Bréfdúfur eru góðir og gáfaðir félagar Þórarinn Þórarinsson skrifar 24. júlí 2019 09:00 Ragnar Sigurjónsson segir endalaust hægt að dást að bréfdúfum á flugi og vonast til þess að fjölga muni í bréfdúfusportinu. Pólverjar hafi helst verið að bætast í hópinn og þeir komi með mikla þekkingu frá heimalandinu. Bréfdúfnafélag Íslands var stofnað 2009 á grunni Dúfnaræktarsambands Íslands. Ragnar Sigurjónsson segir tilgang félagsins fyrst og fremst að efla bréfdúfnarækt á landinu og standa fyrir kappflugi þessara merkilegu fugla sem er eðlislægt að rata alltaf heim. „Því miður er ekki hægt að segja að þetta sé stór hópur sem stundar bréfdúfnasportið, eins og við köllum það,“ segir Ragnar sem vonast til þess að úr þessu rætist þar sem áhuginn á bréfdúfunum sé þrátt fyrir allt talsverður. Þannig eru 1887 manns skráðir í Facebook-hópinn Dúfnaspjallið þótt mun færri en þeir sem rækta dúfur og tefli þeim fram í kappflugi. Hann segir sportið engu að síður henta fólki á öllum aldri og hver og einn geti ráðið því hversu miklum tíma og peningum hann eyði í dúfurnar.Upp, upp, mín fiðraða sál Ragnar segir bréfdúfnasportið sérstaklega geðbætandi og hafa góð áhrif á sálarlífið. „Fyrst og fremst vegna þess að þegar þú ferð út í kofa þá er þar engin önnur truflun. Þú ert náttúrlega ekki með síma eða neitt og ert bara þarna að hreinsa til og spá og spekúlera í fuglunum. Og svo er endalaust hægt að dást að þeim þegar þær fljúga um loftin blá.“ Ragnar bendir einnig á að sjálfsagt og eðlilegt sé að tala við fuglana og hann efast ekki um að þær samræður geri bæði manni og fuglum gott. „Maður gerir þetta sérstaklega á varptímanum og þegar maður byrjar að handfjatla ungana. Ég held að þetta hafi róandi áhrif á fuglana en allt ræðst þetta af því hversu miklum tíma þú eyðir með þeim í kofanum og þeir læra að treysta þér betur eftir því sem þú ert meira hjá þeim.“Ragnar segir þá sem til þekkja vita að dúfurnar eru eðlisgreind dýr.Fréttaritarar háloftanna Bréfdúfan á sér langa sögu og ætla má að eðlisgáfur hennar og hæfileikar ráði miklu um að þær veki forvitni og áhuga fólks. Ragnar segir að þeir sem til þekki vita að dúfur eru gáfuð dýr auk þess sem þær geti lært mikið, bæði af eigin reynslu og eigendum sínum. „Bréfdúfur eru í raun einn elsti fiðraði vinur mannsins og fylgt honum öldum saman,“ segir Ragnar og minnir einnig á mikilvægi bréfdúfnanna í fjarskiptum fyrri alda. Fyrir utan vitaskuld að þær voru fyrstu fréttaritarar Júlíusar Reuters á 19. öld.Hrakningar á Íslandsmeistaramóti Bréfdúfurnar keppa sumarlangt í kappflugi í tveimur flokkum, fullorðinna og unga. Keppni þeirra eldri fékk þó óvæntan endi fyrir nokkrum vikum þegar vont veður feykti sumum þeirra langt af braut og þótt flestar hafi þær að lokum ratað heim er svo af þeim dregið að meira verður ekki lagt á fuglana í sumar. Ungarnir eru hins vegar enn í toppformi og halda keppni áfram á laugardaginn.Féll fyrir brúðkaupsdúfum „Ég byrjaði ungur í þessu en hætti í nokkur ár þegar ég fór að eldast,“ segir Ragnar sem rataði þó aftur til baka og áhuginn vaknaði á ný eftir að hann flutti austur fyrir fjall fyrir tólf árum. „Þetta byrjaði þannig að ég hafi séð í bíómynd og á netinu hvítum dúfum sleppt í brúðkaupum. Ég held þetta sé einhver amerískur siður og mig langaði rosalega að vita hvort ég gæti komið mér upp hvítum dúfum og gert þetta hérna heima. Og hef verið í þessu síðan og þetta er svona hliðarbúgrein,“ segir Ragnar sem unir sér vel í félagsskap hinna fiðruðu boðbera friðar og frétta. Dýr Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira
Bréfdúfnafélag Íslands var stofnað 2009 á grunni Dúfnaræktarsambands Íslands. Ragnar Sigurjónsson segir tilgang félagsins fyrst og fremst að efla bréfdúfnarækt á landinu og standa fyrir kappflugi þessara merkilegu fugla sem er eðlislægt að rata alltaf heim. „Því miður er ekki hægt að segja að þetta sé stór hópur sem stundar bréfdúfnasportið, eins og við köllum það,“ segir Ragnar sem vonast til þess að úr þessu rætist þar sem áhuginn á bréfdúfunum sé þrátt fyrir allt talsverður. Þannig eru 1887 manns skráðir í Facebook-hópinn Dúfnaspjallið þótt mun færri en þeir sem rækta dúfur og tefli þeim fram í kappflugi. Hann segir sportið engu að síður henta fólki á öllum aldri og hver og einn geti ráðið því hversu miklum tíma og peningum hann eyði í dúfurnar.Upp, upp, mín fiðraða sál Ragnar segir bréfdúfnasportið sérstaklega geðbætandi og hafa góð áhrif á sálarlífið. „Fyrst og fremst vegna þess að þegar þú ferð út í kofa þá er þar engin önnur truflun. Þú ert náttúrlega ekki með síma eða neitt og ert bara þarna að hreinsa til og spá og spekúlera í fuglunum. Og svo er endalaust hægt að dást að þeim þegar þær fljúga um loftin blá.“ Ragnar bendir einnig á að sjálfsagt og eðlilegt sé að tala við fuglana og hann efast ekki um að þær samræður geri bæði manni og fuglum gott. „Maður gerir þetta sérstaklega á varptímanum og þegar maður byrjar að handfjatla ungana. Ég held að þetta hafi róandi áhrif á fuglana en allt ræðst þetta af því hversu miklum tíma þú eyðir með þeim í kofanum og þeir læra að treysta þér betur eftir því sem þú ert meira hjá þeim.“Ragnar segir þá sem til þekkja vita að dúfurnar eru eðlisgreind dýr.Fréttaritarar háloftanna Bréfdúfan á sér langa sögu og ætla má að eðlisgáfur hennar og hæfileikar ráði miklu um að þær veki forvitni og áhuga fólks. Ragnar segir að þeir sem til þekki vita að dúfur eru gáfuð dýr auk þess sem þær geti lært mikið, bæði af eigin reynslu og eigendum sínum. „Bréfdúfur eru í raun einn elsti fiðraði vinur mannsins og fylgt honum öldum saman,“ segir Ragnar og minnir einnig á mikilvægi bréfdúfnanna í fjarskiptum fyrri alda. Fyrir utan vitaskuld að þær voru fyrstu fréttaritarar Júlíusar Reuters á 19. öld.Hrakningar á Íslandsmeistaramóti Bréfdúfurnar keppa sumarlangt í kappflugi í tveimur flokkum, fullorðinna og unga. Keppni þeirra eldri fékk þó óvæntan endi fyrir nokkrum vikum þegar vont veður feykti sumum þeirra langt af braut og þótt flestar hafi þær að lokum ratað heim er svo af þeim dregið að meira verður ekki lagt á fuglana í sumar. Ungarnir eru hins vegar enn í toppformi og halda keppni áfram á laugardaginn.Féll fyrir brúðkaupsdúfum „Ég byrjaði ungur í þessu en hætti í nokkur ár þegar ég fór að eldast,“ segir Ragnar sem rataði þó aftur til baka og áhuginn vaknaði á ný eftir að hann flutti austur fyrir fjall fyrir tólf árum. „Þetta byrjaði þannig að ég hafi séð í bíómynd og á netinu hvítum dúfum sleppt í brúðkaupum. Ég held þetta sé einhver amerískur siður og mig langaði rosalega að vita hvort ég gæti komið mér upp hvítum dúfum og gert þetta hérna heima. Og hef verið í þessu síðan og þetta er svona hliðarbúgrein,“ segir Ragnar sem unir sér vel í félagsskap hinna fiðruðu boðbera friðar og frétta.
Dýr Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira