Spyrja sig að því hvernig NFL-stórstjarna gat fengið kalsár á fætur um mitt sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2019 12:30 Antonio Brown er sérstök týpa. Getty/Don Juan Moor Óvæntasta fréttamál ameríska fótboltans síðustu daga snýst um fæturna á einum besta útherja NFL-deildarinnar. Oakland Radiers fékk Antonio Brown frá Pittsburg Steelers og hann átti að verða stærsta stjarna liðsins á komandi tímabili. Það styttist í tímabilið en liðsfélagarnir hafa séð lítið af Antonio Brown inn á æfingavellinum. Antonio Brown er nú frá æfingum og keppni hjá Oakland Raiders vegna slæms ástands á fótunum hans eða réttara satt vega blöðrumyndunar og sýkingar undir iljum hans. Þessi frábæri leikmaður verður eitthvað áfram frá keppni á meðan læknalið Raiders leitar ráða til að laga á honum fæturna.The Raiders have no timetable on Antonio Brown after he was found with extreme frostbite on his feet from cryotherapy. Wow. SalPal reporting just now on SportsCenter. — Michele Steele (@ESPNMichele) August 7, 2019 Brown setti sjálfur mynd af fótum sínum á netið og fólk trúði því ekki hvernig fætur á heimsklassa íþróttamanni gætu litið svona út. Í fyrstu vissi enginn hvernig þetta gat gerst. Svo var gefin út sú skýring að hann hefði fengið kalsár í kæliklefa þar sem hann hefði verið berfættur í klefanum. Brown átti að hafa mætt í kæliklefann í blautum sokkum og það hafi aukið á kælinguna í klefanum.It all finally makes sense now!@AB84 macerated feet, infection and cold injury explained.https://t.co/g2KLfdBKYu — David J. Chao (@ProFootballDoc) August 7, 2019 Þessu tóku þeir ekki alveg trúanlegu sem þekkja til kæliklefa og frostskemmda. Kælimeðferð tekur aðeins örfáar mínútur en frostbruni er eitthvað sem gerist á löngum tíma. Þeir sem þekkja til sveppasýkinga og blöðrumyndanna á fótum eins og hjá Antonio Brown rekja þetta miklu frekar til raka og bleytu. Kælimeðferðin var að þeirra mati ekki ástæðan heldur aðeins það sem gerði illt verra. Allir eru samt sammála um að þetta sé mjög óvanalegt sem eykur um leið forvitni almennings. Antonio Brown og félagar í Oakland Radiers eru í Hard Knocks þáttunum í ár en fyrsti þátturinn verður sýndur á Stöð 2 Sport í næstu viku. Þar verður þetta furðulega mál örugglega í aðalhlutverki. NFL Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Sjá meira
Óvæntasta fréttamál ameríska fótboltans síðustu daga snýst um fæturna á einum besta útherja NFL-deildarinnar. Oakland Radiers fékk Antonio Brown frá Pittsburg Steelers og hann átti að verða stærsta stjarna liðsins á komandi tímabili. Það styttist í tímabilið en liðsfélagarnir hafa séð lítið af Antonio Brown inn á æfingavellinum. Antonio Brown er nú frá æfingum og keppni hjá Oakland Raiders vegna slæms ástands á fótunum hans eða réttara satt vega blöðrumyndunar og sýkingar undir iljum hans. Þessi frábæri leikmaður verður eitthvað áfram frá keppni á meðan læknalið Raiders leitar ráða til að laga á honum fæturna.The Raiders have no timetable on Antonio Brown after he was found with extreme frostbite on his feet from cryotherapy. Wow. SalPal reporting just now on SportsCenter. — Michele Steele (@ESPNMichele) August 7, 2019 Brown setti sjálfur mynd af fótum sínum á netið og fólk trúði því ekki hvernig fætur á heimsklassa íþróttamanni gætu litið svona út. Í fyrstu vissi enginn hvernig þetta gat gerst. Svo var gefin út sú skýring að hann hefði fengið kalsár í kæliklefa þar sem hann hefði verið berfættur í klefanum. Brown átti að hafa mætt í kæliklefann í blautum sokkum og það hafi aukið á kælinguna í klefanum.It all finally makes sense now!@AB84 macerated feet, infection and cold injury explained.https://t.co/g2KLfdBKYu — David J. Chao (@ProFootballDoc) August 7, 2019 Þessu tóku þeir ekki alveg trúanlegu sem þekkja til kæliklefa og frostskemmda. Kælimeðferð tekur aðeins örfáar mínútur en frostbruni er eitthvað sem gerist á löngum tíma. Þeir sem þekkja til sveppasýkinga og blöðrumyndanna á fótum eins og hjá Antonio Brown rekja þetta miklu frekar til raka og bleytu. Kælimeðferðin var að þeirra mati ekki ástæðan heldur aðeins það sem gerði illt verra. Allir eru samt sammála um að þetta sé mjög óvanalegt sem eykur um leið forvitni almennings. Antonio Brown og félagar í Oakland Radiers eru í Hard Knocks þáttunum í ár en fyrsti þátturinn verður sýndur á Stöð 2 Sport í næstu viku. Þar verður þetta furðulega mál örugglega í aðalhlutverki.
NFL Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Sjá meira