Robert Plant tók Immigrant Song í fyrsta sinn í tvo áratugi á Solstice Sylvía Hall skrifar 3. júlí 2019 10:22 Robert Plant er enn í fullu fjöri. Vísir/Getty Söngvarinn Robert Plant kom fram á lokadegi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice ásamt hljómsveit sinn The Sensational Space Shifters. Eins og flestir vita gerði Plant upphaflega garðinn frægan með hljómsveitinni Led Zeppelin. Margir heitir aðdáendur Plant lögðu leið sína í Laugardalinn til þess að sjá goðið koma fram og fengu þeir óvæntan glaðning í leiðinni, en söngvarinn tók í fyrsta sinn í yfir tuttugu ár hið goðsagnakennda Immigrant Song. Lagið var þrettánda og síðasta lag kvöldsins en líkur eru á því að Plant hafi ákveðið að dusta rykið af laginu í tilefni tónleikanna þar sem lagið hefur sterka tengingu við Ísland. Söngvarinn samdi lagið eftir dvöl sína hér á landi sumarið 1970 þegar Led Zeppelin hóf tónleikaferðalag sitt í Reykjavík og flutti það í fyrsta sinn sex dögum eftir tónleikana hér. „Við komum frá landi íss og snjós. Við vorum gestir íslensku ríkisstjórnarinnar í menningarlegum leiðangri,“ sagði Plant eitt sinn í viðtali um lagið. Hann fór fögrum orðum um landið og sagði móttökurnar hafa verið ótrúlegar. Sveitin byrjaði flesta tónleika sína á laginu árin 1970 til 1972. Ári seinna var lagið oft orðið uppklappslag sveitarinnar en var seinna tekið af lagalistanum og hefur upprunalega sveitin ekki spilað það saman frá árinu 1973. Árið 1996 spilaði sveitin það á endurkomutónleikum en síðan þá hafði Plant ekki spilað lagið fyrr en hann tók það fyrir gesti Secret Solstice fyrr í mánuðinum samkvæmt Rolling Stone. Immigrant Song er eitt af vinsælustu lögum Led Zeppelin frá upphafi og því er engin furða að myndband af flutningi Plant hafi vakið mikla athygli á YouTube. Þegar þetta er skrifað hefur verið horft á myndbandið um það bil 200 þúsund sinnum á einni viku. Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Robert Plant á Secret Solstice Secret Solstice hátíðinni fer fram í Laugardalnum í sjötta skiptið þann 21.-23. júní. Forsvarsmenn hátíðarinnar voru að senda frá sér nýjustu tilkynningu um það hverjir munu koma fram og spila fyrir tónlistarþyrsta landsmenn næsta sumar. 31. janúar 2019 12:00 Dagskráin á lokadegi Secret Solstice Þriðji og síðasti dagur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice fer fram í dag. 23. júní 2019 12:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Söngvarinn Robert Plant kom fram á lokadegi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice ásamt hljómsveit sinn The Sensational Space Shifters. Eins og flestir vita gerði Plant upphaflega garðinn frægan með hljómsveitinni Led Zeppelin. Margir heitir aðdáendur Plant lögðu leið sína í Laugardalinn til þess að sjá goðið koma fram og fengu þeir óvæntan glaðning í leiðinni, en söngvarinn tók í fyrsta sinn í yfir tuttugu ár hið goðsagnakennda Immigrant Song. Lagið var þrettánda og síðasta lag kvöldsins en líkur eru á því að Plant hafi ákveðið að dusta rykið af laginu í tilefni tónleikanna þar sem lagið hefur sterka tengingu við Ísland. Söngvarinn samdi lagið eftir dvöl sína hér á landi sumarið 1970 þegar Led Zeppelin hóf tónleikaferðalag sitt í Reykjavík og flutti það í fyrsta sinn sex dögum eftir tónleikana hér. „Við komum frá landi íss og snjós. Við vorum gestir íslensku ríkisstjórnarinnar í menningarlegum leiðangri,“ sagði Plant eitt sinn í viðtali um lagið. Hann fór fögrum orðum um landið og sagði móttökurnar hafa verið ótrúlegar. Sveitin byrjaði flesta tónleika sína á laginu árin 1970 til 1972. Ári seinna var lagið oft orðið uppklappslag sveitarinnar en var seinna tekið af lagalistanum og hefur upprunalega sveitin ekki spilað það saman frá árinu 1973. Árið 1996 spilaði sveitin það á endurkomutónleikum en síðan þá hafði Plant ekki spilað lagið fyrr en hann tók það fyrir gesti Secret Solstice fyrr í mánuðinum samkvæmt Rolling Stone. Immigrant Song er eitt af vinsælustu lögum Led Zeppelin frá upphafi og því er engin furða að myndband af flutningi Plant hafi vakið mikla athygli á YouTube. Þegar þetta er skrifað hefur verið horft á myndbandið um það bil 200 þúsund sinnum á einni viku.
Secret Solstice Tónlist Tengdar fréttir Robert Plant á Secret Solstice Secret Solstice hátíðinni fer fram í Laugardalnum í sjötta skiptið þann 21.-23. júní. Forsvarsmenn hátíðarinnar voru að senda frá sér nýjustu tilkynningu um það hverjir munu koma fram og spila fyrir tónlistarþyrsta landsmenn næsta sumar. 31. janúar 2019 12:00 Dagskráin á lokadegi Secret Solstice Þriðji og síðasti dagur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice fer fram í dag. 23. júní 2019 12:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Robert Plant á Secret Solstice Secret Solstice hátíðinni fer fram í Laugardalnum í sjötta skiptið þann 21.-23. júní. Forsvarsmenn hátíðarinnar voru að senda frá sér nýjustu tilkynningu um það hverjir munu koma fram og spila fyrir tónlistarþyrsta landsmenn næsta sumar. 31. janúar 2019 12:00
Dagskráin á lokadegi Secret Solstice Þriðji og síðasti dagur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice fer fram í dag. 23. júní 2019 12:00