Missti Ólympíugullið sitt sjö árum eftir að hann fékk það um hálsinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2019 10:00 Artur Taymazov vann þrjú Ólympíugull á ferlinum er nú búinn að missa tvö þeirra. Getty/Paul Gilham Nýja tæknin í lyfjaprófum er búin að taka tvö Ólympíugull af Artur Taymazov en hann á samt eitt eftir sem verður aldrei tekið af Úsbekanum. 24 verðlaunahafar á Ólympíuleikunum í London fyrir sjö árum hafa misst verðlaun sín eftir að upp komst um ólöglega lyfjanotkun þeirra. Sá nýjasti er glímukappinn Artur Taymazov frá Úsbekistan. Glímukappinn Artur Taymazov er sextugasti óheiðarlegi íþróttamaðurinn frá ÓL í London 2012 og áttundi verðlaunahafinn sem er dæmdur úr keppni fyrir að nota ólögleg lyf.Uzbek freestyle wrestler Artur Taymazov has been stripped of his London 2012 gold medal. He's the 60th athlete disqualified from the Games due to doping.https://t.co/T7Gc6HQjGApic.twitter.com/EaMLseG4uT — BBC Sport (@BBCSport) July 23, 2019Fyrir þremur árum missti Taymazov Ólympíugullið sitt frá því í Peking 2008 og nú er hann einnig búinn að missa Ólympíugullið sitt frá London 2012. Taymazov er nú pólitíkus í Rússlandi. Hann á líka eitt Ólympíugull eftir því hann vann einnig Ólympíugull á leikunum í Aþenu árið 2004. Það gull verður ekki tekið af honum. Það voru „bara“ níu sem féllu á lyfjaprófi fyrir og meðan Ólympíuleikunum stóð í London árið 2012 en með betri tækjakosti og meiri þekkingu hafa nú 24 verðlaunahafar misst verðlaun vegna óhreinna sýna. Næsta sumar renna út tímamörkin sem lyfjaeftirlit Alþjóða Ólympíusambandsins hefur til að fara yfir sýnin sín frá leikunum í London. Það mega ekki hafa liðið meira en átta ár frá leikunum. Ólympíuleikar Úsbekistan Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby Sjá meira
Nýja tæknin í lyfjaprófum er búin að taka tvö Ólympíugull af Artur Taymazov en hann á samt eitt eftir sem verður aldrei tekið af Úsbekanum. 24 verðlaunahafar á Ólympíuleikunum í London fyrir sjö árum hafa misst verðlaun sín eftir að upp komst um ólöglega lyfjanotkun þeirra. Sá nýjasti er glímukappinn Artur Taymazov frá Úsbekistan. Glímukappinn Artur Taymazov er sextugasti óheiðarlegi íþróttamaðurinn frá ÓL í London 2012 og áttundi verðlaunahafinn sem er dæmdur úr keppni fyrir að nota ólögleg lyf.Uzbek freestyle wrestler Artur Taymazov has been stripped of his London 2012 gold medal. He's the 60th athlete disqualified from the Games due to doping.https://t.co/T7Gc6HQjGApic.twitter.com/EaMLseG4uT — BBC Sport (@BBCSport) July 23, 2019Fyrir þremur árum missti Taymazov Ólympíugullið sitt frá því í Peking 2008 og nú er hann einnig búinn að missa Ólympíugullið sitt frá London 2012. Taymazov er nú pólitíkus í Rússlandi. Hann á líka eitt Ólympíugull eftir því hann vann einnig Ólympíugull á leikunum í Aþenu árið 2004. Það gull verður ekki tekið af honum. Það voru „bara“ níu sem féllu á lyfjaprófi fyrir og meðan Ólympíuleikunum stóð í London árið 2012 en með betri tækjakosti og meiri þekkingu hafa nú 24 verðlaunahafar misst verðlaun vegna óhreinna sýna. Næsta sumar renna út tímamörkin sem lyfjaeftirlit Alþjóða Ólympíusambandsins hefur til að fara yfir sýnin sín frá leikunum í London. Það mega ekki hafa liðið meira en átta ár frá leikunum.
Ólympíuleikar Úsbekistan Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby Sjá meira