Lífið

Fyrrverandi kærasti George Michael handtekinn eftir að hafa rústað heimili söngvarans

Andri Eysteinsson skrifar
George Michael og Fadi Fawaz í Vín árið 2012
George Michael og Fadi Fawaz í Vín árið 2012 Getty/Luca Teuchmann
Hárgreiðslumaðurinn Fadi Fawaz, sem þekktur er fyrir að hafa verið í sambandi söngvaranum George Michael, hefur verið handtekinn grunaður um að hafa rústað glæsihýsi söngvarans sáluga í London. People greinir frá.

Fawaz hefur búið í húsinu frá andláti Michael árið 2016 en lögregla var kölluð á staðinn eftir að nágrannar hefðu látið vita af grunsamlegum mannaferðum á þaki byggingarinnar. Þegar lögregla mætti á staðinn var Fawaz kominn niður af þakinu en var handtekinn innandyra þegar lögregla sá hvers kyns skemmdirnar voru. Kalla þurfti til slökkvilið vegna þeirra

Samband Fawaz og Michael hófst árið 2012 en þeir fóru ekki hátt með það. Eftir að Michael lést fór af stað orðrómur þess efnis að Fawaz hefði með einhverjum hætti staðið að andláti Michael en það var Fawaz sem fann söngvarann látinn.

Fawaz hefur sagt tímann eftir andlát George Michael hafa verið erfitt, sér í lagi vegna sögusagnanna. Eftir að niðurstöður krufningar hafi verið gerðar opinberar hafi hann fundið fyrir létti. Ekki væri hægt að saka hann um að hafa staðið að andlátinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.