Sushistaður vaktaður eftir að lögregla var kölluð út vegna mörgæsa Eiður Þór Árnason skrifar 16. júlí 2019 11:05 Parið fékkst ekki til að tjá sig um tilætlanir sínar við lögreglu. RNZ Mörgæsapar hreiðraði um sig undir sushistað á lestarstöð á Nýja Sjálandi. Lögreglan var kölluð til að fjarlægja parið sem lét ekki segjast og sneri fljótlega aftur. Mörgæsirnar sáust fyrst við sólarupprás fyrir utan Wellington lestarstöðina á Nýja Sjálandi, og gerðu þær sig heimkomna undir veitingastaðnum Sushi Bi. Lögreglan í borginni Wellington, höfuðborg Nýja Sjálands, segir að fuglarnir hafi verið fjarlægðir eftir að henni var tilkynnt um veru þeirra um klukkan hálf sjö um morguninn. Mörgæsaparið var stuttlega fært í hald lögreglu áður en þeim var sleppt aftur niður við höfn. Eigendur staðarins lýstu því að parið hafi þurft að fara yfir miklar umferðargötur á leið sinni frá höfninni að lestarstöðinni þar sem sushistaðurinn er staðsettur.Hér sést lögregluþjónninn sem mætti fyrstur á vettvang með annarri mörgæsinni.Lögreglan í WellingtonSeinna um kvöldið voru fulltrúar yfirvalda kallaðir út í annað sinn vegna sama mörgæsapars þegar það fannst aftur á sama stað. Í þetta sinn var það varðveislusvið borgarinnar sem fjarlægði parið, og í kjölfarið var tilkynnt að starfsfólk þess myndi fylgjast með staðnum. Var talið líklegt að mörgæsirnar myndu gera tilraun til að snúa aftur á sinn stað. Jack Mace, stjórnandi hjá varðveislusviði borgarinnar, sagði í samtali við miðilinn Radio New Zealand að umræddir fuglar væru nokkuð algeng sjón við höfnina í Wellington, en þetta væri í fyrsta skipti sem hann viti til þess að þeir hafi reynt að gera sig heimkomna á lestarstöðinni. Mace sagði jafnframt að á þessum tíma árs væru mörgæsirnar að para sig saman og leita að stað til þess að verpa eggjum sínum, en þær verpi þó ekki fyrr en fari að líða á veturinn. Wini Morris, starfsmaður á Sushi Bi, heyrði í mörgæsunum kurra undir staðnum og sagði líklegt að þær hafi sótt í hlýjuna hjá grillinu. Mike Rumble, sem var einn þeirra sem fjarlægði parið í annað sinn, segir að það sé í eðli þessarar tegundar að snúa alltaf aftur þangað sem þær hugsi sér að verpa. Því megi fastlega gera ráð fyrir því að mörgæsirnar verði fastagestir á Sushi Bi. Dýr Nýja-Sjáland Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Sjá meira
Mörgæsapar hreiðraði um sig undir sushistað á lestarstöð á Nýja Sjálandi. Lögreglan var kölluð til að fjarlægja parið sem lét ekki segjast og sneri fljótlega aftur. Mörgæsirnar sáust fyrst við sólarupprás fyrir utan Wellington lestarstöðina á Nýja Sjálandi, og gerðu þær sig heimkomna undir veitingastaðnum Sushi Bi. Lögreglan í borginni Wellington, höfuðborg Nýja Sjálands, segir að fuglarnir hafi verið fjarlægðir eftir að henni var tilkynnt um veru þeirra um klukkan hálf sjö um morguninn. Mörgæsaparið var stuttlega fært í hald lögreglu áður en þeim var sleppt aftur niður við höfn. Eigendur staðarins lýstu því að parið hafi þurft að fara yfir miklar umferðargötur á leið sinni frá höfninni að lestarstöðinni þar sem sushistaðurinn er staðsettur.Hér sést lögregluþjónninn sem mætti fyrstur á vettvang með annarri mörgæsinni.Lögreglan í WellingtonSeinna um kvöldið voru fulltrúar yfirvalda kallaðir út í annað sinn vegna sama mörgæsapars þegar það fannst aftur á sama stað. Í þetta sinn var það varðveislusvið borgarinnar sem fjarlægði parið, og í kjölfarið var tilkynnt að starfsfólk þess myndi fylgjast með staðnum. Var talið líklegt að mörgæsirnar myndu gera tilraun til að snúa aftur á sinn stað. Jack Mace, stjórnandi hjá varðveislusviði borgarinnar, sagði í samtali við miðilinn Radio New Zealand að umræddir fuglar væru nokkuð algeng sjón við höfnina í Wellington, en þetta væri í fyrsta skipti sem hann viti til þess að þeir hafi reynt að gera sig heimkomna á lestarstöðinni. Mace sagði jafnframt að á þessum tíma árs væru mörgæsirnar að para sig saman og leita að stað til þess að verpa eggjum sínum, en þær verpi þó ekki fyrr en fari að líða á veturinn. Wini Morris, starfsmaður á Sushi Bi, heyrði í mörgæsunum kurra undir staðnum og sagði líklegt að þær hafi sótt í hlýjuna hjá grillinu. Mike Rumble, sem var einn þeirra sem fjarlægði parið í annað sinn, segir að það sé í eðli þessarar tegundar að snúa alltaf aftur þangað sem þær hugsi sér að verpa. Því megi fastlega gera ráð fyrir því að mörgæsirnar verði fastagestir á Sushi Bi.
Dýr Nýja-Sjáland Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Sjá meira