Ólafur: Enginn beygur í mér svo lengi sem mér er treyst fyrir þessu verkefni Arnar Geir Halldórsson skrifar 28. júlí 2019 20:33 FH-ingarnir hans Ólafs hafa tapað tveimur leikjum í röð. vísir/vilhelm „Svekkjandi tap. Mér fannst við hafa algjöra yfirburði í fyrri hálfleiknum frá fyrstu mínútu. Við vorum að skapa færi og svo framvegis. Það þarf oft ekki mikið. Þeir gerðu betur heldur en við í því sem skiptir máli. Við náðum ekki að verjast þessu marki þeirra og við nýttum ekki gríðarlega yfirburði í fyrri hálfleik og því fór sem fór,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, eftir tapið fyrir KA, 1-0, í dag. Annað tap FH á innan við viku en Ólafur telur að sitt lið hafi spilað mun betur í dag en gegn HK. „Það var himinn og haf á milli frammistöðunnar í dag og í leiknum gegn HK. Þá var frammistaðan ekki góð. Frammistaðan í dag var betri. Markmaðurinn okkar var óheppinn í markinu sem þeir skora. Það hefði líka getað gerst hinumegin en stundum fellur þetta ekki fyrir mann,“ segir Ólafur. FH í sjötta sæti deildarinnar og stefnir í að þeir verði fjórtán stigum frá toppliði KR að þessari umferð lokinni. FH-ingar geta því algjörlega útilokað alla möguleika á Íslandsmeistaratitli þetta sumarið. „Við þurfum að vinna í því að koma okkur út úr þessari stöðu. Þetta snýst um að halda fókus. Þá eigum við möguleika á að tengja saman sigra,“ segir Ólafur sem kveðst óhræddur við að takast á við framhaldið hjá FH. „Það er enginn beygur í mér svo lengi sem mér er treyst fyrir þessu verkefni. FH hefur náð frábærum árangri í gegnum tíðina. Félagið er ekki á þeim stað núna og það þarf menn sem eru tilbúnir að taka þátt í því að snúa því við. Einn eða tveir leikir breyta því ekki,“ sagði Ólafur. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA 1-0 FH │Þrumufleygur Hallgríms sökkti FH KA-menn lyftu sér upp úr fallsæti með 1-0 sigri á lánlausum FH-ingum. 28. júlí 2019 20:15 Mörkin úr langþráðum sigrum KA og Grindavíkur KA vann FH og Grindavík lagði botnlið ÍBV að velli. 28. júlí 2019 19:05 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
„Svekkjandi tap. Mér fannst við hafa algjöra yfirburði í fyrri hálfleiknum frá fyrstu mínútu. Við vorum að skapa færi og svo framvegis. Það þarf oft ekki mikið. Þeir gerðu betur heldur en við í því sem skiptir máli. Við náðum ekki að verjast þessu marki þeirra og við nýttum ekki gríðarlega yfirburði í fyrri hálfleik og því fór sem fór,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, eftir tapið fyrir KA, 1-0, í dag. Annað tap FH á innan við viku en Ólafur telur að sitt lið hafi spilað mun betur í dag en gegn HK. „Það var himinn og haf á milli frammistöðunnar í dag og í leiknum gegn HK. Þá var frammistaðan ekki góð. Frammistaðan í dag var betri. Markmaðurinn okkar var óheppinn í markinu sem þeir skora. Það hefði líka getað gerst hinumegin en stundum fellur þetta ekki fyrir mann,“ segir Ólafur. FH í sjötta sæti deildarinnar og stefnir í að þeir verði fjórtán stigum frá toppliði KR að þessari umferð lokinni. FH-ingar geta því algjörlega útilokað alla möguleika á Íslandsmeistaratitli þetta sumarið. „Við þurfum að vinna í því að koma okkur út úr þessari stöðu. Þetta snýst um að halda fókus. Þá eigum við möguleika á að tengja saman sigra,“ segir Ólafur sem kveðst óhræddur við að takast á við framhaldið hjá FH. „Það er enginn beygur í mér svo lengi sem mér er treyst fyrir þessu verkefni. FH hefur náð frábærum árangri í gegnum tíðina. Félagið er ekki á þeim stað núna og það þarf menn sem eru tilbúnir að taka þátt í því að snúa því við. Einn eða tveir leikir breyta því ekki,“ sagði Ólafur.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA 1-0 FH │Þrumufleygur Hallgríms sökkti FH KA-menn lyftu sér upp úr fallsæti með 1-0 sigri á lánlausum FH-ingum. 28. júlí 2019 20:15 Mörkin úr langþráðum sigrum KA og Grindavíkur KA vann FH og Grindavík lagði botnlið ÍBV að velli. 28. júlí 2019 19:05 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA 1-0 FH │Þrumufleygur Hallgríms sökkti FH KA-menn lyftu sér upp úr fallsæti með 1-0 sigri á lánlausum FH-ingum. 28. júlí 2019 20:15
Mörkin úr langþráðum sigrum KA og Grindavíkur KA vann FH og Grindavík lagði botnlið ÍBV að velli. 28. júlí 2019 19:05