Bros barnanna og þakklæti bræðir mig á hverjum degi Elín Albertsdóttir skrifar 8. ágúst 2019 17:00 Þórunni Helgadóttur er ákaflega fagnað hvar sem hún kemur. Þórunn segir að hún hafi fyrst komið með vini sínum til Kenía og algjörlega fallið fyrir landinu og fólkinu. „Hér er gríðarlega fallegt og fólkið viðkunnanlegt. Maður sér líka mikla fátækt og stór hluti barna hafði ekki aðgang að menntun. Ég ákvað því að ég hefði ekkert annað betra að gera í lífinu en að aðstoða þessi börn og láta gott af mér leiða. Starfið felst helst í því að reka tvo skóla á tveimur stöðum, í Naíróbí og Loitokitok sem er í Masaílandi við rætur Kilimanjaro. Nemendur okkar koma frá fátækum fjölskyldum, úr fátækrahverfunum í Naíróbí og úr sveitunum í kringum Loitokitok. Ég hef einnig tekið götubörn í skólann. Fyrst þegar ég byrjaði bjó ég með börnunum í húsi sem ég hafði leigt og bætti svo húsum við í nágrenninu. Þegar börnin voru orðin rúmlega 200 sá ég ekki annað í stöðunni en að leigja stærra húsnæði sem og ég gerði. Ég stofnaði skólana árið 2012 ásamt manninum mínum, Sammy, sem ég kynntist viku eftir að ég flutti til Kenía. Fyrir þann tíma sendum við börnin í prógramminu í aðra skóla og greiddum fyrir þau skólagjöld,“ útskýrir Þórunn.Hvorki matur né menntun „Starf mitt felst hreinlega í því að láta þetta allt ganga upp. Ég hef yfirumsjón með allri starfseminni, fjármálum, starfsmannahaldi, samskiptum við stuðningsaðila og þess háttar. Mitt stærsta verkefni er velferð barnanna. Þau hafa öll gengið í gegnum mikla erfiðleika og eiga oft átakanlegar sögur að baki og því er mikilvægt að halda rekstrinum vel gangandi, það er svo mikið í húfi.“ Þegar Þórunn er spurð hvort einhverjar breytingar hafi átt sér stað frá því hún kom fyrst, svarar hún: „Það hefur orðið mikil framþróun á mörgum sviðum í Kenía en fátæktin er samt enn yfirþyrmandi. Hér eru of fáir ríkisskólar og einkareknir skólar of dýrir fyrir hina fátæku. Mörg þúsund börn fá ekkert að borða dögum saman, hvað þá að eiga möguleika á menntun. Sumar fjölskyldur ná að kría saman 100-200 krónur á dag fyrir þvottavinnu eða eitthvað slíkt. Nemendur okkar koma allir úr slíkum aðstæðum.Þórunn er vel þekkt í fátækrahverfum Nairópí og margir leita til hennar eftir aðstoð.Börnin blómstra Börnin hafa komið á mismunandi hátt til okkar. Sum börn höfum við fundið á götunni, sum börn hafa hreinlega komið sjálf og tékkað sig inn. Margir foreldrar leita til okkar og eða bent er á börn sem eru í erfiðum aðstæðum. Skólinn okkar í Naíróbí er frá forskóla upp í menntaskóla. Þar eru 550 nemendur og þar af eru rúmlega 200 í heimavist. Það eru börn sem hafa ýmist misst foreldra sína eða búa við of erfiðar aðstæður til að þau geti búið heima hjá sér. Við styðjum einnig nokkra nemendur í framhaldsnámi. Í Loitokitok rekum við menntaskóla og þar eru um 150 nemendur og allir á heimavist. Þessir nemendur koma margir langt að. Rúmlega helmingur þessara nemenda er Masaífólk,“ útskýrir Þórunn. Hún segist hafa séð börnin blómstra eftir veru hjá henni og Sammy. „Líklegast væri ég ekki að þessu eftir öll þessi ár ef það væri ekki reyndin. Það er í hnotskurn ástæðan fyrir því að maður heldur áfram. Elstu nemendur okkar eru núna um 26 ára og byrjaðir að fóta sig í lífinu. Þó nokkuð margir hafa farið í gegnum háskólanám, einn er orðinn háskólakennari og nokkrir búnir að stofna fyrirtæki. Þá hafa einhverjir fengið vinnu í banka og aðrir orðið tónlistarmenn. Það verður gaman að fylgjast með þessu fólki í framtíðinni,“ segir hún.Gunnhildur, til hægri, er hér með Þórunni sem bauð hana velkomna að kynna sér starfið í Kenía.Ánægjulegar gjafir „Við erum með stuðningsaðila frá Íslandi, Færeyjum, Bretlandi, Ástralíu, Japan og Ameríku. Færeyska Barnahjálpin og Mirjam kvennaverkefnið hafa unnið með okkur í nokkur ár. Mirjam kvennaverkefnið hefur það markmið að styðja við konur sem stunda eigin rekstur. Undanfarið ár hefur nemendum okkar fjölgað mikið og því þurfum við mikið á enn fleiri stuðningsaðilum að halda. Fyrsti áfangi skólabygginganna í Naíróbí var fjármagnaður af utanríkisráðuneytinu árið 2013. Við höfum líka verið mjög heppin og fengið fjármagn á réttum tíma, þegar aðstæður voru erfiðar. Það er til dæmis mjög ánægjulegt að segja frá því að á þessu ári gáfu hjónin Ingveldur Ýr Jónsdóttir og eiginmaður hennar, Ársæll Hafsteinsson, 2,5 milljónir sem nægði til að klára grunnskólabygginguna í Naíróbí. Árið 2016 fengum við stórkostlega gjöf, stóra upphæð í arf frá velunnara starfsins á Íslandi sem fjármagnaði bæði byggingu menntaskólans í Loitokitok sem og byggingar hér í Naíróbí. Svo má til gamans geta að ung stúlka notaði tvítugsafmælið sitt í fjáröflun og tókst okkur að fjármagna vísindastofuna í menntaskólanum með þeim peningum. Við erum mjög þakklát og auðmjúk en ég verð auðvitað að viðurkenna að það er margt enn eftir óklárað en það sem mest liggur á er að fá fleiri stuðningsaðila því þá gætum við til dæmis boðið nemendum upp á betri mat,“ segir Þórunn.Sammy, Kevin, Diana og Þórunn. Kevin og Diana ólust upp hjá þeim hjónum. Kevin er nú virtur tónlistarmaður í heimalandinu.Velkomin í heimsókn „Stuðningsaðilar geta fylgst með „sínu barni“ og allri starfseminni. Við erum einnig með ferðir fyrir stuðningsaðila sem geta þá heimsótt okkur. Okkur er það mjög mikilvægt að stuðningsaðilar fái að fylgjast vel með. Við erum þakklát fyrir hverja krónu og þakklætið skilar sér ekki síst til barnanna. Bros barnanna bræðir mig á hverjum degi. Við vinnum með Íslensku barnahjálpinni sem var stofnuð árið 2015, þetta eru samtök hugsjónafólks sem standa á bak við starfið í Kenía og Pakistan. Maxwell Ditta sem er upprunalega frá Pakistan en er í dag íslenskur ríkisborgari sér um það starf sem snýr að Pakistan. Þar erum við með sex skóla og má með sanni segja að þar sé einnig unnið frábært starf. Ég er ákaflega þakklát þeim sem styðja starfið okkar en án þeirra væru skólarnir ekki til. Við erum með 85 starfsmenn og 700 nemendur sem treysta á þessa hjálp. Ég hlakka til að fá sem flesta í heimsókn og kynna starfið okkar,“ segir Þórunn. Eiginmaður hennar, Sammy, er frá Kenía og hafði verið í góðu starfi í sjóhernum þegar hann kynntist Þórunni. Hann sagði því upp til að hjálpa henni með uppbygginguna. „Hann er stoð mín og stytta og hefur eins og ég helgað líf sitt þessu starfi. Hann á 23 ára son frá fyrra sambandi. Hann býr og starfar á Íslandi og er trúlofaður íslenskri konu. Við eigum 11 ára ættleiddan son sem við höfum alið upp frá fæðingu. Við höfum einnig alið upp nokkur fósturbörn sem sum eru enn hjá okkur. Sammy vinnur líka hörðum höndum á Íslandi og fjármagnar okkur enda erum við ekki með tekjur hér í Kenía. Ég er stolt af að hafa aldrei gefist upp á þessu starfi. Hef haldið áfram þótt á móti blási. Það er mér mjög mikilvægt að geta veitt börnunum menntun og öruggan stað til að vera á.“ Hjálparstarf Kenía Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
Þórunn segir að hún hafi fyrst komið með vini sínum til Kenía og algjörlega fallið fyrir landinu og fólkinu. „Hér er gríðarlega fallegt og fólkið viðkunnanlegt. Maður sér líka mikla fátækt og stór hluti barna hafði ekki aðgang að menntun. Ég ákvað því að ég hefði ekkert annað betra að gera í lífinu en að aðstoða þessi börn og láta gott af mér leiða. Starfið felst helst í því að reka tvo skóla á tveimur stöðum, í Naíróbí og Loitokitok sem er í Masaílandi við rætur Kilimanjaro. Nemendur okkar koma frá fátækum fjölskyldum, úr fátækrahverfunum í Naíróbí og úr sveitunum í kringum Loitokitok. Ég hef einnig tekið götubörn í skólann. Fyrst þegar ég byrjaði bjó ég með börnunum í húsi sem ég hafði leigt og bætti svo húsum við í nágrenninu. Þegar börnin voru orðin rúmlega 200 sá ég ekki annað í stöðunni en að leigja stærra húsnæði sem og ég gerði. Ég stofnaði skólana árið 2012 ásamt manninum mínum, Sammy, sem ég kynntist viku eftir að ég flutti til Kenía. Fyrir þann tíma sendum við börnin í prógramminu í aðra skóla og greiddum fyrir þau skólagjöld,“ útskýrir Þórunn.Hvorki matur né menntun „Starf mitt felst hreinlega í því að láta þetta allt ganga upp. Ég hef yfirumsjón með allri starfseminni, fjármálum, starfsmannahaldi, samskiptum við stuðningsaðila og þess háttar. Mitt stærsta verkefni er velferð barnanna. Þau hafa öll gengið í gegnum mikla erfiðleika og eiga oft átakanlegar sögur að baki og því er mikilvægt að halda rekstrinum vel gangandi, það er svo mikið í húfi.“ Þegar Þórunn er spurð hvort einhverjar breytingar hafi átt sér stað frá því hún kom fyrst, svarar hún: „Það hefur orðið mikil framþróun á mörgum sviðum í Kenía en fátæktin er samt enn yfirþyrmandi. Hér eru of fáir ríkisskólar og einkareknir skólar of dýrir fyrir hina fátæku. Mörg þúsund börn fá ekkert að borða dögum saman, hvað þá að eiga möguleika á menntun. Sumar fjölskyldur ná að kría saman 100-200 krónur á dag fyrir þvottavinnu eða eitthvað slíkt. Nemendur okkar koma allir úr slíkum aðstæðum.Þórunn er vel þekkt í fátækrahverfum Nairópí og margir leita til hennar eftir aðstoð.Börnin blómstra Börnin hafa komið á mismunandi hátt til okkar. Sum börn höfum við fundið á götunni, sum börn hafa hreinlega komið sjálf og tékkað sig inn. Margir foreldrar leita til okkar og eða bent er á börn sem eru í erfiðum aðstæðum. Skólinn okkar í Naíróbí er frá forskóla upp í menntaskóla. Þar eru 550 nemendur og þar af eru rúmlega 200 í heimavist. Það eru börn sem hafa ýmist misst foreldra sína eða búa við of erfiðar aðstæður til að þau geti búið heima hjá sér. Við styðjum einnig nokkra nemendur í framhaldsnámi. Í Loitokitok rekum við menntaskóla og þar eru um 150 nemendur og allir á heimavist. Þessir nemendur koma margir langt að. Rúmlega helmingur þessara nemenda er Masaífólk,“ útskýrir Þórunn. Hún segist hafa séð börnin blómstra eftir veru hjá henni og Sammy. „Líklegast væri ég ekki að þessu eftir öll þessi ár ef það væri ekki reyndin. Það er í hnotskurn ástæðan fyrir því að maður heldur áfram. Elstu nemendur okkar eru núna um 26 ára og byrjaðir að fóta sig í lífinu. Þó nokkuð margir hafa farið í gegnum háskólanám, einn er orðinn háskólakennari og nokkrir búnir að stofna fyrirtæki. Þá hafa einhverjir fengið vinnu í banka og aðrir orðið tónlistarmenn. Það verður gaman að fylgjast með þessu fólki í framtíðinni,“ segir hún.Gunnhildur, til hægri, er hér með Þórunni sem bauð hana velkomna að kynna sér starfið í Kenía.Ánægjulegar gjafir „Við erum með stuðningsaðila frá Íslandi, Færeyjum, Bretlandi, Ástralíu, Japan og Ameríku. Færeyska Barnahjálpin og Mirjam kvennaverkefnið hafa unnið með okkur í nokkur ár. Mirjam kvennaverkefnið hefur það markmið að styðja við konur sem stunda eigin rekstur. Undanfarið ár hefur nemendum okkar fjölgað mikið og því þurfum við mikið á enn fleiri stuðningsaðilum að halda. Fyrsti áfangi skólabygginganna í Naíróbí var fjármagnaður af utanríkisráðuneytinu árið 2013. Við höfum líka verið mjög heppin og fengið fjármagn á réttum tíma, þegar aðstæður voru erfiðar. Það er til dæmis mjög ánægjulegt að segja frá því að á þessu ári gáfu hjónin Ingveldur Ýr Jónsdóttir og eiginmaður hennar, Ársæll Hafsteinsson, 2,5 milljónir sem nægði til að klára grunnskólabygginguna í Naíróbí. Árið 2016 fengum við stórkostlega gjöf, stóra upphæð í arf frá velunnara starfsins á Íslandi sem fjármagnaði bæði byggingu menntaskólans í Loitokitok sem og byggingar hér í Naíróbí. Svo má til gamans geta að ung stúlka notaði tvítugsafmælið sitt í fjáröflun og tókst okkur að fjármagna vísindastofuna í menntaskólanum með þeim peningum. Við erum mjög þakklát og auðmjúk en ég verð auðvitað að viðurkenna að það er margt enn eftir óklárað en það sem mest liggur á er að fá fleiri stuðningsaðila því þá gætum við til dæmis boðið nemendum upp á betri mat,“ segir Þórunn.Sammy, Kevin, Diana og Þórunn. Kevin og Diana ólust upp hjá þeim hjónum. Kevin er nú virtur tónlistarmaður í heimalandinu.Velkomin í heimsókn „Stuðningsaðilar geta fylgst með „sínu barni“ og allri starfseminni. Við erum einnig með ferðir fyrir stuðningsaðila sem geta þá heimsótt okkur. Okkur er það mjög mikilvægt að stuðningsaðilar fái að fylgjast vel með. Við erum þakklát fyrir hverja krónu og þakklætið skilar sér ekki síst til barnanna. Bros barnanna bræðir mig á hverjum degi. Við vinnum með Íslensku barnahjálpinni sem var stofnuð árið 2015, þetta eru samtök hugsjónafólks sem standa á bak við starfið í Kenía og Pakistan. Maxwell Ditta sem er upprunalega frá Pakistan en er í dag íslenskur ríkisborgari sér um það starf sem snýr að Pakistan. Þar erum við með sex skóla og má með sanni segja að þar sé einnig unnið frábært starf. Ég er ákaflega þakklát þeim sem styðja starfið okkar en án þeirra væru skólarnir ekki til. Við erum með 85 starfsmenn og 700 nemendur sem treysta á þessa hjálp. Ég hlakka til að fá sem flesta í heimsókn og kynna starfið okkar,“ segir Þórunn. Eiginmaður hennar, Sammy, er frá Kenía og hafði verið í góðu starfi í sjóhernum þegar hann kynntist Þórunni. Hann sagði því upp til að hjálpa henni með uppbygginguna. „Hann er stoð mín og stytta og hefur eins og ég helgað líf sitt þessu starfi. Hann á 23 ára son frá fyrra sambandi. Hann býr og starfar á Íslandi og er trúlofaður íslenskri konu. Við eigum 11 ára ættleiddan son sem við höfum alið upp frá fæðingu. Við höfum einnig alið upp nokkur fósturbörn sem sum eru enn hjá okkur. Sammy vinnur líka hörðum höndum á Íslandi og fjármagnar okkur enda erum við ekki með tekjur hér í Kenía. Ég er stolt af að hafa aldrei gefist upp á þessu starfi. Hef haldið áfram þótt á móti blási. Það er mér mjög mikilvægt að geta veitt börnunum menntun og öruggan stað til að vera á.“
Hjálparstarf Kenía Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira