatninu. Mælt er með að drekka glas af vatni á móti hverju glasi af áfengi. Það er líka sniðugt að vera með steinefnadrykki með sér. Þeir eru líka mikilvægir í ástandinu daginn eftir. Verið viðbúin veðurguðunum Þótt að veðurspáin fyrir helgina sé góð má ekki gleyma að veðrið á Íslandi er óútreiknanlegt og það getur byrjað að rigna eða blása upp úr þurru. Pollagalli, stígvél og lopapeysa eiga að vera í öllum ferðatöskum. Sólarvörn og krem til að bera á sig eftir að hafa legið í sólinni eru líka mikilvæg. Sólarvörn á helst að vera borin á andlit sama hvernig viðrar en það er annað mál. Derhúfur og fötuhattar (e. Bucket hat) mega líka alveg fylgja með í ferðalagið. Bítið Ferðalög Sumarlífið Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira
Það er margt um að vera um Verslunarmannahelgina og margir á leiðinni á einhverja útihátíðanna sem verða um helgina. Þá er mikilvægt að hafa nokkra hluti í huga til að helgin verði eins góð og hún mögulega getur.Sjá einnig: Tuttugu viðburðir sem hægt er að sækja um verslunarmannahelginaAkstur um verslunarmannahelgina Mikilvægt er að keyra varlega en búist er við mikilli umverð um alla helgina en þá sérstaklega á föstudag og mánudag. „Þjóðvegur er eins og dans, þú getur verið að dansa vínarvals, rúmbu og diskó en allir þurfa sitt pláss. Þetta er dáldið svipað með þjóðveginn, við erum með litla bíla, við erum með stóra bíla, við erum með mótorhjól, við erum með hjólhýsi og reiðhjólamenn. Þeir eru allir að nota þetta sama dansgólf og það er ekkert voðalega stórt, það þurfa allir sitt pláss,“ sagði Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Ökutæki verða að vera í góðu standi, þannig að fólk sem er á bílum eða einhverjum farartækjum sem hugsanlega ískrar í bremsum eða eitthvað svona , þá verður aðeins [að laga það], við erum fullorðið fólk og verðum að bera ábyrgð og menn eiga ekki að leggja af stað í svoleiðis aðstæðum.“ Gagnleg forrit fyrir verslunarmannahelginaSkyndihjálp: Rauði krossinnSlysin geta gerst og þá er gott að hafa leiðarvísi sem aðstoðar þig við að bregðast við í aðstæðunum. Hins vegar er mikilvægt að hafa samband við viðbragðsaðila ef slysið er alvarlegt og minnum við á að hringja í neyðarlínuna.Find My FriendsEkki er ólíklegt að einhver einn úr vinahópnum týnist í mannmergðinni, sama hvort það sé á Þjóðhátíð í Eyjum, Einni með öllu eða Norðanpaunk. Oft er erfitt að ná sambandi og erfitt er að heyra í hringingunni út af látunum. Þá er ráð að hlaða niður Find My Friends, sem gefur þér staðsetningarpunkt vina þinna.Battery Life DoctorMargir sem fara í útilegur hafa ekki greiðan aðgang að innstungum og eru hleðslubankar því nauðsynlegir. Þeir duga hins vegar bara skammt og þá sérstaklega ef margir nota sama bankann. Því er Battery Life Doctor mjög sniðugt, til að minna þig á að slökkva á forritum ef þau eyða of miklu rafmagni.ShazamEf þú heyrir nýtt og skemmtilegt lag eða veist bara ekki hvað gamall smellur heitir geturðu dregið upp Shazam sem greinir hvaða lag er í spilun og lætur þig vita.Drink WaterÞað er mjög mikilvægt að drekka vatn, sérstaklega þegar vín er haft við hönd. Þetta forrit heldur utan um það hversu reglulega þú drekkur vatn og minnir þig á að tími sé kominn á vatnssopa.Drink ControlHefðirðu betur sleppt síðasta bjórnum í gær? Þá hefði verið sniðugt að hafa Drink Control forritið. Það minnir þig á að drekka skynsamlega.Virtual LighterForrit sem kemur í staðin fyrir kveikjarann klassíska í og er tilvalinn í brekkusönginn eða þegar Friðrik Dór syngur Hlið við hlið. Það meira að segja birtist kveikjari á skjánum og „loginn“ hreyfist í takt við hreyfingarnar.Hvernig ber að forðast ofþornun Mikilvægt er að næra sig vel og þá ekki bara að borða skyndibita eða fjögurra daga gamla kanilsnúða. Það er tilvalið að undirbúa eitthvað fyrir helgina til að taka með sem er stútfullt af næringu og endist vel. Ekki gleyma vatninu. Mælt er með að drekka glas af vatni á móti hverju glasi af áfengi. Það er líka sniðugt að vera með steinefnadrykki með sér. Þeir eru líka mikilvægir í ástandinu daginn eftir. Verið viðbúin veðurguðunum Þótt að veðurspáin fyrir helgina sé góð má ekki gleyma að veðrið á Íslandi er óútreiknanlegt og það getur byrjað að rigna eða blása upp úr þurru. Pollagalli, stígvél og lopapeysa eiga að vera í öllum ferðatöskum. Sólarvörn og krem til að bera á sig eftir að hafa legið í sólinni eru líka mikilvæg. Sólarvörn á helst að vera borin á andlit sama hvernig viðrar en það er annað mál. Derhúfur og fötuhattar (e. Bucket hat) mega líka alveg fylgja með í ferðalagið.
Bítið Ferðalög Sumarlífið Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira