Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 22. júlí 2019 14:13 Mynd: www.ranga.is Það er sem betur fer ekki bölmóður og erfið veiðiskilyrði í öllum ánum á landinum því það er hörkugangur í Eystri Rangá. Veiðin tók snarlega kipp um miðjan mánuðinn eins og flestir voru búnir að búast við og síðasta vika sýnir vel hvað það er mikið að ganga í ánna. Það var 51 lax í Eystri í miðvikudag og á fimmtudaginn datt það niður í 40 laxa en þá var áin skoluð. Þegar áin hreinsaði sig aftur komu 67 á föstudag og 81 lax á laugadaginn. Þegar það er svona góður stígandi í göngunum þá styttist í að dagarnir fari að gefa um og yfir 100 laxa en það er als ekki óalgengt. Það hefur verið að bera meira á smálaxi síðustu daga sem er góðs viti því smálaxinn er yfirleitt nokkuð seinna á ferðinni og þegar hann mætir eru veiðitölurnaransi fljótar að rjúka upp. Staðan í Eystri er sem sagt þannig núna að það er bara talið niður í að áinn fari yfir 1.000 laxa en það er nokkuð ljóst að hún verður fyrst til þess í sumar af laxveiðiánum. Mest lesið Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Norðurá að verða svo gott sem uppseld Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði
Það er sem betur fer ekki bölmóður og erfið veiðiskilyrði í öllum ánum á landinum því það er hörkugangur í Eystri Rangá. Veiðin tók snarlega kipp um miðjan mánuðinn eins og flestir voru búnir að búast við og síðasta vika sýnir vel hvað það er mikið að ganga í ánna. Það var 51 lax í Eystri í miðvikudag og á fimmtudaginn datt það niður í 40 laxa en þá var áin skoluð. Þegar áin hreinsaði sig aftur komu 67 á föstudag og 81 lax á laugadaginn. Þegar það er svona góður stígandi í göngunum þá styttist í að dagarnir fari að gefa um og yfir 100 laxa en það er als ekki óalgengt. Það hefur verið að bera meira á smálaxi síðustu daga sem er góðs viti því smálaxinn er yfirleitt nokkuð seinna á ferðinni og þegar hann mætir eru veiðitölurnaransi fljótar að rjúka upp. Staðan í Eystri er sem sagt þannig núna að það er bara talið niður í að áinn fari yfir 1.000 laxa en það er nokkuð ljóst að hún verður fyrst til þess í sumar af laxveiðiánum.
Mest lesið Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Norðurá að verða svo gott sem uppseld Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði