Íslenski boltinn

Toppliðið bjargaði stigi gegn nýliðunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðmundur Karl og félagar björguðu stigi í kvöld.
Guðmundur Karl og félagar björguðu stigi í kvöld. vísir/vilhelm
Fjölnir og Afturelding gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í síðasta leik 15. umferð Inkasso-deildar karla.

Hinn ungi og efnilegi Róbert Orri Þorkelsson kom Aftureldingu yfir strax á sautjándu mínútu og allt stefndi í sigur Aftureldingar.

Það var hins vegar í uppbótartímanum sem annar ungur og efnilegur leikmaður, Kristófer Óskar Óskarsson, jafnaði metin og lokatölur 1-1.

Fjölnir er á toppnum eð 33 stig, fimm stigum á undan Þór sem er í öðru sætinu, en Afturelding er í tíunda sætinu, fjórum stigum frá fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×