Áhrif Megan Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 13. júlí 2019 09:00 Donald Trump varð heldur viðskotaillur þegar Megan sagðist ekki myndu þiggja boð í Hvíta húsið og tísti á Twitter að hún þyrfti nú að vinna fyrst. Þessi svipur segir framhaldssöguna. Mynd/Getty Megan Rapinoe og liðsfélagar hennar tryggðu sér heimsmeistaratitilinn í fótbolta með 2-0 sigri á Hollandi, hún var valin besti leikmaður mótsins og varð einnig markahæst en hún skoraði sex mörk á mótinu. Þetta er í fjórða sinn sem bandaríska kvennalandsliðið vinnur heimsmeistaratitilinn. Megan er 34 ára gömul og hefur leikið fyrir sjö félagslið í þremur heimsálfum. Hún er glaðlynd baráttukona sem hefur barist ötullega fyrir jöfnum kjörum karla og kvenna í fótbolta og mannréttindum hinsegin fólks. Mesta athygli hefur hún vakið fyrir að standa uppi í hárinu á Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Ég ætla ekki í fjandans Hvíta húsið,“ sagði hún í júnímánuði spurð hvort hún væri spennt fyrir heimsókn þangað. Í viðtali á CNN horfði hún beint í myndavélina og talaði til forsetans: „Skilaboð þín útiloka fólk. Þú útilokar mig, þú útilokar fólk sem lítur út eins og ég, þú útilokar litað fólk og þú útilokar jafnvel fólk sem styður þig,“ sagði hún. „Þú dásamar tímabil sem var ekki frábært fyrir alla – það var kannski frábært fyrir nokkra útvalda og kannski eru Bandaríkin frábær fyrir nokkra einstaklinga núna, en þau eru það ekki fyrir alltof marga Bandaríkjamenn.“Megan og kærasta hennar, Sue Bird, í Seattle snemma á árinu. nordicphotos/GettyMegan og liðsfélagar hennar ákváðu einnig að beita hörðu og lögsækja bandaríska knattspyrnusambandið vegna launamisréttis. Kvennalandsliðinu hefur gengið mun betur en karlalandsliðinu þar í landi en þrátt fyrir það fá karlarnir mun meiri peninga frá bandaríska knattspyrnusambandinu. Þetta þykir Megan og félögum hennar eðlilega hið megnasta óréttlæti. Bandaríska knattspyrnusambandið borgar konum 38% af því sem það borgar körlunum og ekki er hægt að beita rökum sem algeng eru sem réttlæting fyrir misréttinu víða um heim, sem er minna áhorf og minni tekjur. Því velgengni kvennanna skilar sambandinu milljón dollurum meira í tekjur. Bandarísku þingkonurnar Dianne Feinstein og Patty Murray notuðu tækifærið eftir sigur landsliðsins og lögðu fram frumvarp um sanngjörn laun íþróttafólks. Verði það samþykkt verður það ólöglegt hjá bandarískum íþróttasamböndum að mismuna eftir kyni. Megan hefur einnig beint spjótum sínum að Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA og gagnrýnt það að heildarfjárhæðin sem lið í karlaflokki fengu fyrir þátttöku á heimsmeistaramótinu var 400 milljónir dollara en lið í kvennaflokki fengu aðeins tæpar 30 milljónir dollara. Landsliðskonur fylktu liði á Manhattan í vikunni og fögnuðu með íbúum New York og þar hélt Megan ræðu sem vakti athygli um allan heim því hún bað fólk um að sýna samstöðu þrátt fyrir ólíkar skoðanir og lífsstíl. „Þetta er mitt ákall til allra, við verðum að gera betur. Við verðum að elska meira, hata minna. Við verðum að hlusta meira og tala minna. Við verðum að átta okkur á því að þetta er ábyrgð okkar allra.“ Í kjölfarið skrifaði Andrew Mark Cuomo, ríkisstjóri New York, undir frumvarp um sömu laun fótboltafólks í New York-ríki. Laun knattspyrnukarla- og kvenna verði héðan í frá jöfn. „Það eru engin rök fyrir því hvers vegna konurnar eru með lægri laun en karlarnir. FIFA og bandaríska knattspyrnusambandið hafa komið illa fram við landsliðskonurnar,“ sagði hann í ræðu sinni. Bandaríkin Mest lesið „Ég ætla rétt að vona að það sé ekki verið að stríða mér hérna“ Lífið Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Tíska og hönnun Hefur mikinn áhuga á slökkviliðinu Lífið Hvað skal gera þegar ADHD makans er að eyðileggja sambandið? Lífið Börn eigi ekki að ilma Lífið Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Lífið samstarf Opnar sig í fyrsta skipti um hegðun Måns Lífið „List er okkar eina von“ Menning Heimir selur íbúð í 101 Lífið Ælan hafi verið afleiðing matareitrunar Lífið Fleiri fréttir Heimir selur íbúð í 101 Fermingardressið fyrir hann „Ég ætla rétt að vona að það sé ekki verið að stríða mér hérna“ Hefur mikinn áhuga á slökkviliðinu Hvað skal gera þegar ADHD makans er að eyðileggja sambandið? Ælan hafi verið afleiðing matareitrunar Fermingardressið fyrir hana Hljóp maraþon á lygilegum tíma í bleikri múnderingu Paul Young var þungt haldinn eftir beinbrot Opnar sig í fyrsta skipti um hegðun Måns Komin til að vera í Miami: „Ég er ekki að fara neitt“ Ældi á hliðarlínunni Elle Woods er fyrirmyndin Börn eigi ekki að ilma Viðurkennir í hljóðupptöku að hafa tekið kærustuna kverkataki Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið Måns mættur á markaðinn Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Helga og Arnar gáfu syninum nafn Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Belgísk verðlaunaleikkona látin Leitar enn að fallegasta stað í heimi Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Sjá meira
Megan Rapinoe og liðsfélagar hennar tryggðu sér heimsmeistaratitilinn í fótbolta með 2-0 sigri á Hollandi, hún var valin besti leikmaður mótsins og varð einnig markahæst en hún skoraði sex mörk á mótinu. Þetta er í fjórða sinn sem bandaríska kvennalandsliðið vinnur heimsmeistaratitilinn. Megan er 34 ára gömul og hefur leikið fyrir sjö félagslið í þremur heimsálfum. Hún er glaðlynd baráttukona sem hefur barist ötullega fyrir jöfnum kjörum karla og kvenna í fótbolta og mannréttindum hinsegin fólks. Mesta athygli hefur hún vakið fyrir að standa uppi í hárinu á Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Ég ætla ekki í fjandans Hvíta húsið,“ sagði hún í júnímánuði spurð hvort hún væri spennt fyrir heimsókn þangað. Í viðtali á CNN horfði hún beint í myndavélina og talaði til forsetans: „Skilaboð þín útiloka fólk. Þú útilokar mig, þú útilokar fólk sem lítur út eins og ég, þú útilokar litað fólk og þú útilokar jafnvel fólk sem styður þig,“ sagði hún. „Þú dásamar tímabil sem var ekki frábært fyrir alla – það var kannski frábært fyrir nokkra útvalda og kannski eru Bandaríkin frábær fyrir nokkra einstaklinga núna, en þau eru það ekki fyrir alltof marga Bandaríkjamenn.“Megan og kærasta hennar, Sue Bird, í Seattle snemma á árinu. nordicphotos/GettyMegan og liðsfélagar hennar ákváðu einnig að beita hörðu og lögsækja bandaríska knattspyrnusambandið vegna launamisréttis. Kvennalandsliðinu hefur gengið mun betur en karlalandsliðinu þar í landi en þrátt fyrir það fá karlarnir mun meiri peninga frá bandaríska knattspyrnusambandinu. Þetta þykir Megan og félögum hennar eðlilega hið megnasta óréttlæti. Bandaríska knattspyrnusambandið borgar konum 38% af því sem það borgar körlunum og ekki er hægt að beita rökum sem algeng eru sem réttlæting fyrir misréttinu víða um heim, sem er minna áhorf og minni tekjur. Því velgengni kvennanna skilar sambandinu milljón dollurum meira í tekjur. Bandarísku þingkonurnar Dianne Feinstein og Patty Murray notuðu tækifærið eftir sigur landsliðsins og lögðu fram frumvarp um sanngjörn laun íþróttafólks. Verði það samþykkt verður það ólöglegt hjá bandarískum íþróttasamböndum að mismuna eftir kyni. Megan hefur einnig beint spjótum sínum að Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA og gagnrýnt það að heildarfjárhæðin sem lið í karlaflokki fengu fyrir þátttöku á heimsmeistaramótinu var 400 milljónir dollara en lið í kvennaflokki fengu aðeins tæpar 30 milljónir dollara. Landsliðskonur fylktu liði á Manhattan í vikunni og fögnuðu með íbúum New York og þar hélt Megan ræðu sem vakti athygli um allan heim því hún bað fólk um að sýna samstöðu þrátt fyrir ólíkar skoðanir og lífsstíl. „Þetta er mitt ákall til allra, við verðum að gera betur. Við verðum að elska meira, hata minna. Við verðum að hlusta meira og tala minna. Við verðum að átta okkur á því að þetta er ábyrgð okkar allra.“ Í kjölfarið skrifaði Andrew Mark Cuomo, ríkisstjóri New York, undir frumvarp um sömu laun fótboltafólks í New York-ríki. Laun knattspyrnukarla- og kvenna verði héðan í frá jöfn. „Það eru engin rök fyrir því hvers vegna konurnar eru með lægri laun en karlarnir. FIFA og bandaríska knattspyrnusambandið hafa komið illa fram við landsliðskonurnar,“ sagði hann í ræðu sinni.
Bandaríkin Mest lesið „Ég ætla rétt að vona að það sé ekki verið að stríða mér hérna“ Lífið Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Tíska og hönnun Hefur mikinn áhuga á slökkviliðinu Lífið Hvað skal gera þegar ADHD makans er að eyðileggja sambandið? Lífið Börn eigi ekki að ilma Lífið Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Lífið samstarf Opnar sig í fyrsta skipti um hegðun Måns Lífið „List er okkar eina von“ Menning Heimir selur íbúð í 101 Lífið Ælan hafi verið afleiðing matareitrunar Lífið Fleiri fréttir Heimir selur íbúð í 101 Fermingardressið fyrir hann „Ég ætla rétt að vona að það sé ekki verið að stríða mér hérna“ Hefur mikinn áhuga á slökkviliðinu Hvað skal gera þegar ADHD makans er að eyðileggja sambandið? Ælan hafi verið afleiðing matareitrunar Fermingardressið fyrir hana Hljóp maraþon á lygilegum tíma í bleikri múnderingu Paul Young var þungt haldinn eftir beinbrot Opnar sig í fyrsta skipti um hegðun Måns Komin til að vera í Miami: „Ég er ekki að fara neitt“ Ældi á hliðarlínunni Elle Woods er fyrirmyndin Börn eigi ekki að ilma Viðurkennir í hljóðupptöku að hafa tekið kærustuna kverkataki Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið Måns mættur á markaðinn Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Helga og Arnar gáfu syninum nafn Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Belgísk verðlaunaleikkona látin Leitar enn að fallegasta stað í heimi Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Sjá meira