Viðskipti innlent

Þrjú erlend fyrirtæki sögð sýna Rio Tinto áhuga

Kristín Ólafsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa
Rio Tinto á Íslandi fór í söluferli seint á síðasta ári.
Rio Tinto á Íslandi fór í söluferli seint á síðasta ári. VÍSIR/VILHELM
Að minnsta kosti þrjú fyrirtæki hafa sýnt áhuga á því að kaupa eignir Rio Tinto á Íslandi, í Svíþjóð og í Hollandi. Þetta herma heimildir bandaríska dagblaðsins New York Times. Í frétt blaðsins er kaupverðið sagt nema allt að 350 milljónum Bandaríkjadala, eða 44 milljörðum íslenskra króna.

Um er að ræða hrávörurisann Glencore, þýska álframleiðandann Trimet Aluminium og breska fyrirtækið Liberty House.

Álrisinn Norsk Hydro hætti í fyrra við kaup á eignum Rio Tinto, sem hóf í kjölfarið sölu á eignunum með hjálp franska fjárfestingabankans Natixis.

Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi, segir fyrirtækið ekkert hafa að segja um málið. Frétt New York Times sé byggð á getgátum og birtist án heimilda. Stefna fyrirtækisins sé að tjá sig ekki um slík mál.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×