Ætlaði að hætta í tónlist þegar hún gaf út vinsælasta lagið sitt Sylvía Hall skrifar 25. júlí 2019 13:27 Lizzo hefur vakið mikla athygli fyrir líflega sviðsframkomu. Vísir/Getty Söngkonan og flautuleikarinn Lizzo hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn undanfarið. Hún hefur vakið athygli fyrir líflega sviðsframkomu og er ófeimin við að segja hvað henni finnst. Í viðtali við People segir söngkonan ferilinn þó ekki alltaf hafa verið dans á rósum. Hún lýsir deginum sem hún gaf út lagið „Truth Hurts“ árið 2017 sem einum versta á ferli sínum. Hún hafi helst viljað gefast upp og hætta í tónlist alfarið. „Dagurinn sem ég gaf út Truth Hurts var líklega einn sá myrkasti sem ég hef upplifað á mínum ferli. Ég man ég hugsaði: „Ef ég hætti í tónlist núna mun enginn taka eftir því. Þetta er besta lag sem ég hef gefið út og öllum er sama“,“ segir Lizzo. Hún segir samstarfsmenn og ættingja hafa hvatt hana til þess að halda áfram. Myrkrið væri alltaf dekkst rétt fyrir sólarupprás. Lagið náði miklum vinsældum rúmum tveimur árum síðar þegar það heyrðist í Netflix myndinni „Someone Great“. Eftir það fór lagið á mikið flug og situr nú í 6. sæti Billboard listans vestanhafs. Þá hefur verið staðfest að lagið geti orðið tilnefnt til verðlauna á þessu ári þrátt fyrir að vera tveggja ára gamalt. „Hver hefði trúað því? Hversu mikil áhrif eitt augnablik í kvikmynd getur haft á feril tónlistarmanns er ótrúlegt. Ég var búin að gera allt annað: Leggja á mig vinnuna, gera góða tónlist, fara í tónleikaferðalög – en svo er það þessir auka galdrar sem enginn veit í raun hverjir eru sem geta raunverulega breytt lífi þínu.“EVERYBODY GON HAVE SUMN TO SAY BUT I BEEN BUSTIN MY ASS FOR 10 YEARS MAKIN MUSIC.. TOURING-BLOOD SWEAT TEARS.. WHEN I DROPPED TRUTH HURTS I WAS SO DEPRESSED I ALMOST QUIT MUSIC CUZ NO ONE CARED- IDGAF THIS MY TESTIMONY MY HARD WORK PAYIN OFF A REMINDER TO NEVER GIVE UP! THANK U! https://t.co/7JRVDeFHzN — |L I Z Z O| (@lizzo) July 21, 2019 Hollywood Tónlist Mest lesið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Fleiri fréttir Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Sjá meira
Söngkonan og flautuleikarinn Lizzo hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn undanfarið. Hún hefur vakið athygli fyrir líflega sviðsframkomu og er ófeimin við að segja hvað henni finnst. Í viðtali við People segir söngkonan ferilinn þó ekki alltaf hafa verið dans á rósum. Hún lýsir deginum sem hún gaf út lagið „Truth Hurts“ árið 2017 sem einum versta á ferli sínum. Hún hafi helst viljað gefast upp og hætta í tónlist alfarið. „Dagurinn sem ég gaf út Truth Hurts var líklega einn sá myrkasti sem ég hef upplifað á mínum ferli. Ég man ég hugsaði: „Ef ég hætti í tónlist núna mun enginn taka eftir því. Þetta er besta lag sem ég hef gefið út og öllum er sama“,“ segir Lizzo. Hún segir samstarfsmenn og ættingja hafa hvatt hana til þess að halda áfram. Myrkrið væri alltaf dekkst rétt fyrir sólarupprás. Lagið náði miklum vinsældum rúmum tveimur árum síðar þegar það heyrðist í Netflix myndinni „Someone Great“. Eftir það fór lagið á mikið flug og situr nú í 6. sæti Billboard listans vestanhafs. Þá hefur verið staðfest að lagið geti orðið tilnefnt til verðlauna á þessu ári þrátt fyrir að vera tveggja ára gamalt. „Hver hefði trúað því? Hversu mikil áhrif eitt augnablik í kvikmynd getur haft á feril tónlistarmanns er ótrúlegt. Ég var búin að gera allt annað: Leggja á mig vinnuna, gera góða tónlist, fara í tónleikaferðalög – en svo er það þessir auka galdrar sem enginn veit í raun hverjir eru sem geta raunverulega breytt lífi þínu.“EVERYBODY GON HAVE SUMN TO SAY BUT I BEEN BUSTIN MY ASS FOR 10 YEARS MAKIN MUSIC.. TOURING-BLOOD SWEAT TEARS.. WHEN I DROPPED TRUTH HURTS I WAS SO DEPRESSED I ALMOST QUIT MUSIC CUZ NO ONE CARED- IDGAF THIS MY TESTIMONY MY HARD WORK PAYIN OFF A REMINDER TO NEVER GIVE UP! THANK U! https://t.co/7JRVDeFHzN — |L I Z Z O| (@lizzo) July 21, 2019
Hollywood Tónlist Mest lesið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Fleiri fréttir Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Sjá meira