Fanney masteraði Tinder Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 15. júlí 2019 20:00 Fanney Svansdóttir útskrifaðist á dögunum úr Háskóla Íslands með master í menningarfræði. Ritgerðin hennar heitir Svæpað til hægri og fjallar um framsetningu sjálfsins á stefnumótaforritinu Tinder. Fanney Svansdóttir er nýútskrifuð frá Háskóla Íslands með master í menningarfræði. Ásamt náminu hefur Fanney unnið síðustu ár að fatamerkinu sínu Ylur þar sem hún hannar prjónaföt á fullorðna og börn. Þessa dagana er hún að horfa í kringum sig eftir nýjum tækifærum og er draumurinn að finna vinnu þar sem menntunin gæti nýst henni. Fanney vakti athygli fyrir mastersritgerðina sína sem ber það skemmtilega nafn: Svæpað til hægri. Þar fjallar hún um framsetningu sjálfsins á stefnumótaforritinu Tinder og var markmiðið að kafa ofan í og greina forsendurnar fyrir því hvernig einstaklingar framsetja sjálfið sitt á Tinder og hverjar afleiðingarnar eru. En hvað var það sem fékk þig til að velja þetta efni og hvernig voru viðtökurnar?Ég var að gera verkefni um samfélagsmiðla í áfanga á haustönn og ákvað að skrifa um Tinder þar sem lítið hefur verið skrifað um miðilinn á íslandi. Leiðbeinandinn minn, Helga Þórey Jónsdóttir, sem mér finnst algjör snillingur tók þessu mjög vel og var spennt fyrir verkefninu. Mér fannst efnið ótrúlega áhugvert, stór hluti einhleyps fólks hefur prófað Tinder og stigmað sem var í kringum stefnumótasíður hefur minnkað undanfarin ár. Fólk talar opinskátt um að það sé á Tinder og fari jafnvel á Tinderdate. Efnið á því mikið erindi til samtímans.Fanney segir að framsetning einstaklingsins á Tinder sé að mestu leiti myndræn og því hægt að lesa mjög mikið úr myndum og sérstaklega myndavali einstaklingsins.Gerðir þú sjálf tilraunir á Tinder meðan á ritgerðinni stóð? Já, ég eyddi miklum tíma í að skoða og kanna prófíl annarra og gerði einnig tilraunir með minn eigin prófíl. Framsetning einstaklingsins á Tinder er að mestu leiti myndræn og er því hægt að lesa alveg heilmikið út úr myndunum og sérstaklega myndavalinu sjálfu. Er einhver munur á milli hegðun karla og kvenna á forritinu?Fólk er auðvitað með ólík markmið með notkun sinni á Tinder, allt frá einnar nætur gamni að giftingu, en flestir segjast þó nota Tinder sér til skemmtunar. Það virðist samfélagslegra samþykktara að nota forritið sem afþreyingu en sem einbeitta makaleit.Það virðist vera samfélagslegra samþykktara að nota Tinder sem afþreyingu segir Fanney. En jafnfram sé mjög ólík markmið fólks með notkuninni. Allt frá einnar nætur gamni að giftingu.Fanney segir karla líklegri til að til að ýkja um innkomu og menntun á meðan konur leggi áherslu á útlitið og reyni að láta sig líta betur út. Einnig segir hún að áherslan á yfirborðið geri það að verkum að fólk sýni gjarnar blekkjandi mynd af sjálfum sér.Við erum meðvituð um hvernig annað fólk vill sjá okkur og setjum því upp mismunandi grímur í mismunandi aðstæðum. Konur vita hvers konar fegurð er samfélagslega samþykkt, til dæmis grannur líkami, og eiga það því til að setja fram fegraða mynd af sjálfum sér. Þegar Fanney er spurð að því hvað hafi komið sér mest á óvart við niðurstöðurnar segir hún að þær hafi í raun og veru ekki komið sér á óvart en hún hafi eytt miklum tíma í að skoða skjáskot af Tinder síðum á borð við Tinder nightmares og Fávita og það hafi kannski verið töluvert sjokkerandi. Niðurstöður ritgerðarinnar segir hún vera að fólk sé mjög meðvitað um hvaða væntingar annað fólk gerir til þess og því hefur það tilhneigingu til að fegra þá mynd sem það dregur fram af sér.Konur eru líklegri til að ljúga um þyngd eða fegra myndir af sér sem samræmist póstfemínískum kröfum samfélagsins um kvenlega fegurð. Afleiðingar ímyndarinnar um hina kynferðislega frelsuðu konu má sjá á Tinder þar sem sumir karlkyns notendur virðast telja eðlilegt að senda konum boð um kynlíf eða að gera sér aðra kynferðislega greiða jafnvel áður en þeir heilsa.Makamál þakka Fanneyju kærlega fyrir spjallið og óska henni góðs gengis í leit að nýjum ævintýrum. Ástin og lífið Tengdar fréttir Siðmenning og siðleysi á samfélagsmiðlum Í pistlum mínum um ástina og stefnumót hef ég nokkuð oft minnst á þessi rafrænu samskipti og hvaða misskilningi þau geta valdið. Auðvitað er þetta ekki einungis bundið við samskipti kynjana eða stefnumótaheiminn. Í samskiptum sem við eigum við fólk augliti til auglitis gilda ákveðnar óskráðar reglur sem hafa þróast með mannkyninu yfir nokkur hundruði ára. 12. júlí 2019 11:00 Helmingur einhleypra stundar kynlíf vikulega eða oftar Spurning Makamála síðustu viku var: Hversu oft stundar þú kynlíf (að jafnaði)? Tvær kannanir voru settar inn og lesendur Vísis beðnir um að svara eftir því hvort að þeir væru í sambandi eða einhleypir. Rúmlega 6400 manns tóku þátt í könnuninni og eru niðurstöðurnar frekar áhugaverðar. 15. júlí 2019 14:00 Bone-orðin 10: Helga Margrét vill mann sem er vegan og með tískuvit Helga Margrét, tvítug úr 105. Lögfræðinemi í HÍ og karioki stjórnandi á Sæta Svíninu. Elska góðan mat, falleg föt, chardonney og að tana. 12. júlí 2019 09:45 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: Æfir sig í að láta ekkert stoppa sig Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Viltu gifast Beta? Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni Makamál Fannst líkaminn vera að svíkja mig Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Fanney Svansdóttir er nýútskrifuð frá Háskóla Íslands með master í menningarfræði. Ásamt náminu hefur Fanney unnið síðustu ár að fatamerkinu sínu Ylur þar sem hún hannar prjónaföt á fullorðna og börn. Þessa dagana er hún að horfa í kringum sig eftir nýjum tækifærum og er draumurinn að finna vinnu þar sem menntunin gæti nýst henni. Fanney vakti athygli fyrir mastersritgerðina sína sem ber það skemmtilega nafn: Svæpað til hægri. Þar fjallar hún um framsetningu sjálfsins á stefnumótaforritinu Tinder og var markmiðið að kafa ofan í og greina forsendurnar fyrir því hvernig einstaklingar framsetja sjálfið sitt á Tinder og hverjar afleiðingarnar eru. En hvað var það sem fékk þig til að velja þetta efni og hvernig voru viðtökurnar?Ég var að gera verkefni um samfélagsmiðla í áfanga á haustönn og ákvað að skrifa um Tinder þar sem lítið hefur verið skrifað um miðilinn á íslandi. Leiðbeinandinn minn, Helga Þórey Jónsdóttir, sem mér finnst algjör snillingur tók þessu mjög vel og var spennt fyrir verkefninu. Mér fannst efnið ótrúlega áhugvert, stór hluti einhleyps fólks hefur prófað Tinder og stigmað sem var í kringum stefnumótasíður hefur minnkað undanfarin ár. Fólk talar opinskátt um að það sé á Tinder og fari jafnvel á Tinderdate. Efnið á því mikið erindi til samtímans.Fanney segir að framsetning einstaklingsins á Tinder sé að mestu leiti myndræn og því hægt að lesa mjög mikið úr myndum og sérstaklega myndavali einstaklingsins.Gerðir þú sjálf tilraunir á Tinder meðan á ritgerðinni stóð? Já, ég eyddi miklum tíma í að skoða og kanna prófíl annarra og gerði einnig tilraunir með minn eigin prófíl. Framsetning einstaklingsins á Tinder er að mestu leiti myndræn og er því hægt að lesa alveg heilmikið út úr myndunum og sérstaklega myndavalinu sjálfu. Er einhver munur á milli hegðun karla og kvenna á forritinu?Fólk er auðvitað með ólík markmið með notkun sinni á Tinder, allt frá einnar nætur gamni að giftingu, en flestir segjast þó nota Tinder sér til skemmtunar. Það virðist samfélagslegra samþykktara að nota forritið sem afþreyingu en sem einbeitta makaleit.Það virðist vera samfélagslegra samþykktara að nota Tinder sem afþreyingu segir Fanney. En jafnfram sé mjög ólík markmið fólks með notkuninni. Allt frá einnar nætur gamni að giftingu.Fanney segir karla líklegri til að til að ýkja um innkomu og menntun á meðan konur leggi áherslu á útlitið og reyni að láta sig líta betur út. Einnig segir hún að áherslan á yfirborðið geri það að verkum að fólk sýni gjarnar blekkjandi mynd af sjálfum sér.Við erum meðvituð um hvernig annað fólk vill sjá okkur og setjum því upp mismunandi grímur í mismunandi aðstæðum. Konur vita hvers konar fegurð er samfélagslega samþykkt, til dæmis grannur líkami, og eiga það því til að setja fram fegraða mynd af sjálfum sér. Þegar Fanney er spurð að því hvað hafi komið sér mest á óvart við niðurstöðurnar segir hún að þær hafi í raun og veru ekki komið sér á óvart en hún hafi eytt miklum tíma í að skoða skjáskot af Tinder síðum á borð við Tinder nightmares og Fávita og það hafi kannski verið töluvert sjokkerandi. Niðurstöður ritgerðarinnar segir hún vera að fólk sé mjög meðvitað um hvaða væntingar annað fólk gerir til þess og því hefur það tilhneigingu til að fegra þá mynd sem það dregur fram af sér.Konur eru líklegri til að ljúga um þyngd eða fegra myndir af sér sem samræmist póstfemínískum kröfum samfélagsins um kvenlega fegurð. Afleiðingar ímyndarinnar um hina kynferðislega frelsuðu konu má sjá á Tinder þar sem sumir karlkyns notendur virðast telja eðlilegt að senda konum boð um kynlíf eða að gera sér aðra kynferðislega greiða jafnvel áður en þeir heilsa.Makamál þakka Fanneyju kærlega fyrir spjallið og óska henni góðs gengis í leit að nýjum ævintýrum.
Ástin og lífið Tengdar fréttir Siðmenning og siðleysi á samfélagsmiðlum Í pistlum mínum um ástina og stefnumót hef ég nokkuð oft minnst á þessi rafrænu samskipti og hvaða misskilningi þau geta valdið. Auðvitað er þetta ekki einungis bundið við samskipti kynjana eða stefnumótaheiminn. Í samskiptum sem við eigum við fólk augliti til auglitis gilda ákveðnar óskráðar reglur sem hafa þróast með mannkyninu yfir nokkur hundruði ára. 12. júlí 2019 11:00 Helmingur einhleypra stundar kynlíf vikulega eða oftar Spurning Makamála síðustu viku var: Hversu oft stundar þú kynlíf (að jafnaði)? Tvær kannanir voru settar inn og lesendur Vísis beðnir um að svara eftir því hvort að þeir væru í sambandi eða einhleypir. Rúmlega 6400 manns tóku þátt í könnuninni og eru niðurstöðurnar frekar áhugaverðar. 15. júlí 2019 14:00 Bone-orðin 10: Helga Margrét vill mann sem er vegan og með tískuvit Helga Margrét, tvítug úr 105. Lögfræðinemi í HÍ og karioki stjórnandi á Sæta Svíninu. Elska góðan mat, falleg föt, chardonney og að tana. 12. júlí 2019 09:45 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: Æfir sig í að láta ekkert stoppa sig Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Viltu gifast Beta? Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni Makamál Fannst líkaminn vera að svíkja mig Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Siðmenning og siðleysi á samfélagsmiðlum Í pistlum mínum um ástina og stefnumót hef ég nokkuð oft minnst á þessi rafrænu samskipti og hvaða misskilningi þau geta valdið. Auðvitað er þetta ekki einungis bundið við samskipti kynjana eða stefnumótaheiminn. Í samskiptum sem við eigum við fólk augliti til auglitis gilda ákveðnar óskráðar reglur sem hafa þróast með mannkyninu yfir nokkur hundruði ára. 12. júlí 2019 11:00
Helmingur einhleypra stundar kynlíf vikulega eða oftar Spurning Makamála síðustu viku var: Hversu oft stundar þú kynlíf (að jafnaði)? Tvær kannanir voru settar inn og lesendur Vísis beðnir um að svara eftir því hvort að þeir væru í sambandi eða einhleypir. Rúmlega 6400 manns tóku þátt í könnuninni og eru niðurstöðurnar frekar áhugaverðar. 15. júlí 2019 14:00
Bone-orðin 10: Helga Margrét vill mann sem er vegan og með tískuvit Helga Margrét, tvítug úr 105. Lögfræðinemi í HÍ og karioki stjórnandi á Sæta Svíninu. Elska góðan mat, falleg föt, chardonney og að tana. 12. júlí 2019 09:45