Lag sem allir geta tengt við Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 20. júlí 2019 09:00 Logi Pedro segir það enn óráðið hvað hann geri um verslunarmannahelgina. Í gær kom út lagið Svarta ekkja með Loga Pedro. Það er fyrsta lagið sem kemur út af næstu plötu Loga, sem enn hefur ekki hlotið nafn. „Það er algjört leyndó hvað næsta plata á að heita, það er mjög mikið leyndó,“ segir Logi kíminn. ,,Nei, nei ég er bara að grínast, það er ekki enn komið nafn á hana.“ Logi syngur einn í laginu en hann samdi það með Arnari Inga Ingasyni, einnig þekktur sem Young Nazareth. Arnar pródúseraði meðal annars lögin Joey Cypher með Joey Christ og Time með Sturlu Atlas. En aftur að Svörtu ekkjunni. „Lagið hefur verið til í marga mánuði en við ákváðum að bíða með það. Lagið var frumflutt á Airwaves í fyrra. Við ákváðum samt að gefa það ekki út alveg strax og reyna að fá góða mynd á þetta, vildum gott rými og góðan tíma til að gefa lagið út.“ Hann segir texta lagsins hafa komið til þeirra og hann fjalli ekki um einn né neinn beint. „Þetta er samt ekki eitthvert hugsjónalaust popplag þannig séð. Ég held að flestir geti á einhverjum tímapunkti svona samsamað sig því sem kemur fram í laginu.“ Logi segir það hafa spilað inn í tímasetningu útgáfu lagsins að svona poppað og grípandi lag sé gaman að gefa út yfir hásumarið. Í raun eru góðar líkur á að hér sé mættur smellur sumarsins. En Logi er ekki bara að gefa út tónlist heldur hefur hann nógu í að snúast með Útvarp 101 og 101 Productions. „Það var líka bara erfitt að finna almennilegan tíma til að gefa lagið út þar sem það er búið að vera svo mikið að gera með útvarpið og framleiðslufyrirtækið. Við erum alveg að drukkna í vinnu.“ Í augnablikinu sér Logi Pedro um morgunþáttinn Múslí með Sigurbjarti Atlasyni á Útvarp 101. „Svo erum við líka að framleiða efni fyrir Stöð 2. Núna erum við til að mynda að framleiða þáttinn Gym sem er í umsjón Birnu Maríu Másdóttur. Þetta er lífsstíls- og viðtalsþáttur, hún fær til sín góða gesti. Mjög skemmtilegir þættir sem eru búnir að vera á Stöð 2 í sumar,“ segir Logi. Hann segir dagskrána hjá sér um verslunarmannahelgina vera óráðna og hann nokkuð laus enn sem komið er, en hann muni finna sér eitthvað að gera, hvort sem það sé að spila eða annað. Lagið Svarta ekkja er hægt að nálgast á öllum helstu streymisveitum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Í gær kom út lagið Svarta ekkja með Loga Pedro. Það er fyrsta lagið sem kemur út af næstu plötu Loga, sem enn hefur ekki hlotið nafn. „Það er algjört leyndó hvað næsta plata á að heita, það er mjög mikið leyndó,“ segir Logi kíminn. ,,Nei, nei ég er bara að grínast, það er ekki enn komið nafn á hana.“ Logi syngur einn í laginu en hann samdi það með Arnari Inga Ingasyni, einnig þekktur sem Young Nazareth. Arnar pródúseraði meðal annars lögin Joey Cypher með Joey Christ og Time með Sturlu Atlas. En aftur að Svörtu ekkjunni. „Lagið hefur verið til í marga mánuði en við ákváðum að bíða með það. Lagið var frumflutt á Airwaves í fyrra. Við ákváðum samt að gefa það ekki út alveg strax og reyna að fá góða mynd á þetta, vildum gott rými og góðan tíma til að gefa lagið út.“ Hann segir texta lagsins hafa komið til þeirra og hann fjalli ekki um einn né neinn beint. „Þetta er samt ekki eitthvert hugsjónalaust popplag þannig séð. Ég held að flestir geti á einhverjum tímapunkti svona samsamað sig því sem kemur fram í laginu.“ Logi segir það hafa spilað inn í tímasetningu útgáfu lagsins að svona poppað og grípandi lag sé gaman að gefa út yfir hásumarið. Í raun eru góðar líkur á að hér sé mættur smellur sumarsins. En Logi er ekki bara að gefa út tónlist heldur hefur hann nógu í að snúast með Útvarp 101 og 101 Productions. „Það var líka bara erfitt að finna almennilegan tíma til að gefa lagið út þar sem það er búið að vera svo mikið að gera með útvarpið og framleiðslufyrirtækið. Við erum alveg að drukkna í vinnu.“ Í augnablikinu sér Logi Pedro um morgunþáttinn Múslí með Sigurbjarti Atlasyni á Útvarp 101. „Svo erum við líka að framleiða efni fyrir Stöð 2. Núna erum við til að mynda að framleiða þáttinn Gym sem er í umsjón Birnu Maríu Másdóttur. Þetta er lífsstíls- og viðtalsþáttur, hún fær til sín góða gesti. Mjög skemmtilegir þættir sem eru búnir að vera á Stöð 2 í sumar,“ segir Logi. Hann segir dagskrána hjá sér um verslunarmannahelgina vera óráðna og hann nokkuð laus enn sem komið er, en hann muni finna sér eitthvað að gera, hvort sem það sé að spila eða annað. Lagið Svarta ekkja er hægt að nálgast á öllum helstu streymisveitum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira